Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Nú styttist í jólahlaðborðin hjá okkur. Hvað er notalegra en að fara í heita pottinn eftir dásamlegar kræsingar? Slökun og stemning sem þú átt skilið. Fyrir hópa og fjölskyldur. www.minniborgir.is. Spennandi gisting aðeins 75 km frá höfuðborgarsvæðinu. Mjúkur draumur Náttföt, náttkjólar, sloppar. Stærðir S-XXXL Meyjarnar, Austurveri sími 553 3305 Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Óska eftir Óskast keypt! Vinnuskúr eða gámahús óskast keypt. Upplýsingar í síma 698-6738. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Þjónusta Kransar og útfararskreytingar Kransar og útfararskreytingar ásamt annarri blómaskreytingarþjónustu. Opið alla daga vikunnar. Blómalind, Suðurlandsbraut 52 (bláu húsin Fákafeni). Sími 551 0300/692 8038. Ýmislegt www.vinkjallarinn.is Nú er rétti tíminn til að búa til sitt eigið vín/bjór fyrir veturinn. Erum með hágæðaefni frá Kanada, AD Vintage. Suðurhraun 2, Garðabæ, sími 564 4299. Opið 12-17.30. Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið – skór. Leður skór,St. 36 – 42, verð 13.990,- Sími 588 8050. Teg. 6859 - nýkominn aftur þessi mjúki yndislegi toppur sem fæst í 38 til 44 kr. 5.950,- Teg. 8825 - vænar og hátt skornar mittisbuxur í S, M,L,XL á kr. 2950,- Teg. 8826 - vænar og mið skornar mittisbuxur í S,M,L,XL á kr. 2.950,- teg. 8827 - alveg óskornar mittisbu- xur í S,M,L,XL á kr. 2.950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Haust í Skarthúsinu Alpahúfur, sjöl, legghlífar og vettlingar . Ný sending. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. Dömukuldaskór úr leðri með flísfóðri og góðum sóla. Stærðir: 36 - 42. Verð: 17.500. Verklegir dömukuldaskór úr leðri, loðfóðraðir og með stömum sóla. Litir: Rautt og svart. Stærðir: 36 - 42. Verð: 18.750. Hlýlegir dömukuldaskór úr leðri með flísfóðri og stömum sóla. Litir: Svart og brúnt. Stærðir: 36 - 42. Verð: 18.750. Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Blómaskór. Margir litir. Eitt par 1.000 kr., tvö pör 1.690 kr. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 44. Sími 562 2466. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar augl@mbl.is Farðu inn á mbl.is/smaaugl hugsaði um okkur eins og börnin sín. Hún hringdi alltaf mjög oft í okkur þegar við vorum veik til að vita hvern- ig við hefðum það. Hún elskaði hesta og vildi alltaf gefa okkur hestanám- skeið. Það var alltaf svo gaman að koma til hennar og afa Kidda í sveitina í Köldukinn og veiða. Besti staður í heimi er sumarbústaðurinn hennar og öll trén hennar þar. Við ætlum allt- af að muna eftir henni elsku bestu ömmu Lollý. Ásbjörn, Benedikta Ýr, Friðrik Ingi og Margrét Birna. Í dag kveð ég frábæra konu sem glímdi lengi við illvígan sjúkdóm. Með viljastyrk og jákvæðni barðist hún hart á móti og var ég farin að halda að hún myndi sigra hann, en það dugði ekki. Lollý, eins og hún var kölluð, var sambýliskona pabba og mikil vinkona mín. Þegar hún og pabbi hófu að vera saman og Lollý byrjaði að koma í Köldukinn var eins og sólin hæfi sig hærra á loft. Fyrstu kynni pabba og Lollýjar hófust þegar þau voru ung og Lollý var í sveit á Kagaðarhóli. Leiðir þeirra lágu svo saman aftur á efri árum, þau áttu það sameiginlegt að hafa bæði misst maka sína en vildu byrja nýtt líf. Hjá okkur í fjölskyldunni fékk Lollý sérstakan stað og minningarn- ar eru margar. Allar heimsóknirnar í Brekkukot eru okkur ógleymanlegar. Það mátti standa illa á hjá minni fjöl- skyldu ef ekki var hægt að mæta í bú- staðinn í enda júlí og vera saman, færa henni gjöf í tilefni afmælis en jafnframt þiggja ótal gjafir. Lollý var strákunum okkar góð amma. Hún fylgdist vel með þeim og hvatti þá til dáða. Þegar ég varð amma í sumar tók hún stóran þátt í því með mér. Við vorum báðar vissar um að von væri á stelpu en þegar það kom strákur sagði hún: „Gunna mín, það kemur stelpa næst.“ Lollý gat ekki verið viðstödd skírnina en hún bað mig um að hringja í sig um leið og búið væri að skíra. Er þetta lýsandi dæmi um það hvað hún var alltaf tilbúin að taka þátt í því sem fjöl- skyldan var að gera. Yndisleg voru öll símtölin sem við áttum saman. Þá spjölluðum við um ýmislegt og hún sagði mér stundum „trúnó“ eins og við kölluðum það. Vænst þótti mér um að heyra þegar hún sagði að ég væri dóttir sín norð- an heiða. Haustið 2005 fórum við konurnar í fjölskyldunni, ásamt Guðmundi, syni Lollýjar, í konuferð til Kaupmanna- hafnar. Mikið var þetta skemmtileg ferð, alveg einstök. Það var gaman að koma til Lollýjar og pabba í sveitina. Þau voru alltaf eitthvað að gera og nutu þess mikið að vera saman, hvort sem það var í garðinum eða stússast við kindurnar og hrossin. Við fórum í réttirnar í haust og þó að við værum ekki að draga neitt fé kom ekkert annað til greina hjá Lollý en að mæta, og auðvitað vorum við með nesti. Eftir réttirnar fór stórfjöl- skyldan í sveitina og grillaði saman. Það var ekki til nóg af berjum í eft- irrétt þannig að við Lollý fórum sam- an í berjamó. Þetta var alveg ynd- isleg stund sem við áttum þarna saman og auðvitað var mikið spjallað. Heilsuleysið var farið að segja til sín á þessum tíma og hún tók af mér lof- orð um eitt, það var að hugsa vel um pabba. Það eitt veit ég, og tala fyrir okkur öll, að það gerum við. Það er mikið sem á hann er lagt. Elsku Lollý, við söknum þín sárt. Þú varst svo yndisleg við okkur og við þökkum kærlega fyrir allar stundirn- ar sem við áttum saman, þær eru ógleymanlegar. Eins og þú varst búin að biðja um standa fjölskyldurnar þínar sunnan og norðan heiða þétt við bakið á pabba núna. Guð geymi þig Guðrún Kristófersdóttir og fjölskylda. Lollý amma mín er dáin og ég sakna hennar mjög mikið. Við heimsóttum hana mjög oft og hún okkur. Nú verða jólin tómleg án hennar því að við vorum alltaf saman. Hún var ótrúlega góð amma. Hún var alltaf að gefa okkur ömmubörn- unum sínum eitthvað fallegt. Ég hef mikinn áhuga á hestum al- veg eins og Lollý amma hafði. Hún átti hest sem heitir Vinur og hann er uppáhaldið mitt. Ég ætla að hugsa vel um Vin fyrir elsku ömmu mína. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ég vona að ömmu líði vel núna. Ylfa Guðrún. Elsku amma okkar. Takk fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þú varst okkur alltaf svo góð. Þú ert í okkar huga einstök hetja og baráttukona sem aldrei gafst upp þótt oft blési stíft á móti. Þú hafðir bjartsýnina að vopni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þó að við kveðjum þig með söknuði og trega, þá lifa allar góðu minning- arnar um ókomna tíð. Þínir Einar Örn og Björn Orri. Það eru í rauninni forréttindi að hafa kynnst konu eins og Lollý. Þau kynni hófust eftir að dóttir okkar hjónanna, Guðrún Svava, og sonur Lollýar, Guðmundur Karl, fóru að draga sig saman og hófu síðan sam- búð. Það var fyrir um níu árum. Rúna átti son fyrir sem var aðeins nokkurra mánaða gamall þegar sam- búð þeirra Gumma hófst. Þessum litla strák, Þresti, var strax tekið sem einum af barnabörnum Lollýar og þannig var um alla fjölskyldu henn- ar. Samheldnin og væntumþykjan hjá þessari fjölskyldu er allsráðandi. Þetta er svona knúsfjölskylda sem er svo notalegt að fá að vera þátttak- andi í. Árin sem liðin eru síðan við kynnt- umst Lollý hefur hún barist við mikil veikindi af æðruleysi og bjartsýni. Hún lét þau ekki stjórna lífi sínu en hélt sínu striki af ótrúlegum krafti. Við hjónin erum full þakklætis fyrir þennan stutta tíma sem við áttum samleið og fyrir litla sólargeislann sem Rúna og Gummi eignuðust fyrir rúmum tveimur árum, Þóru litlu, sem við eigum með Lollý sem ömmu- og afastelpu. Þessi litla stelpa, sem er svo fínleg, blíð og góð og alltaf tilbúin að deila með sér, en samt svo ákveðin. Þannig er ömmu Lollý líka best lýst. Við sendum fjölskyldu Lollýar okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að varðveita hana og allar góðu minningarnar. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Ellý og Þröstur. Elsku elsku amma Lo … það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. En ég trúi því að nú líði þér loksins vel, laus við allt „vesenið“ eins og þú sagðir alltaf. Ég er svo heppin að hafa fengið tækifæri til þess að vera mikið með þér í gegn- um tíðina og þær minningar sem ég á eru ómetanlegar. Þegar ég var lítil vildi ég helst hvergi annars staðar vera en hjá ykkur Bjössa afa og þar leið mér einstaklega vel. Toppurinn var þó að fá að fara með ykkur upp í sumarbústað þar sem við fórum í pottinn, borðuðum bláber og jarðarber með sykri og rjóma í bað- sloppunum, og síðast en ekki síst lögðum við kapal. Verkaskiptingin hjá okkur var þannig að þú lagðir kapalinn þangað til þú varst orðin strand og þá tók ég við og kláraði með örlitlu svindli. Oft vorum við að gróðursetja fyrir austan, þá fannst mér ég vera voða dugleg, en ég sé það núna að ég var sennilega mun meira að flækjast fyrir heldur en að hjálpa til. Við vorum mjög góðar vinkonur, amma mín, og aldursmunurinn skipti okkur engu máli. Þú varst mikill húmoristi, það sem við gátum bullað og hlegið saman í gegnum árin. Fyrir nokkrum árum, þegar ég lenti í bíl- slysinu, geystist þú upp á spítala til mín. Þó svo að ég muni ekki mikið eftir þeim tíma man ég svo sannar- lega eftir áhyggjusvipnum á þér. Ég sá stundum þennan áhyggjusvip aft- ur þegar ég kvaddi þig eftir að hafa verið í heimsókn hjá þér, þá sagðir þú: „Bless, elskan, og keyrðu nú var- lega.“ Elsku amma mín, ég skal gera mitt besta í að keyra varlega hér eftir og muna að nota stefnuljós! Ég er svo ótrúlega stolt af þér, amma mín, þú varst glæsileg kona með sterkan persónuleika, alltaf flott til fara og á flottustu bílunum. Þú ert hetjan mín og sú besta fyrirmynd sem hægt er hugsa sér. Ég sakna þín! Ég elska þig! Þín Unnur Gréta.  Fleiri minningargreinar um Ólaf- íu Ásbjarnardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.