Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 ✝ Ólafía Ásbjarn-ardóttir, eða Lollý eins og hún var ávallt kölluð, fæddist á Kagaðarhóli í Aust- ur-Húnavatnssýslu 28. júlí 1935. Hún lést á St. Jósefsspít- alanum í Hafnarfirði 24. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ásbjörn Ólafsson stór- kaupmaður, f. 23. ágúst 1903, d. 13. desember 1977, og Gunnlaug Jóhannsdóttir, f. 8. júlí 1912, d. 18. maí 1991. Lollý átti eina systur, Unni Grétu, f. 14. des- ember, 1937, d. 23. desember 1984. Sonur hennar er Ólafur, f. 3. júní 1959. Lollý giftist 29. september 1956 Birni Guðmundssyni forstjóra, f. 24. september 1937, d. 20. júní 1996. Foreldrar hans voru þau Guðmundur Gíslason umboðssali og Ásta Þórhallsdóttir. Lollý og Björn eignuðust fimm börn sem eru: 1) Ásbjörn rekstrarhagfræð- Benedikta Ýr, Friðrik Ingi og Mar- grét Birna. Barnabarnabörnin eru tvö, þær Heiða Sigríður og Hanna Birna. Sambýlismaður Lollýjar und- anfarin ár er Kristófer Krist- jánsson bóndi, f. 23. janúar 1929, frá Köldukinn II í Austur- Húnavatnssýslu. Kaldakinn II var hennar annað heimili undanfarin ár þó svo að hún hafi alltaf haldið heimili sitt í Reykjavík. Lollý ólst upp í Reykjavík en dvaldist löngum í sveitinni að Kag- aðarhóli á sínum uppvaxtarárum þar sem hún kunni vel við sig. Eft- ir grunnskólagöngu stundaði hún nám í Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Á sínum yngri árum stundaði hún ýmiss konar störf við fyrirtæki föður síns, en þegar börnunum þeirra Björns fjölgaði, helgaði hún fjölskyldunni krafta sína. Eftir fráfall föður hennar eignuðust þau hjónin fyrirtækið Ásbjörn Ólafsson ehf. og stýrði Björn því til æviloka. Fyrirtækið hefur verið áfram í eigu Lollýjar og barna hennar og gegndi hún stöðu stjórnarformanns fyrirtæk- isins fram á dánardag. Útför Lollýjar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 30. október kl. 13. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. Meira: mbl.is/minningar ingur, f. 6. júlí 1957, kvæntur Helgu Ein- arsdóttur hjúkr- unarfræðingi. Sonur þeirra er Björn Orri. Ásbjörn á dótturina Ólafíu Bjarnheiði og Helga soninn Einar Örn. 2) Ásta Friðrika deildarstjóri, f. 28. mars 1962, sambýlis- maður Svafar Magn- ússon útfararstjóri. Dóttir þeirra er Ylfa Guðrún. Ásta á dótt- urina Unni Grétu og Svafar soninn Vigni Arnar. 3) Guð- mundur Karl framkvæmdastjóri, f. 9. júní 1966, sambýliskona Guðrún Svava Þrastardóttir mastersnemi. Dóttir þeirra er Þóra. Guðrún á soninn Þröst. 4) Gunnlaugur Rafn flugstjóri, f. 28. janúar 1969, sam- býliskona Linda Gunnarsdóttir flugstjóri. Börn þeirra eru Birna Katrín og Húni Páll. 5) Ólafur Björn viðskiptafræðingur, f. 2. september 1971, kvæntur Lindu Björk Ingadóttur, löggiltum bók- ara. Börn þeirra eru Ásbjörn, Vetrardagurinn fyrsti var sérstak- lega sólríkur og fallegur dagur. Það var þá sem löngu og óréttlátu stríði okkar elskulegu mömmu við krabba- meinið lauk. Í minningunni er mamma sú besta mamma sem nokk- ur getur hugsað sér. Hún var alltaf til staðar og áhugasöm um það sem við vorum að fást við. Hún var stoð okkar og stytta í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og samgladdist okkur alltaf. Hún stóð alltaf vaktina, fór alltaf síðust að sofa á kvöldin og vaknaði fyrst á morgnana. Mamma var mikill fagurkeri, ung í anda, með ólæknandi bíladellu og sterkan lífs- vilja. Hún lagði mikið upp úr því að halda okkur fjölskyldunni saman og tókst það vel. Fyrir um 30 árum keyptu mamma og pabbi sumarbústað í Hruna- mannahreppi. Þar var ekki trjáhríslu að finna og hófust þau handa við að rækta tré af miklum myndarskap. Í byrjun höfðum við krakkarnir ekki mikla trú á þessu, en í dag er þetta skógi vaxinn sælureitur okkar allra sem við erum mjög stolt af. Hin síðari ár var lífsförunautur mömmu Kristófer Kristjánsson, Kiddi, frá Köldukinn II. Reyndist hann mömmu mjög vel og stóð þétt við hlið hennar, oft á tíðum við erfiðar aðstæður. Fyrir það viljum við systk- inin þakka honum innilega. Mamma var mikill dýravinur og áttu bæði hundar og hestar alla tíð stóran þátt í lífi hennar. Átti hún nokkra góða og trausta reiðhesta í gegnum árin sem veittu henni mikla gleði. Það sem hjálpaði henni örugg- lega meira en flest annað í gegnum veikindin var að hún taldi sig aldrei sjúkling og hún fann sig aldrei gamla. Veikindin leit hún bara á sem „vesen“ – verkefni sem hún þurfti að leysa. Ekki má gleyma húmornum hennar sem hjálpaði okkur öllum, oft á tíðum á erfiðum tímum. Í veikindum sínum þurfti mamma oft á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda. Að öðrum ólöstuðum langar okkur að þakka Friðbirni R. Sigurð- arsyni, Tómasi Jónssyni og síðast en ekki síst Kjartani Örvar, sem vakti af alúð yfir velferð hennar. Einnig starfsfólkinu á deild 11b á Landspít- alanum við Hringbraut og starfsfólki lyflækningadeildar St. Jósefssítala. Þar naut hún einstaklega góðrar og elskulegrar umönnunar. Hún þreytt- ist aldrei á að hæla öllu því góða fólki sem þar vinnur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Að lokum viljum við þakka ást- kærri mömmu okkar fyrir allt það góða sem hún gaf okkur. Guð blessi minningu hennar. Börnin. Hinsta kveðja til elskulegrar tengdamóður minnar með þökk fyrir allar góðu samverustundirnar. Bless- uð sé minning hennar um ókomna tíð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Guð geymi þig. Þín Helga. Tengdmóðir mín kær hefur kvatt þennan heim eftir frækilega baráttu við krabbamein undanfarin ár. Hún tókst á við veikindi sín af alveg ótrú- legu æðruleysi og dugnaði. Þau ár sem ég hef verið í fjölskyldunni hef ég verið í ótrúlega miklu og góðu sambandi við Lollý og tók hún mikinn þátt í öllu því sem við Ásta tókum okkur fyrir hendur. Það eru margar minningar sem við fjölskyldan eigum um Lollý, hún stundaði hestamennskuna með okkur eins og hún gat en hún hafði óbilandi áhuga á öllu hestastússinu okkar. Margar voru ferðirnar í Köldukinn ll en þar undi Lollý sér vel með Kidda, sem stóð með henni eins og klettur í veikindum hennar. Annar staður sem tengdur er Lollý og fjölskyldunni er sumarbústaður- inn. Þar unnu Lollý og fjölskylda kraftaverk í gróðursetningu og þar hafði hvert tré sína sögu sem Lollý ein þekkti. Lollý var fyrst og fremst sínum nánustu mikil fyrirmynd í flestu sem viðkemur mannlegum samskiptum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn Svafar. Þegar ég hugsa til tengdamömmu fyllist ég stolti yfir að hafa fengið að kynnast henni. Ég sá fljótt að Lollý var engin venjuleg kona. Þegar við hittumst fyrst var barátta hennar hafin við „vesenið“ eins og hún kallaði það og aðra eins baráttu hef ég aldrei séð. Lollý leit aldrei á sig sem sjúkling og lét veikindi sín ekki koma í veg fyrir það sem hana langaði að gera. Þótt þrekið væri oft af skornum skammti sást til hennar í berjamó eða á hest- baki en það var með því skemmti- legra sem hún gerði. Lollý hefur svo sannarlega kennt mér það að með viljann að vopni eru manni flestir vegir færir. Elsku tengdamamma, með þessari litlu bæn vil ég kveðja þig hinstu kveðju. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín Guðrún (Rúna). Elskuleg tengdamóðir mín er nú fallin frá eftir afar hetjulega baráttu. Hún átti um margt merkilegt líf en þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir þrettán árum hafði hún nýverið misst manninn sinn. Það sviplega áfall ásamt því að greinast með sjúkdóm- inn sem fylgdi henni næstu árin markaði líf hennar eftir það. Samt er svo ótrúlegt að ég leit aldrei á hana Lollý sem sjúkling, hún hagaði aldrei lífi sínu á þann hátt. Lollý var sterk kona sem setti mark sitt á umhverfi sitt. Hún var umhyggjusöm og þótt hún hefði oft sterkar skoðanir á mönnum og mál- efnum setti hún þær fram á sinn hátt án þessa að mikið færi fyrir þeim, og lagði það oft í hendur hlustandans að túlka frásagnirnar. Það sem mun þó alltaf standa upp úr í mínum huga er þessi ótrúlega þrautseigja, lífsvilji og keppnisskap sem einkenndi þessa einstöku konu. Uppgjöf var ekki val. Jafnvel á síðustu klukkustundunum í hennar lífi þegar staðan var 19-2 fyrir andstæðingnum og örstutt til leiks- loka var baráttuandinn til staðar og ekkert til í hennar huga annað en sig- ur. Þetta eru eiginleikar sem ég mun reyna að tileinka mér og mínum börnum. Lollý var kona sem hélt reisn sinni og glæsilegu útliti í gegnum erfiða tíma. Það var samt alltaf svo stelpu- legt yfirbragð yfir henni. Hún var náttúrubarn og að mörgu leyti það sem kalla má töffari. Það var því mik- il lukka þegar hún endurnýjaði kynn- in við hann Kidda og gömlu sveitina sína, en Kiddi reyndist henni sem besti vinur og lífsförunautur. Þau höfðu þekkst um langa hríð þar sem Lollý fæddist á Kagaðarhóli sem er nágrannabær Köldukinnar þar sem Kiddi ólst upp. Ekki amalegt að eiga tengdamömmu sem fæddist í torf- kofa og reið á gamla Grána en endaði á að skottast um borgina á perluhvít- um jeppa og hafði því sannarlega séð tímana tvenna. Samband hennar og Kidda var ein- stakt og fyrir mig borgarbarnið var sérstök upplifun að kynnast lífinu í sveitinni og fá að umgangast þetta einstaka fólk í þess umhverfi, en síð- ustu árin leið Lollý aldrei betur en í Köldukinn. Því miður fékk hún ekki tækifæri til að dvelja þar eins mikið og hún hefði kosið. Við börnin mín sjáum hana þó fyrir okkur núna þeys- andi um túnin fyrir ofan Blöndu und- ir fagurbláum himni á fallega skjóttri meri lausa undan sjúkdómnum. Lollý mín, takk fyrir einstök viðkynni. Þín verður minnst. Þín tengdadóttir, Linda. Með fráfalli elskulegrar tengda- móður minnar, Lollýjar, er fallin frá ein mesta hvunndagshetja sem ég kem nokkurn tímann til með að þekkja. Ég kynntist henni best þegar ég bjó hjá henni og Bjössa, í Láland- inu, á fyrstu sambandsárum okkar Óla. Þá eignaðist ég góða vinkonu sem var mér alla tíð einstaklega góð og sterkur bakhjarl, bæði í blíðu og stríðu. Á þessum tíma fékk ég líka að kynnast vel þeirri óþrjótandi hlið hennar að sjá um allt og alla. Hennar líf snerist þá mest um hina sem í kringum hana voru, ásamt áhugamál- unum hestunum og trjáræktinni í bú- staðnum fyrir austan. Hún hafði gaman að því að bjóða fólki til sín, hvort sem var heim eða í bústaðinn og var mikill höfðingi heim að sækja í mat og drykk þó að sjálf hafi hún ver- ið alger bindindismanneskja alla tíð. Hún hugsaði ekki bara um heimilis- fólkið, heldur líka aldraða móður sína eða frænkur hvort sem voru hennar eða Bjössa, vinkonur móður sinnar og ekki síst systurson sinn hann Tjolla. Þannig hafði það verið alla tíð. Þetta var fullt starf, keyrslur með viðkomandi fram og til baka. Hún eldaði mat handa öllum og keyrði til þeirra ef þess þurfti. Fannst það nú reyndar lúxus þegar strákarnir fengu bílpróf og gátu farið þær ferðir. Hún keypti jólagjafir fyrir allt þetta fólk, sá um að pakka þeim inn, merkja og dreifa þeim. Aldrei fannst henni þetta neitt mál, fannst nú bara skrýtið ef öðrum fannst þetta vera of mikið fyrirtæki fyrir hana. Þessi per- sónueinkenni sýndu sig líka í baráttu hennar við sjúkdóminn sem á end- anum náði henni. Hún leit aldrei á sig sem sjúkling, hún var bara kona með vesen. Hún barðist við þennan sjúk- dóm sinn af einskærri hetjudáð í svo langan tíma, af hógværð og sterkum lífsvilja. Það var ekki alltaf hægt að sjá hversu mikið sjúkdómurinn var búinn að ganga á hana, og þeir sem hana ekki þekktu hefðu ekki getað séð það, hún flíkaði því aldrei. Hún var bara glæsileg pæja sem hafði ein- staklega hlýja nærveru og eftir því var tekið. Hún lifði stórbrotnu lífi. Þegar maður hlustaði á frásagnir hennar, oft á tíðum af sérstakri lífsreynslu hennar og sögur af fólkinu í hennar lífi, sagði ég oft við hana að hún yrði að láta skrifa um það bók en það vildi hún aldrei. „Það hefur enginn áhuga á að lesa neitt um mig, ég er bara venjuleg kona.“ Hún var það auðvitað ekki, en það er ekkert nema dásam- legt að manneskja með margar erf- iðar og sorglegar raunir að baki, búin að berjast við sjúkdóm í fleiri ár, skuli alltaf hafa séð það jákvæða við lífið og haft viljann til að lifa því til fulls. Ég þakka fyrir þá hlýju sem hún hefur skilið eftir í hjarta mínu og kveð þessa stórbrotnu konu með miklum söknuði. Linda Björk. Hún amma Lollý var mjög sterk en var oft mjög veik og nú er hún dáin. Okkur finnst mjög leiðinlegt að missa hana og söknum hennar mikið. Hún var alltaf að gefa okkur fínar gjafir og Ólafía Ásbjarnardóttir (Lollý) Elsku amma Lollý. Hér er eitt fallegt ljóð sem okkur fannst passa við þig! Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Pála Ófeigs- dóttir.) Þín, Birna Katrín og Húni Páll. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, JOHN JESSE DEATON, Hólagötu 3, Njarðvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðlækn- ingadeildar Landspítalans 11G og göngudeildar blóðlækninga. Guð geymi ykkur öll. Þórunn Drífa Deaton, Kristófer Þór Deaton, Alexandra Sól Deaton. ✝ Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU SIGURLAUGAR JÓNSDÓTTUR, Hverfisgötu 31, Siglufirði. Þökkum starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Siglu- fjarðar fyrir einstaka umönnun og vinum og vandamönnum fyrir trygga vináttu. Jóhannes Þórðarson, Soffía Guðbjörg Jóhannesdóttir, Ólafur Kristinn Ólafs, Ólafía M. Guðmundsdóttir, Halldóra Sigurlaug Ólafs, Magnea Jónína Ólafs, Jóhannes Már Jónsson, Kjartan Orri Jónsson, Margrét Finney Jónsdóttir og Eydís Ósk Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.