Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þau eru und-arleg for-gangsverk- efni stjórn- valdanna í þessu landi. Fáeinar kindur hafa þraukað sjálfala í klettaskorum fyrir vestan, á móti líkindalögmálunum og ónáttúru eins og hún getur orðið frekust á líf og hjálp- ræði. Það var þeirra dauðasök að hafa ekki gefist upp fyrir ofureflinu. Og nú var loks hægt að standa í lappirnar sem hafa lyppast niður þegar brýnna var að bogna ekki. Þótt málið hefði að vísu ekki verið sent sérstökum saksóknara var safnað fræknu liði og sótt að sakborningum. Þeir sýndu enn sem fyrr eindreginn brota- vilja. Ærnar hlupu sumar fyrir björg heldur en að láta full- trúa yfirvalda fanga sig. Hin- um var hrundið saman og handsamaðar. Engin fyrirhöfn var spöruð. Það lá mikið við því þetta sauðþráa fé hafði ekki sinnt um árabil fund- arboðum frá sláturhúsum yf- irvalda. En réttlætið hefur loks sitt fram og þessu óleyf- islíferni hrúta og áa verður loks lokið með viðeigandi hvelli. Upplýst hefur verið að þetta sér- staka fjársafn í klettaskorunum hefði um árabil brotið gegn lögum um lausafjárgöngu búfjár og jafnvel fleiri lögum og reglu- gerðum. Og það sem verst er; það hafði gengið sjálfala í mörg herrans ár, kynslóð fram af kynslóð. Það hafði með öðr- um orðum framið þann versta glæp allra glæpa á Íslandi nú- tímans að vera sjálfbjarga, þegar það átti ekki að vera hægt. En nú getur þjóðin loks andað rólega í öryggi og einn- ig í vissu þess að yfirvöldin geta margt þegar þau vilja. Og annað sauðfé allrar gerðar hefur fengið skýr skilaboð. Það er ekkert líf til utan við lög og reglugerðir. Það skiptir ekki máli hversu hugrakkur þú ert, þrautseigur og lífseig- ur. Lögin óteljandi um að eng- inn megi vera sjálfbjarga ná þér að lokum. Gæðakonan góða grípur fegin við dýri dauða-móða – dregur háls úr lið; plokkar, pils upp brýtur, pott á hlóðir setur, segir happ þeim hlýtur og horaða rjúpu étur. Yfirvöldin sýna ekki linkind þegar mest liggur við} Ein er upp til fjalla … Fjölmiðlar hafagengið í gegnum þreng- ingar að und- anförnu og hefur það ekki farið fram hjá neinum. Útgáfu- félag Morgunblaðsins komst ekki hjá því að segja upp um 40 starfsmönnum sínum, góðum og vönduðum. Það var mikil blóðtaka. Það vakti athygli að ríkisfjölmiðillinn Ríkisútvarpið lagði málið út á hinn versta veg og reyndi að gera Morgunblaðinu það eins erfitt og það kunni. Var það ótrúleg framganga af ríkisreknum samkeppn- ismiðli, sem lifir í vernduðu umhverfi nefskatta, sem starfsmenn og áskrifendur Morgunblaðsins verða að greiða hvort sem þeim líkar betur eða verr. Í þessu ljósi er fróðlegt að lesa grein Jóns Magnús- sonar, fyrrverandi alþing- ismanns. Hann segir: „Sam- kvæmt frumvarpi til fjáraukalaga er farið fram á að fjárveiting til Rík- isútvarpsins ohf. hækki um 630 milljónir króna vegna erfiðrar fjárhags- stöðu stofnunar- innar. Áætlað er að innheimtar skatttekjur rík- issjóðs af út- varpsgjaldi, svonefndur nef- skattur, verði 3.575 milljónir króna.“ Þetta er gríðarlegt fé. Það er óneitanlega auðveldari leikur að bregðast við rekstrarþrengingum með því að senda þjóðinni reikning fyrir umframeyðslunni en að fara í sársaukafullar aðgerð- ir eins og keppinautar kom- ast ekki hjá. Ríkisútvarpið hafði klukkustundum saman uppi á textavarpi sínu síma- númer sem áskrifendur Morgunblaðsins gætu hringt í til að segja áskrift upp þeg- ar menn á þeim bæ töldu blaðið í mótvindi. Var það ótrúleg óskammfeilni. Hvert mega landsmenn hringja ef þeir telja þessa eign ríkisins misnotaða aftur og aftur til þess að losna við nefskattinn sinn? Er það númer til, og ef það er til er svarað í því númeri og sé það gert, hvert er svarið? Ríkisútvarpið sendir skattgreiðendum risareikning} Ábyrgðarlaust Ríkisútvarp L íklega þekkja fáir sómalska kokk- inn Ali Maow Maalin, en nafn hans er hins vegar ritað í sögubæk- urnar, þótt letrið mætti hugs- anlega vera stærra. Fyrir rétt rúmum 32 árum, hinn 26. október, greindist Maalin nefnilega með bólusótt og var síðasti ein- staklingurinn í heiminum sem smitaðist af sótt- inni. Tveimur árum síðar hafði veikinni verið út- rýmt með öllu. Bólusótt var hræðilegur sjúkdómur, sem talið er að hafi dregið 300-500 milljónir manna til dauða á tuttugustu öldinni einni. Ekki reyndist auðvelt að útrýma veikinni, en fyrsta bólusetningin var framkvæmd árið 1796. Var það ekki fyrr en um 1915 sem veikin var nær horfin úr iðnvæddum ríkjum, en hún lagðist áfram með miklum þunga á íbúa fátækari ríkja. Útrýming bólusóttar var mikið afrek og tók áratugi. Læknar og aðrir vísindamenn leituðu uppi útbrot veikinnar víðs vegar um heiminn og komu í veg fyrir frekara smit með bólusetningum og sóttkví. Mikilvægt er hins vegar að hafa í huga að það verk var ekki unnið með hómópatíu, þarmaskolun, nálastungum, jurtatesdrykkju eða öðrum óhefðbundnum lækninga- aðferðum. Bóluefni, unnið og framleitt með vísindalegum aðferðum, var eina leiðin til að útrýma bólusótt og þar með bjarga hundruðum milljóna manna. Til eru þeir sem tilbúnir eru að hafna vísindalegum vest- rænum lækningaaðferðum að því er virðist vegna þess eins að þær hafa ekki svör við öllu – þær virka ekki í öllum tilvikum. Vissulega er það rétt, en árang- ur vísindalegra lækningaaðferða er svo miklu betri en óhefðbundinna aðferða að það er nán- ast brandarakennt að nefna þær í sömu setn- ingu. Bóluefni vernda börnin okkar fyrir bólusótt, mænusótt, mislingum og öðrum sóttum sem áð- ur drógu milljónir til dauða. Önnur afsprengi vísindalegra læknavísinda, sýklalyf, hafa bjarg- að ótöldum milljónum, sem annars hefðu látist vegna bakteríusýkinga. Sjálfur væri ég líklega ekki í hópi lifenda þar sem ég fékk botnlangabólgu fimmtán ára gam- all. Án nútímalæknavísinda hefði sprunginn botnlangi dregið mig til dauða. Í Bretlandi og Bandaríkjunum ber hávær minnihluti út þann boðskap að bólusetningar séu hættulegar og foreldrar eigi að forða börnum sínum frá slíkum óskapnaði. Byggist málflutningurinn á gallaðri rann- sókn sem virtist sýna fram á tengsl milli bólusetningar og einhverfu. Þessar niðurstöður hafa ítrekað verið afsannaðar en það virðist engu skipta fyrir hina tilfinningasömu and- stæðinga bólusetningarinnar. Séu börn ekki bólusett fyrir algengustu smitsjúkdómum er lífi þeirra ekki aðeins stefnt í voða heldur einnig lífi ann- arra barna. Bólusetning virkar ekki í 100 prósentum tilfella. Því fleiri foreldrar sem sleppa bólusetningu því meiri líkur eru á því að faraldur breiðist út að nýju með skelfilegum af- leiðingum. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Afrek læknavísindanna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Maður finnur sér leiðir til að funkera“ FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is A lltaf þegar svona gerist hugsar maður málin upp á nýtt. Er ég að taka eins skynsamlegar ákvarðanir og ég get og geri ég allar ráðstafanir til að lág- marka áhættu? En það er ferli sem maður fer í gegnum á hverjum degi þegar verið er að skipuleggja fundi eða ferðir á milli staða,“ segir Er- lingur Erlingsson sem starfar á veg- um Sameinuðu þjóðanna í austur- hluta Afganistans, skammt frá landamærum Pakistans. „Þó ég sé í landshluta sem er í flokki með Kan- dahar og Helmand sem hættulegasti staður landsins finnur maður sér leiðir til að funkera,“ segir Erlingur. Atlaga var gerð að starfsmönnum SÞ í Kabúl á miðvikudag þar sem fimm starfsmenn létust og níu slös- uðust. Kai Eide, yfirmaður SÞ í Afg- anistan, hefur óskað eftir því við afg- önsk stjórnvöld að öryggisgæsla við starfsstöðvar og dvalarstaði starfs- manna SÞ verði aukin í kjölfar árás- arinnar. Þá verði allar öryggis- ráðstafanir endurskoðaðar eins og er gert með reglulegu millibili. Yfirlýsing barst frá talibönum í síðustu viku þar sem fólk var hvatt til að sniðganga aðra umferð for- setakosninganna 7. nóvember og var sú yfirlýsing ítrekuð í gær. „Við munum auka árásir okkar á kom- andi dögum. Við munum trufla kosn- ingarnar,“ sagði Yousuf Ahmadi, talsmaður talibana, í símtali við AFP-fréttastofuna. Þá hafa upp- reisnarmenn varað við því að hver sá sem kemur að framkvæmd kosning- anna teljist lögmætt skotmark. Erlingur segir að talibanar hafi áður sent frá sér svipaðar yfirlýs- ingar en skotmarkið hafi yfirleitt verið afgönsk stjórnvöld, örygg- issveitir og fjölþjóðasveitirnar. „Þetta er því í fyrsta skipti að því er ég veit sem bein atlaga er gerð að Sameinuðu þjóðunum hér,“ segir Erlingur en árásin er talin sú alvar- legasta á SÞ í Afganistan eftir 50 ára viðveru þeirra í landinu. Tilbúningur Vesturlanda Framkvæmdastjóri SÞ, Ban Ki- moon, segir að árásin hafi verið fólskuleg en hún muni ekki koma í veg fyrir áframhaldandi starf í land- inu. Frá Hvíta húsinu hafa borist þau skilaboð að árásin muni ekki riðla áætlunum um aðra umferð kosninganna þann 7. nóvember. Árásir talibana í fyrri umferð kosninganna höfðu mikil áhrif á kosningaþátttöku víða í Afganistan þar sem þátttakan fór víða niður í aðeins fimm prósent. „Almenningur lítur á þessa seinni umferð kosninganna sem tilbúning Vesturlanda. Sem er ekki sann- gjarnt því svikin í fyrri umferðinni voru mjög umfangsmikil. Hefðu Vesturlönd lagt blessun sína yfir þær kosningar hefðu þau setið uppi með ólögmæta stjórn til að vinna með,“ segir Erlingur sem starfar sem stjórnmálafulltrúi á vegum SÞ, m.a. við að efla tengsl út í sam- félagið. Sé talað við fólkið í sveit- unum líti það flest svo á að Karzai hafi unnið þrátt fyrir svik. „Það er ekki endilega það að fólk sé svo hrif- ið af Karzai. Aðalvandamálið er spillingin en fólk sér ekkert „plan B“ og það sé ekki betra ef andspyrnan nái yfirhöndinni,“ segir Erlingur. Reuters Ógn Öryggisgæsla fyrir starfsmenn SÞ í Afganistan verður líklega efld. Íslenskur stjórnmálafulltrúi SÞ í Afganistan segir hættuna hluta af starfinu og að við árásir eins og í Kabúl á miðvikudag verði að endurskoða ákvarðanir og hugsa málin upp á nýtt. UM 2.000 manns eru á vegum SÞ í Kabúl. Eftir árás á gistiheimili borgarinnar á þriðjudag, þar sem fimm létu lífið, er óljóst hvers konar gistiaðstaða verður talin nægilega örugg fyrir starfsfólkið. Önnur gistiheimili en Bekthar, sem ráðist var á, hafa svipaða ör- yggisgæslu og ekki er nægilegt pláss í skrifstofuhúsnæði SÞ. Ráðist hefur verið á öll stór hót- el borgarinnar, sem ekki eru mörg, í það minnsta einu sinni og hefur það orðið til aukinnar ör- yggisgæslu en hótelin eru enn tal- in til skotmarka. Talibanar í Pakistan hafa einnig beint skotum sínum að starfsfólki SÞ á liðnum vikum. Mestri starf- semi hefur verið hætt í norðvest- urhluta landsins vegna raðar árása. Sjálfsmorðsárás var m.a. gerð á bækistöðvar Matvælahjálp- ar SÞ í Islamabad í þessum mán- uði. HVERT FER FÓLKIÐ? ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.