Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 Sér ekki Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, stendur á bak við sakbendingarglugga í nýopnaðri hverfisstöð lögreglunnar í húsnæði Lögregluskóla ríkisins við Krókháls en stöðin var áður við Fjallkonuveg í Grafarvogi. Með breytingunni nærri þrefaldast húsnæði hverfisstöðvarinnar. Ekki sést í gegnum gluggann þeim megin sem Stefán stendur. Júlíus AÐ undanförnu hef- ur átt sér stað nokkuð undarleg umræða um orkumál á Smugan.is og víðar. Sigmundur Einarsson, jarðfræð- ingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Ís- lands, vakti upp mál þetta með aðsendri grein til Smugunnar, dags. 1.10.2009, sem hann nefnir: „Hinar miklu orkulindir Íslands. Getum við virkjað endalaust“. Þar fer hann í aðalatriðum rétt með tölu- legar stærðir úr gögnum Orku- stofnunar, og ýmsum mats- skýrslum, án þess þó að geta þess hvaða forsendur liggja að baki talnalegum útreikningum jarð- varmamatsins. Hann grípur síðan til eigin sérfræðiþekkingar og talar niður orkuna úr svæðunum og kemst að þeirri niðurstöðu að tvö álver muni hreinlega soga til sín nær alla jarðhitaorku sunnan lands og norðan, og að það dugi ekki einu sinni til. Í framhaldi af því upplýsir hann þjóðina, svo vitnað sé til hans orða: „… því miður er það svo að stóri sannleikurinn um hinar miklu orkulindir Íslands er tómt plat“ og bætir svo um betur með næstu setningu: „Þetta eru skýjaborgir sem byggðar eru á raupi óábyrgra manna sem óger- legt er að vita hvort eða hvað hugsa.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa á Smugunni, því þar hófust gífurleg fagnaðarskrif fjölda manns um að nú hefði loks stóri sann- leikur verið upp kveðinn og Ísland orðið nær orkulaust. Hvurslags eiginlega umræða er þetta? Það er verið að tala um eitt af fjöreggjum þjóðarinnar. Eina af þremur stærstu auðlindum okkar. Það hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra að hvetja til múg- æsinga. Orkumálin eru vand- meðfarin og mat á því orkumagni sem unnt er að vinna úr iðrum jarðar á hverjum tíma sýnu erf- iðari. Tækninýj- ungar, t.d. í jarðbor- unum, hafa gert það að verkum að sífellt er hægt að sækja á dýpri mið, bora á þrengri svæðum á yfirborði með minna umhverfisraski. Nið- urdæling á vökva og fjölþætt nýting í auðlindagörðum hafa leitt til bættrar orku- og auðlinda- nýtingar og þannig mætti lengi telja. Eitt stærsta vandamálið við að meta raunhæft vinnanlega orku á einstökum svæðum er að ekki fæst að bora tilraunholur – hvort heldur það er fjárskortur sem hamlar eða viljaleysi þeirra sem telja sig ráða för um meðhöndlun fjöreggsins. Óvissa um vinnanlegan orkuforða á hverju jarðhitasvæði mun því alltaf vera til staðar og þá óvissu er ekki hægt að minnka nema með bor- unum og rannsóknum á viðkom- andi svæðum. Þetta á t.d. við um Krýsuvíkursvæðið. Í fyrirliggjandi jarðvarmamati Orkustofnunar ligg- ur fyrir gamalt mat um að svæðið kunni að standa undir 480 MWe. Það mat talar Sigmundur niður í 160 MWe án þess að vísa í hald- bær gögn því til stuðnings. Í seinni grein sinni á Smugunni, dags. 22. október 2009, bætir Sigmundur enn um betur og lækkar eigið mat fyrir Krýsuvík niður í 100 MWe. Væntanlega heyrum við næst að aldrei verði virkjað í Krýsuvík því svæðið verði trúlega alfriðað, þrátt fyrir þá gömlu óþægilegu stað- reynd að Hafnfirðingar fengu Krýsuvíkurlandið frá ríkinu 1941, gagngert til jarðhitanýtingar. Á opnum fundi Samorku 21. október síðastliðinn voru haldin fimm fróðleg erindi um sjálfbæra nýtingu jarðhitans, sem fólk getur kynnt sér á vefsíðu Samorku (sjá http://www.samorka.is). Umsögnum Sigmundar var þar mótmælt sem röngum af Ólafi Flóvenz, forstjóra Íslenskra Orkurannsókna, og sömuleiðis gífuryrðum Sigmundar um „raup óábyrgra manna og tómt plat“. Það er sorglegt og ófaglegt að Sigmundur skuli fjalla um og skrumskæla orkumálin með sleggjudómum á borð við þá að tala niður orkuna úr einstökum svæðum Reykjanesskagans. Orku- geta einstakra svæða verður seint metin til hlítar nema með skyn- samlegum nýtingartilraunum sem teknar eru skref fyrir skref. Er orkuverið í Svartsengi eitt skýr- asta dæmið þar um. Þar hefur HS Orka unnið um margra áratuga skeið að þróun auðlindagarðs með framúrskarandi árangri. Þar var í upphafi, af vísum mönnum orku- geirans, talið að trúlega mætti nýta um 30 MWt af varmaorku til hitaveitu fyrir Grindavík. Í dag er uppsett varmaafl orkuversins 150 MWt, uppsett rafafl er um 75 MWe og 15 milljónum tonna af köldu vatni er dreift um byggðir Suðurnesja ár hvert, ásamt um 10 milljónum tonna af heitu vatni. Um 410.000 manns heimsækja Bláa lónið árlega. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að fyrirtæki með slíka nálgun að auðlindinni vaði um Reykjanesskagann með eldi og brennisteini og traðki hann niður í svaðið? Tæmi í einu vet- fangi allan varmaforðann á mótum tveggja jarðskorpufleka langs eftir öllum skaganum? Ég segi bara aft- ur og enn: „Hvurslags eiginlega umræða er þetta!“ Hvað Reykja- nesvirkjun áhrærir þá miða stækk- unaráform við að auka uppsett raf- afl um 80 MWe. Einungis um þriðjungur viðbótaraflsins krefst aukinnar upptektar úr jarð- hitageyminum djúpt í jörðu, annar hluti kæmi úr þurrgufu ofan djúp- kerfisins, sem hvort eð er tapast upp úr jarðhitakerfinu ofan til en sem unnt er að nýta með grunnum borholum. Um 30 MWe fást svo með betri nýtingu á háhitavökv- anum sem óhjákvæmilega kemur frá gufuveitunni sem sér öllum þremur 50 MWe raforkuhverflun- um fyrir gufu. Það eru nú öll ósköpin. Ég ætla ekki einu sinni að minnast á það hvað þá er mikið eftir í jarðhitapottinum á Reykja- nesi því einhverjum gæti þá dottið í hug að við þyrftum ekki að leita fanga víðar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki setja öll eggin í sömu körfuna, heldur umgangast auð- lindir með varúð og virkja í til- tölulega smáum áföngum. Nú er beðið eftir niðurstöðum mats úr öðrum áfanga Ramma- áætlunar og stendur til að þær liggi fyrir um næstu áramót. Rætt er um að æskilegt væri að þær nið- urstöður fengju lagalega stöðu. Vera má að það sé skynsamlegt, en hvað orkuiðnaðinn varðar þá nægir að forgangsraða orkukostunum í verndarflokka. Þau svæði sem verða talin hafa hæst verndargildi munu njóta verndar hvað varðar núlifandi kynslóðir og einhverjar þær næstu. Er eitthvað athugavert við það að eftirláta síðari kyn- slóðum að ákveða sjálfar hvað þá verður gert? Núlifandi kynslóð get- ur öll orðið sammála um hvað tví- mælalaust skuli vernda. Þar mætti til dæmis nefna allan austurhluta Torfajökulssvæðisins, Vonarskarð, Kverkfjöll, Þjórsárver, og listinn gæti orðið talsvert lengri. Jarð- hitamönnum er alveg ljóst að mikil jarðhitaorka er fólgin í rótum gos- beltisins alls, og þar með talið utan hinna einginlegu jarðhitasvæða, svo sem fram kom í erindi Ólafs á Samorkufundinum. Sigmundur gerir lítið úr því máli í þeirri fjöl- miðlaumræðu sem upp kom í kjöl- far sleggjudóma hans, og sagði hana óábyrga framtíðarsýn sem lít- ið kæmi orkumálunum við nú um stundir. Reykjanesskaginn sjálfur er hins vegar eitt skýrasta dæmið um það hvað felst í rótum gosbelt- isins á milli hinna eiginlegu há- hitasvæða. Þar eru nefnilega engin háhitasvæði á yfirborði í þess orðs merkingu, hvorki í Svartsengi, né í Eldvörpum, né annars staðar á skaganum nema í nágrenni Reykjanesvita og svo í Krýsuvík, og einhverju lítilræði af virkum yf- irborðshita í Trölladyngju. Og þó drýpur smjör af hverju strái hvað jarðhitann varðar á Reykjanes- skaganum, eldhraunum prýddan skagann langan, það við best fáum séð. Vel má vera t.d. að svæðinu við Sandfell svipi til Svartsengis, þó þar sjáist vart vottur af hita á yfirborði í dag. Því munu boranir í framtíðinni svara, ef menn og guð lofa. Hvað orkumál þjóðarinnar varð- ar þá höfum við val. Við getum kosið að hverfa aftur til fortíðar og látið allan jarðhitann sem eftir er ósnortinn renna sitt skeið án okkar íhlutunar. Annað mál er hvort við höfum efni á því eða teljum það skynsamlegt. Hvað álver í Helgu- vík varðar þá stendur ekki til að reisa þar allt að 360 þúsund tonna álver með allt að 630 MWe orku- þörf í einni hendingu. Álverið verð- ur reist í 90 þúsund tonna áföng- um, fyrst einum, svo öðrum. Ef ekki verður til orka til að sjá fleiri áföngum fyrir afli, t.d. vegna verndarsjónarmiða, arðsemissjón- armiða, lánsfjárskorts eða þjóð- arvilja, þá verður það svo að vera. Orkufyrirtækin vinna sín áform í áföngum háðum getu á hverjum tíma, og einfaldlega geta ekki skuldbundið sig umfram getu. Orkufyrirtækin hafa til þessa fæst gert upp á milli orkukaupenda. Ef iðnfyrirtæki bíða í röðum og bjóða hátt verð fyrir orkuna, hvað dettur fólki í hug að orkufyrirtæki myndi gera næst þegar samningar yrðu lausir og virkjanir verða nær af- skrifaðar? Hugsi nú hver fyrir sig. Hættum þessu ómálefnalega og ófaglega þrasi. Ákveðum hvað við viljum nýta og virkja á næstu ár- um okkur öllum til hagsbóta. Við erum að tala um eina af okkar þremur stærstu auðlindum – orku- auðlindina – og það í alvöru. Eftir Guðmund Ómar Friðleifsson »Hættum þessu ómál- efnalega og ófaglega þrasi. Ákveðum hvað við viljum nýta og virkja á næstu árum okkur öll- um til hagsbóta. Guðmundur Ómar Friðleifsson Höfundur er yfirjarðfræðingur HS Orku hf. Undarleg umræða um orkumál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.