Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 ✝ Svanfríður Krist-ín Benedikts- dóttir fæddist í Hafn- ardal í Nauteyrarhreppi í Norður-Ísafjarð- arsýslu 6. desember 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 12. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóna Petólína Sigurð- ardóttir saumakona, f. 19. júní 1902, d. 17. apríl 1966, frá Berja- dalsá á Snæfjallaströnd, síðar bú- sett á Ísafirði, og Benedikt Ás- geirsson beykir, f. 10. júlí 1885, d. 30. júlí 1927, frá Galtarhrygg í Reykjarfjarðarhreppi í Norður- Ísafjarðarsýslu. Svanfríður ólst upp í Hnífsdal hjá Ágústu Sig- urborgu Steindórsdóttur, f. 11. september 1889 og Guðjóni G. Magnússyni, f. 29. september 1899. Uppeldisbróðir hennar er Kristinn Benediktsson, f. 5. maí 1939. Bræð- ur Svanfríðar sammæðra voru Kristján Tryggvi, f. 4. október 1929, d. 17. október 2009, Högni, f. 11. desember 1933, d. 20. desem- ber 1974, og Kristján Knútur, f. 19. nóvember 1934, d. 5. apríl 1994. Bræður hennar samfeðra eru Þór- læk, f. 8. júlí 1893, d. 19. júní 1959. Börn þeirra eru 3) Anna Jenný, f. 1952, maki Gylfi Ingólfsson, dóttir þeirra er Berglind Ýr, hún á fjög- ur börn. 4) Ásdís Lára, f. 1953, maki Ólafur Gunnarson, þau skildu, börn þeirra eru Ragnheiður Margrét og Davíð Örn, hann á þrjú börn. 5) Úlfar Garðar, f. 1954, d. 2. ágúst 1987, maki Helga Guð- mundsdóttir, dætur þeirra eru Svana og Heba. 6) Elinborg Jóna, f. 1956, sonur hennar er Rafn Mar- teinsson, hann á eina dóttur. 7) Edda Maggý, f. 1958, maki Þór- arinn Kópsson, börn þeirra eru Benedikt Þorri og Alda Þyri. 8) Aðalheiður Arna, f. 1962, maki Gunnar Vilhjálmsson, þau skildu, börn þeirra eru Vilhjálmur Ari og Rósa Maggý. Svanfríður ólst upp í Hnífsdal, en fluttist til Reykjavíkur þegar hún var rúmlega tvítug. Þar stofn- aði hún heimili og sinnti uppeldi barna sinna, ásamt ýmsum þjón- ustustörfum þegar færi gafst. Hún hóf síðan störf árið 1965 á Slysa- varðstofunni sem þá var til húsa á gömlu Heilsuverndarstöðinni. Hún lauk sjúkraliðnámi árið 1969 og starfaði við það á Borgarspít- alanum í 15 ár. Þá hóf hún störf á Læknavaktinni þar sem hún starf- aði um tíma en vann síðan við símavörslu á Tryggingastofnun ríkisins til starfsloka árið 1992. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Svanfríður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 30. októ- ber, og hefst athöfnin kl. 13. arinn Kristján, f. 20. apríl 1919, d. 21. mars 1991, og Bene- dikt Guðjón, f. 23. ágúst 1927. Sonur Svanfríðar og Jóns Snorra Jón- assonar frá Suður- eyri er 1) Ágúst Jóns- son, f. 1944, maki Birna Geirsdóttir, börn þeirra eru Ein- ar Ólafur, hann á fjögur börn, Guðni Kristján, hann á þrjú börn og Inga Sóley, hún á þrjá syni. Dóttir Svanfríðar og Sveinbjörns Bjarnasonar frá Neðri-Hól í Stað- arsveit er 2) Sigurborg Svein- björnsdóttur, f. 1947, maki Jón Konráð Guðbergsson, synir þeirra eru Rafn Magnús, hann á tvær dætur, Guðberg Konráð, hann á þrjá syni, Svanur Rúnar, hann á þrjá syni og Sveinbjörn Bjarki, hann á tvær dætur. Svanfríður giftist 1954 Rafni Magnússyni, f. 4. september 1931, hann lést af slysförum á páska- dagsmorgun 10. apríl 1966. For- eldrar hans voru Aðalheiður Jenný Lárusdóttir frá Vaðli á Barða- strönd, f. 7. júní 1907, d. 11. júlí 1937, og Magnús Jónsson frá Sela- Elsku mamma okkar. Okkur langar að senda þér þetta brot úr ljóði eftir Sigurbjörn Þorkelsson: Þú varst alltaf svo góð við mig, ég fékk athygli þína óskipta, þú lifðir fyrir mig, þú hlustaðir á mig, talaðir við mig, leiðbeindir mér, lékst við mig, sýndir mér þolinmæði, agaðir mig í kærleika, sagðir mér sögur, fræddir mig og baðst með mér. Þú varst alltaf svo nærgætin og skilningsrík, umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku mamma mín. Guð geymi þig, elsku mamma okkar. Þínar elskandi dætur, Anna Jenný, Ásdís (Addý), Elinborg (Ella), Edda Maggý og Aðalheiður (Heiða). Með þakkir í huga við syngjum þér söng, söngurinn styttir oft vetrarkvöld löng. Í dag ert þú sjötug, svo falleg og fín. Við fegurstu óskirnar berum til þín. (HS) Þetta er brot úr ljóði sem við systkinin fluttum móður okkar 6. desember 1995, en þá varð hún mamma sjötug. Margar minningar vakna er ég nú hugsa til baka um þau ár sem við höfum átt saman en þau eru nokkuð mörg. En nú er komið að leiðarlokum. Ég er henni þakklát fyrir þá ást og umhyggju sem hún veitti okkur. Hún var alltaf sú sem gaf ríflega af sér og skipti þá ekki máli hver átti í hlut. Mamma kunni list nærverunnar. Með sínu fallega brosi og alúðlegu fasi myndaði hún græðandi and- rúmsloft í kringum sig, hvort sem um var að ræða á heimili eða vinnustað sínum, en sú list er ekki öllum gefin. Hún hafði gaman af því að vera í góðra vina hópi, naut sín í faðmi fjölskyldunnar, með öll- um ömmubörnunum sem fengu ást á henni er hún bar í þau góðgæti eins og pönnukökur, draumtertur og fleira. Hún umvafði þau kærleika og bar hag þeirra fyrir brjósti. Þau kölluðu hana „ömmu Long“ og það þótti henni vel við hæfi enda ekki hávaxin kona. Já, hún er farin hún mamma mín sem kunni svo vel til verka og var svo dugleg og kvik. Alltaf boð- in og búin að rétta fram hjálp- arhönd. Hjá henni var allt svo hreint og fallegt eins og hún sjálf var. Hún hló svo undur fallega og dillaði sér við góða tónlist með Presley, söng með Hauki Mort- hens í útvarpinu, já, hún söng og naut þess að fara með texta. Við dáðumst að henni og fannst hún falleg kona. Við vorum stolt af að eiga svona góða og fallega móður. Tengdasynina dekraði hún við, ekkert var of gott fyrir þá enda voru þeir miklir vinir hennar alla tíð. En þetta var áður en lífið varð erfitt og líkaminn þjáður. Það er gott að trúa því að nú líði henni vel, elsku góðu mömmu. Ég veit að hún er nú umvafin friði og kærleika á nýjum stað með ást- vinum sem taka á móti henni fagnandi. Ég kveð hana með stuttu ljóði eftir Sigurbjörn Þorkelsson: Þótt móðir mín mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. Þín Sigurborg Sveinbjörns- dóttir (Sísí). Yndisleg tengdamóðir kvaddi þennan heim 12. október sl. og í huganum fer ég aftur um nokkra áratugi þegar ég ung að árum fór að venja komur mínar í Ásgarð 143 – fyrst til vinkonu minnar Eddu – síðar til Úlla, sem varð eiginmaður minn og ég eignaðist tvo gullmola með – þær Svönu og Hebu. Svana tók mér strax á þann hátt að mér leið eins og ég væri sjöunda dóttirin – alltaf svo blíð og góð við mig og þolinmæðin endalaus. Heimili hennar var vin- um barnanna alltaf opið og geng- um við inn og út eins og við ætt- um heima þarna. Ófá voru kvöldin þar sem við sátum við eldhús- borðið og spiluðum á spil og Svana stóð við eldavélina að malla eitthvert góðgæti ofan í sinn stóra barnahóp og okkur boðinn mat- arbiti líka – þó ekki hafi hún haft mikið á milli handanna þá gaf hún allt sem hún átti. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við Úlli bjuggum hjá Svönu í nokkra mánuði til að brúa bil milli íbúða árið 1982. Þá var Svana mín þriggja ára og ég orðin ófrísk að Hebu. Hún gekk úr sínu herbergi fyrir okkur og gerði allt fyrir okk- ur svo að vistin gæti orðið okkur sem best – þannig var hún af Guði gerð. Svana elskaði að syngja og hlusta á músík og man ég að hjá henni lærði ég texta við lög sem Haukur Morthens, Raggi Bjarna og Frank Sinatra sungu – ef ekki voru óskalög sjómanna í útvarpinu þá var vínylplata sett á fóninn og sungið með. Þegar Úlli minn féll frá árið 1987 tók það mjög á Svönu og hætti hún að syngja í langan tíma og sagði hún mér að hún hefði misst gleðina að syngja en sem betur fer þá kom gleðin aftur með tímanum og hlustaði hún mikið á músík í Sóltúni. Þó að leiðir okkar Úlla hafi skilið þá var hún alltaf yndisleg tengda- mamma mín sem bar hag okkar fyrir brjósti. Þegar ég síðar fór í sambúð með Jóa og við eignuðumst Aron, þá tók hún þeim eins og þeir væru líka hennar, enda kallaði Ar- on hana ávallt ömmu Svönu. Elsku Svana – nú er komið að leiðarlokum. Það er erfitt að kveðja en ég veit að það verður biðröð af einvala fólki sem tekur á móti þér með opinn faðm því fótspor þín hér á jörðu voru svo hrein og tær – Úlli verður þar fremstur í röðinni ásamt pabba sínum. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) „Minning þín er ljósið í lífi okk- ar.“ Elsku Gústi, Sísí, Anna Jenný, Addý, Ella, Edda, Heiða, makar, börn, barnabörn og aðrir aðstand- endur – innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Helga Guðmundsdóttir. Amma Svana var mikil kjarna- kona, sterkur karakter og fagur- keri. Hún bjó yfir einstökum per- sónutöfrum, hafði fágaða framkomu og vakti eftirtekt hvert sem hún fór. Hún lagði sig ávallt fram um að koma vel fyrir og naut sín best með uppsett hárið og skartgripi í stíl við dressið hverju sinni. Ein fyrsta minning mín er silkimjúkar hendur ömmu Svönu heima í Ásgarðinum og ilmurinn af uppáhaldshárlakkinu hennar. Er fram liðu stundir urðu heimsóknir í Ásgarðinn og síðar Espigerði fastur punktur í tilverunni. Þar var oftar en ekki margt um manninn þar sem fjölskyldan safnaðist sam- an og málin voru rædd. Þannig leið henni best, umvafin fólkinu sínu. Ungur hóf ég að taka leið 6 til hennar eftir að skóla lauk á daginn og dvaldi þá hjá henni fram eftir degi. Við amma sátum gjarnan í eldhúsinu hjá henni og ræddum heima og geima. Af nógu var að taka. Hún sagði mér sögur að vest- an, frá erfiðri lífsbaráttu fyrr á öldinni og af afa sem hún saknaði svo mjög. Hún hafði heillandi frá- sagnarstíl og skemmtilegt skop- skyn. Ég áttaði mig snemma á að það var alveg hægt að segja ömmu aulabrandara og sögur á kaldhæð- inn máta. Gráglettin svipbrigði og glampi í augum sýndu mér að hún vissi alveg hvað klukkan sló og ávallt spilaði hún með. Hún kom alla tíð fram við mig sem jafningja og sýndi því áhuga sem dreif á daga mína. Hún hvatti mig áfram í því sem ég var að gera og lagði sig fram um að kalla fram það já- kvæða í hvívetna, horfa fram á við í stað þess að dvelja við fortíðina sem eigi fæst breytt. Hún vildi öll- um vel og allt fyrir alla gera, og var óþreytandi að benda á að á öll- um málum eru tvær hliðar. Hún kveikti hjá mér áhuga á tónlist á unga aldri og plötur með Hauki Morthens og Villa Vill voru mikið spilaðar í Ásgarðinum. Gjarnan söng hún með svo aðdáun vakti. Hún var réttsýn og sáttasemjari, enda kvörtuðu dætur hennar yfir að hún tæki gjarnan upp hanskann fyrir eiginmenn þeirra þegar þær höfðu eitthvað út á þá að setja. Henni verður samt best lýst með orðinu hetja. Í raun er með ólík- indum hvernig hún fór að á sínum tíma, ein með allan krakkaskarann eftir fráfall afa árið 1966, með stórt heimili og í fullri vinnu, vinn- andi aukavaktir til að láta enda ná saman. Aldrei nokkurn tímann heyrði ég hana barma sér eða kvarta yfir hlutskipti sínu. Á milli okkar var órjúfanlegur strengur sem fyllti mig hlýju í hvert sinn er fundum okkar bar saman. Hún kallaði mig gjarnan „strákinn hennar ömmu“, alltaf þótti mér jafn vænt um að heyra þau orð. Það er ómetanlegt að hafa feng- ið að dvelja við rúmstokkinn hjá henni í Sóltúni og fylgja henni síð- asta spölinn þar til hún skildi við. Innanbrjósts finn ég fyrir trega og söknuði en jafnframt gleði og feg- inleika yfir að amma Svana hafi nú loks öðlast langþráða hvíld og sé nú farin til fundar við þá afa og Úlla frænda sem hún elskaði svo mjög. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra :,:veki þig með sól að morgni:,: (Bubbi Morthens) Starfsfólki Sóltúns vil ég færa sérstakar þakkir fyrir faglega umönnun, hlýhug og stuðning við ömmu Svönu og okkur aðstand- endur hennar. Minningin um einstaka kjarna- konu og hetju lifir. Rafn Marteinsson. Elsku amma, amma Svana og amma long, eins og við þekktum þig, elskuðum og virtum. Sú svo- kallaða lífsklukka tifar án afláts og færir okkur óhikað nær því óþekkta og óumflýjanlega. En þar stöndum við nú í dag niðurlút, en samt djúpt snortin af þakklæti. Síðan þú kvaddir okkur hafa flóðgáttir minninga átt hug okkar. Fyrir okkur er ljúft að minnast gestrisni og væntumþykju sem ávallt var gengið að sem vísu hvort sem var í Ásgarði, Espigerði, Ara- hólum eða nú síðustu árin í Sól- túni. Við minnumst með bros á vör þykkra brauðsneiða með smjöri og sultu, skolað niður með ískaldri mjólk í eldhúsinu í Ásgarðinum og ómetanlegra ömmupönnukakn- anna í Espigerði. Þá þótti öllum gaman að heyra sögur af því sem áður var, en þar lagðir þú þig fram við að segja með kímnum hætti frá fyrri tímum, hvert barnsbros kveikti í þér og nýjum pönnsum fylgdu fleiri sögur. Það er erfitt að sjá á eftir þér svo dugmikilli og lífsglaðri ömmu. En þú ert sjálfsagt hvíldinni fegin og kveðjan ljúfsár. Þessi viðskiln- aður verður þér einnig að endur- fundi við farna ferðafélaga, ástvini sem við vitum að þú hefur sárt saknað. Þeir munu nú fagna þér með þeirri hlýju og ást sem við viljum gefa þér hér að veganesti. Við erum lánsöm að hafa átt þig sem ömmu, langömmu og vin í öll þessi ár. Þú reyndist okkur ætíð vel, gafst okkur ráð um lífsins óumflýjanlegu ráðgátur, speki og spé. Þér þótti nú síðast sérstak- lega gaman að langömmubörnun- um þar sem stutt var í glettið bros þegar þau færðu þér hnyttnar at- hugasemdir um íbúa í Sóltúni. Það er með tregablöndnu þakk- læti sem við öll kveðjum þig í dag, elsku amma Svana. Við þökkum þér fyrir allt það sem þú hefur okkur af þér gefið. Megi Guð blessa þig og minningu þína í hjörtum okkar. Kveðja Rafn M. Jónsson og Friðdóra Magnúsdóttir, Guðberg K. Jónsson og Þórunn Birgis- dóttir, Svanur R. Jónsson og Guðný Júlía Gústafsdóttir, S. Bjarki Jónsson og Guðríður Þóra Gísladóttir og barnabarnabörn. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elskuleg amma okkar er farin til pabba og vitum við að hann tek- ur á móti henni með opnum örm- um alveg eins og amma tók ávallt á móti okkur. Það var alltaf gott að koma til ömmu hvort sem var í Ásgarðinn, Espigerðið, Arahólana eða Sóltúnið og tók hún á móti okkur með blíðu brosi og hlýju faðmlagi enda hafði hún einstak- lega notalega nærveru. Flestar minningar eigum við úr Espigerði. Þar var alltaf gaman að vera og margt skemmtilegt sem við gátum dundað okkur við. Með- al þess sem er okkur efst í minn- ingu eru Shirley Temple-myndirn- ar sem við horfðum svo oft á hjá henni en amma hélt mikið upp á hana og hafði gaman af því að deila áhuganum með okkur. Svana fékk að ganga um á hælaskónum hennar og perlurnar voru í miklu uppáhaldi. Við kepptumst um að fá að slá garðinn hennar á sumrin með litlu sláttuvélinni (sem var nú eiginlega ekki vél) og þó svo að garðflöturinn hafi kannski ekki verið stór reyndi það vel á. Hebu fannst alltaf gott að fá heitt slátur og stappaðar kartöflur hjá ömmu þó að Svana hafi ekki verið eins hrifin og seint gleymum við heita súkkulaðinu sem hún bjó svo oft til. Amma var líka flink í hönd- unum og heklaði mikið, líklega Svanfríður Kristín Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.