Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 HEILL og sæll Ingvar og þakka þér gömul og góð kynni. Mér fannst dapurlegt að lesa grein þína í Morgunblaðinu 24. okt. sl. Þú ert ein- dregið þeirrar skoð- unar að þær heims- endaspár sem á okkur dynja frá IPCC, lofts- lagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, Al Gore og Stern lávarði séu réttar. Ég hef kynnt mér þessi mál eftir bestu getu og komist að þeirri nið- urstöðu að talsvert af þessu sé blekking og sumt algjörar falsanir. Menn eru sífellt með á vörunum orðið „gróðurhúsalofttegundir“ sem séu af hinu illa og að í þeim sé það sem þú nefnir eiturgas, koltvísýringur CO2. Lítum aðeins á nokkrar stað- reyndir. Gróðurhúsalofttegundir eru vissulega í andrúmslofti og gróðurhúsahjálmurinn sem ég nefni svo (greenhouse effect, þetta er mín þýðing) er samsettur af vatnsgufu um 95%, koltvísýringi CO2 um 3%, aðrar gastegundir 2%. Það hefur verið kannað hvað mikið af koltvísýringi CO2 er af manna- völdum og skv. því sem Ian Pli- mer, ástralskur vísindamaður, hef- ur sett fram er koltvísýringur af mannavöldum 0,12% af þessum 3% af heildinni, magnið er sáralítið. Gróðurhúsahjálmurinn er nánast jafn mikilvægur lífinu á jörðinni og sólin. Það er hann sem kemur í veg fyrir að við töpum öllum hita eftir að sól er sest með geislun út í geiminn þegar heið- skírt er. Ef hans nyti ekki við væri með- alhiti á jörðinni ekki plús 15°C heldur mín- us 18°C. Jörðin væri óbyggileg. Þú nefnir koltvísýr- ing CO2 eiturgas. CO2 er ein af undirstöðum lífsins á jörðinni, þetta gas er jafn nauðsynlegt líf- inu og súrefni. CO2 er undirstaða alls gróðurs. Allt getur orðið hættulegt við ákveðnar aðstæður, hvort sem það er koltvísýringur CO2 eða súrefni. En í sinni hreinu mynd í náttúrunni er hvorttveggja undirstaða lífsins, án þessara gas- tegunda væri ekkert líf á jörðinni. Það er útilokað að við getum náð CO2 niður í núll þó við hættum öll- um kolefnisbruna. Allir jarðarbúar gefa frá umtalsvert magn koltví- sýrings CO2. Einn eldheitur heimsendaspámaður sænskur, af sama sauðahúsi og Stern lávarður, gaf út þá áskorun að það ætti að stefna að því að hver og einn jarð- arbúi gæfi ekki frá sér neitt af CO2. Honum var bent á að fara á undan með góðu fordæmi, en þá yrði hann að hætta að anda. En hvaðan kemur þá aukið magn koltvísýrings CO2 í and- rúmsloftið? Þessi gastegund er í stöðugri hringrás í heiminum, hún stígur upp og er í andrúmsloftinu eða fer einnig í hafið, þar eru gíf- urlegar birgðir af CO2. Það er við- urkennt að í það heila hefur hiti á jörðinni hækkað nokkuð á 20. öld. Ef hafið hitnar sleppir það meira af CO2 í andrúmsloftið. Aukning koltvísýrings CO2 í andrúmslofti er afleiðing af hækkuðum hita á jörðinni, ekki orsök aukningar á hita. Ég er sannfærður um að það eru hin gömlu reginöfl sólar, geim- geisla, sjávarstrauma, eldgosa og fleiri þátta sem ráða loftslagi í heiminum, maðurinn hefur sáralítil áhrif á það. Finnst þér, Ingvar, nokkurt vit í því að skattleggja allt atvinnulíf heimsins og rýra þar með kjör launþega, til að reyna að lækka eitthvað örlítið þessi 0,12% af 3% sem eru í gróð- urhúsahjálminum? Þú minnist á kristna kirkju og lýsir gleði þinni yfir að þjóð- kirkjan sé komin til leiks og taki undir dómsdagsspárnar. Væri kirkjunni ekki nær að hugsa til baka til þeirra Kópernikusar og Galileos og allra þeirra sem voru brenndir á báli fyrir að mótmæla þeirri kirkjulegu sannfæringu og kenningu að jörðin væri flöt? Nokkur orð til Ingvars Gísla- sonar, fv. menntamálaráðherra Eftir Sigurð Grétar Guðmundsson » Aukning koltví- sýrings CO2 í and- rúmslofti er afleiðing af hækkuðum hita á jörðinni, ekki orsök aukningar á hita. Sigurður Grétar Guðmundsson Höfundur er vatnsvirkjameistari & orkuráðgjafi Heilbrigðisráðherr- ar fjölmargra ríkja komu saman á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Addis Ababa 26. október til að ræða eitt brýnasta heilbrigðisvandamál heimsins: Dauða kvenna af barns- förum. Hverja mínútu deyr kona af barns- förum í heiminum. Flestar í Afr- íku sunnanverðri. Margar konur búa við örkuml eftir að hafa alið barn vegna þess að þær hafa ekki aðgang að sjúkrahúsum með menntuðu starfsliði til að fá nauð- synlegar aðgerðir. Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands styrkir nú einmitt verkefni í einu af fátækustu héruðum Malaví þar sem tekist er á við þetta vandamál á hverjum degi. Árang- ur er bersýnilegur. Hvað veldur því að konur deyja miklu frekar af barnsförum í þróunarlöndum en í ríku löndunum? Fyrst og fremst skortur á grunnþjónustu. Vanfærar konur fá ekki greiningu á vanda sem kann að skapast á meðgöngu. Þegar kemur að fæð- ingu er oft óravegur á næsta sjúkrahús eða heilsugæslu þar sem þjálfað starfsfólk getur að- stoðað við erfiða fæðingu. Afleið- ingin er að konur í Malaví og öðr- um þróunarlöndum láta lífið miklu oftar en þar sem heilsugæsla er góð. Í Malaví er mæðradauði tíð- ari en í nokkru öðru landi – að þeim löndum slepptum þar sem ríkir stríðsástand. Í landinu deyja 16 konur daglega af barnsförum. Talið er að fjórtánda hver fæðing endi með dauða móður í Malaví. Þegar haft er í huga að hver kona í land- inu fæðir að meðaltali sex börn sést hve ógnin er skelfileg. Hægt er að koma í veg fyrir langflest þessara dauðsfalla með lágmarks grunn- þjónustu og aðferðum sem eru vel þekktar. Samt deyr hálf millj- ón kvenna árlega af barnsförum. Eitt af þúsaldarmarkmiðum SÞ er að minnka þessa dánartíðni um ¾ fyrir árið 2015. Heilsugæsluverkefni ÞSSÍ í Mangochi ræðst beint að þessum vanda. Sjúkrahúsið við Apaflóa hefur verið byggt upp til að efla grunnþjónustu. Nú rís á spít- alalóðinni glæný fæðingardeild sem mun bæta þjónustuna með byltingarkenndum hætti. Í fyrra var tekin í notkun skurðstofa þar sem keisaraskurðir og aðgerðir á konum eru meginþáttur starfsemi. Enginn vafi er á að þessi þjónusta hefur bjargað mannslífum, og ger- ir áfram, í hverjum mánuði. Þróunarsamvinnustofnun hefur einnig reist heilsugæslustöð í Nankumba, sem er jaðarbyggð í héraðinu, þar sem fæðingardeildin er stöðugt í notkun. Í nærliggj- andi byggð, enn lengra frá alfara- leið, er ætlunin að byggja upp litla fæðingardeild fyrir þá sveit, enda eiga konur um langan veg að sækja þegar kemur að fæðingu. Sjúkrabílarnir sem ÞSSÍ gaf og rekur komast ekki um héraðið yf- ir regntímann og oft hamla veg- leysur því að hægt sé að sækja konur í barnsnauð. Yfirsetukonur í banni Svonefndar „yfirsetukonur“ (Traditional birth attendants) eru í hverju þorpi. Þótt ÞSSÍ hafi staðið fyrir námskeiðum fyrir þær dugar það skammt. Þetta eru oft- ast konur sem læra af sér eldri hvernig á að bera sig að, skilja á milli og svo framvegis, en þær geta ekki greint aðsteðjandi vanda eða veitt hjálp eins og fag- fólk. Því hafa stjórnvöld nýlega bannað þeim að taka á móti börn- um á hefðbundnum bastmottum í leirkofa í heimaþorpi, og krafist að þær vísi konum til heilsugæslu- stöðva og sjúkrahúsa. Vandinn við þá ráðstöfun er bersýnilegur: Ekki er til nægt starfsfólk né að- staða til að allar konur í Malaví geti fætt undir eftirliti. Helm- ingur kvenna í landinu fæðir börn utan formlega heilbrigðiskerfisins. Jafn æskilegt og það er að konur fæði við kjöraðstæður með aðstoð fagfólks er það óraunhæft á næstu árum. Þess vegna beinist verkefni Þróunarsamvinnustofn- unar að þessu stóra vandamáli með beinskeyttum hætti. Í byrjun næsta árs verður opnuð stór og rúmgóð fæðingardeild, og dugi framlög til næstu tvö ár er ætl- unin að styðja litla heilsugæslu- stöð í fjarlægri sveit til að koma upp fæðingarrúmum. ÞSSÍ útveg- aði vatnsból við þessa stöð í síð- asta mánuði og þjálfað starfsfólk er þegar til reiðu. Hverja mínútu deyr kona af barnsförum Eftir Stefán Jón Hafstein »Enginn vafi er á að þessi þjónusta hefur bjargað mannslífum, og gerir áfram, í hverjum mánuði. Stefán Jón Hafstein Höfundur er umdæmisstjóri ÞSSÍ í Malaví. ÞAÐ var langþráð stund þegar rík- isstjórn Íslands, aðilar vinnumarkaðarins og Samtök íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir stöðugleikasátt- málann 25 júní sl. Nú skyldu allir leggjast á eitt um að vinna þjóð- ina út úr vanda efna- hagshruns og atvinnu- leysis. Sérstaklega var kveðið á um að ríkisstjórnin greiddi götu þegar ákveðinna stór- framkvæmda, þ.á m. framkvæmda vegna álvers í Helguvík. Kappkostað yrði að engar hindranir yrðu af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra fram- kvæmda eftir 1. nóv. 2009. Ráðherra umhverfist Ég fann hvernig almenningi hér á Suðurnesjum létti við tíðindin. Loks gátu fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki horft með góðri vissu fram á bjartari tíma á því svæði þar sem atvinnuleysi er mest á landinu. Strax á næstu árum yrði til mikill fjöldi starfa við uppbyggingu álversins og svo síðar á annað þúsund störf til langframa. Öll leyfi voru fyrir hendi og því rak fólk í rogastans þegar það frétti af því uppátæki umhverfis- ráðherra að ógilda með ólöglegum hætti ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skyldi fara fram sameig- inlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu. Þennan gjörning framdi umhverf- isráðherra rúmum þremur mán- uðum eftir að frestur hennar til af- greiðslu málsins rann út. Og ekki bætti síðan úr skák upphlaupið í fjármálaráðuneytinu varðandi of- urskatta á orku- og áliðnað. Sér- staka athygli vekur að frestur um- hverfisráðherra rann út daginn áður en stöðugleikasáttmálinn var und- irritaður. Lætur ráðherra sem sér komi tímamörk og lög ekkert við? Er umhverfisráðherra ekki hluti af ríkisstjórn Íslands? Varðar hana ekkert um hvað forsætisráðherra undirritar í nafni ríkisstjórnarinnar og skuldbindur þar með alla ráðherrana? Til- heyrir Svandís Svav- arsdóttir kannski ein- hverri annarri ríkisstjórn? Víst er að með þessu ruddi þessi ráðherra ekki hindrun úr vegi ál- vers í Helguvík, heldur bjó til nýja hindrun sem er grímulaust tilræði við stöðugleikasáttmál- ann. Hvað sögðu lög- fræðingar umhverf- isráðuneytisins um þá fyrirætlun ráðherra að svíkja samninga og brjóta landslög? Hver styður þessa lögleysu hennar? Draumur eða veruleiki? Ég hef aldrei áður séð fólk jafn- reitt og sært hér á Suðurnesjum og hafa þó mörg váleg tíðindi dunið hér yfir. Fólkinu finnst umhverfis- ráðherra hafa sýnt sér og lífskjörum sínum kaldhæðni, lítilsvirðingu og yfirgang. Þetta fólk lifir nefnilega ekki í rauðgrænum draumaheimi ráðherrans heldur í raunverulegum heimi þar sem fjölskyldur þurfa að greiða mánaðarlegar afborganir og eiga fyrir nauðþurftum. Þegar fólk missir atvinnu greiða pólitískir hug- arórar því ekki laun. Ég er nógu gamall til að þekkja viðurstyggð langvarandi fjölda- atvinnuleysis. Ég leyfi mér að efast um að Svandís Svavarsdóttir deili þeirri reynslu. Það er ekkert annað ásættanlegt en að ráðherra dragi þessa ákvörðun sína til baka og biðji okkur Suðurnesjamenn og raunar alla landsmenn afsökunar á þessu framferði sínu. Eru allar bjargir bannaðar? Eftir Kristján G. Gunnarsson Kristján G. Gunnarsson »Ég hef aldrei áður séð fólk jafnreitt og sært hér á Suðurnesjum og hafa þó mörg váleg tíðindi dunið hér yfir. Höfundur er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. BRÉF eftirlits- nefndar með fjár- málum sveitarfélaga til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, dag- sett 1. október 2009, staðfestir málflutning og gagnrýni bæjarfull- trúa A-listans á fjár- málastjórnun sjálfstæðismanna allt þetta kjörtímabil og raunar málflutning minnihlutans í Reykjanesbæ frá árinu 2002 eða frá því að Sjálfstæðisflokkurinn komst þar einn til valda. Fram kemur í bréfinu að skuldir og skuldbindingar sveitarsjóðs nemi 22.699 milljónum króna eða 1.598 þúsundum króna á hvern íbúa, á meðan heildarskuldir sveitarfélaga í landinu nema að meðaltali um 770 þús. kr. á hvern íbúa. Íbúar Reykja- nesbæjar skulda því að jafnaði rúm- lega tvöfalt meira en íbúar annarra sveitarfélaga í landinu. Sérstakt áhyggjuefni er að skuldir og skuldbindingar á hvern íbúa Reykjanesbæjar hafa þrefaldast í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins eða frá árinu 2002. Þetta gerist þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað um 30% á þessu tímabili og tekjur aukist gríð- arlega samhliða því. Þá er Reykjanesbær eitt sjö sveitarfélaga á landinu með neikvætt veltufé frá rekstri þrátt fyrir hækkandi tekjur, sem er sérstakt áhyggjuefni út af fyrir sig. Er þessi skuldasöfn- un tilkomin þrátt fyrir stórfellda sölu eigna, samanber sölu á fast- eignum bæjarins og hlut Reykjanesbæjar í Hitaveitu Suðurnesja. Er ljóst að sjálfstæðismönnum, undir forystu Árna Sigfússonar, er að takast að sigla Reykjanesbæ í þrot. Í lokin vil ég taka orð fyrrverandi forsætisráðherra mér í munn og segja: Guð blessi Reykjanesbæ. Íslandsmet Árna Sigfús- sonar í skuldasöfnun? Eftir Ólaf Thordersen Ólafur Thordersen » Sérstakt áhyggjuefni er að skuldir og skuldbindingar á hvern íbúa Reykjanesbæjar hafa þrefaldast í stjórn- artíð Sjálfstæðisflokks- ins … Höfundur er bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.