Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 1
DAGLEGT LÍF BESTU TÍSKUBLOGGIN, LAMEBOOK OG SVAKALEG KVIKMYND Í FRAMLEIÐSLU F Ö S T U D A G U R 3 0. O K T Ó B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 294. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is INNAN fjármálaráðuneytisins eru til skoðunar tillögur um þrepaskipt- an tekjuskatt og hækkun á trygg- ingagjaldi. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að tryggingagjaldið hækki, en á móti verði hætt við áform um að leggja á orku- og auð- lindagjald. ASÍ styður þessa tillögu og hefur jafnframt lýst stuðningi við tillögu um fjölþrepa tekjuskatt. Aðilar vinnumarkaðarins töldu á þriðjudag að þeir hefðu fengið sam- þykki Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra fyrir því að hætt yrði við að leggja á orku- og auð- lindagjöld. Í texta sem þeim var kynntur um kvöldið hafði hins vegar orðalagi verið breytt. Áfram er gert ráð fyrir tekjum af þessum skatti, en allar líkur eru á að upphæðin verði lækkuð. Í fjármálaráðuneytinu benda menn á að hækkun trygginga- gjalds myndi hafa veruleg áhrif á út- gjöld ríkis og sveitarfélaga vegna þess að opinberir aðilar greiða þriðj- ung af öllum launum og þyrftu því að greiða hækkun tryggingagjalds að nokkrum hluta sjálfir. Hugmyndin um hækkun tryggingagjalds gengur út á að fjármagna Atvinnuleysis- tryggingasjóð, en hann er tómur. ASÍ hefur lagt mikla áherslu á að staðið verði við fyrirheit um hækkun skattleysismarka. Þau eru 118 þús- und í dag, en ættu að fara í 130 þús- und ef tekið væri tillit til hækkunar verðlags. ASÍ telur að verði tekin upp fleiri þrep í tekjuskattskerfið sé auðveldara fyrir launafólk að sætta sig við áform stjórnvalda varðandi skattleysismörk. Ríkisstjórnin skoð- ar einnig hækkun á fjármagnstekju- skatti og tekjuskatti fyrirtækja. Skoða hærra trygginga- gjald og þrep í tekjuskatti » Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir hækkun beinna skatta um 37,6 milljarða. » Í frumvarpinu er gerð tillaga um orku- og auð- lindagjöld sem skili 16 milljörðum í ríkissjóð. ALMENN greiðslujöfnun á öllum verðtryggðum húsnæðislánum er nýjasta úrræðið sem ríkisstjórnin hefur kynnt til sögunnar fyrir heimili, einstaklinga og fyrirtæki. Greiðslu- jöfnunin felur í sér að upphæð af- borgunar tekur mið af því sem hún var í janúar 2008 og verður hún tengd greiðslujöfnunarvísitölu í stað neyslu- vísitölu. Til að byrja með lækka afborganir, en þegar fram líða stundir þyngjast þær aftur og hugsanlega verður greiðslubyrðin á endanum þyngri en hún hefði orðið án greiðslujöfnunar. Stofnun um fjármálalæsi við Há- skólann í Reykjavík telur helsta gall- ann við aðgerðirnar að afborganir skuli tengdar þróun launa og atvinnu- stigs. Þannig muni launahækkanir eins hóps hækka lán annarra og launahækkanir framtíðarinnar verði í reynd eyrnamerktar bönkunum. Þegar greiðslugetan aukist með hækkandi launum og auknu vinnu- framboði þyngist greiðslubyrðin. Hætta sé á að það leiði til þess að reynt verði að halda launum niðri. Vilji lántakendur ekki greiðslu- jafna lánin sín þurfa þeir að tilkynna það til lánveitanda síns í síðasta lagi 20. nóvember. Þeir sem ekki þurfa nauðsynlega á greiðslujöfnun að halda ættu því að hugsa sinn gang. Allir fá greiðslujöfnun nema þeir biðji um annað Verða launahækkanir framtíðarinnar eyrnamerktar bönkum?  Dýrara til lengri tíma | 6 ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla vann pressulið fjölmiðlamanna auðveldlega, 38:25, í æfingaleik að viðstöddum um 600 áhorfendum í Laug- ardalshöll í gærkvöldi. Leikurinn var liður í æfingabúðum landsliðsins sem nú standa yfir hér á landi vegna undirbúnings fyrir Evrópumótið í janúar. Alls voru 11 af 15 leikmönnum silfurliðsins í Peking með landsliðinu í gær og var varnarmúrinn lítt árennilegur eins og sjá má. | Íþróttir ÓÁRENNILEGUR SILFURVARNARMÚR Morgunblaðið/Golli  Innköllun aflaheimilda um 5% á ári, sem stjórnvöld hafa í hyggju, setur ís- lenskan sjávar- útveg að miklu leyti í þrot á fáum árum. Við núverandi að- stæður getur greinin hins vegar staðið undir skuldum sínum sem eru 550 milljarðar króna en bók- fært verðmæti aflaheimilda 200 milljarðar kr. Þetta kom fram í máli Þorvarðar Gunnarssonar, lögg. endurskoðanda hjá Deloitte, á aðalfundi LÍÚ í gær. „Fyrning með 50% endurleigu myndi þýða greiðsluþrot félaganna á örfáum árum, þar sem handbært fé yrði fljótlega neikvæð stærð,“ sagði Þorvarður sem telur gjald- þrot í greininni þýða afskriftir hjá bönkum. »14 Segir innköllun aflaheim- ilda þýða fjöldagjaldþrot  Bæjarstjórn Álftaness hyggst leita ásjár eftirlitsnefndar um fjár- mál sveitarfélaga en sveitarfélagið er komið í mikinn rekstrarvanda. Aðkoma sjóðsins, ef samþykkt verður, yrði styrkur eða lán úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Getur ráðuneyti sveitarstjórnarmála þá sett skilyrði um allt að 25% álag á útsvar og fasteignaskatta. Bæjarstjóri Álftnesinga, Pálmi Þór Másson, segir að hagræða þurfi í rekstri en á síður von á því að starfsfólki verði sagt upp. »9 Gæti krafist 25% álags á útsvar og fasteignaskatta Sérblað um Jólahlaðborð fylgir Morgunblaðinu í dag GRÆNN TILBÚINN TIL NOTKUNAR . RAUÐUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR R. HVÍTUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR GULUR TILBÚINN TIL NOTK UNAR lsi 3 - 11 0 R. Breytingar á afborgunum 10 milljóna króna verðtryggt íbúðalán, tekið 1. júlí 2007 með 4,15% vöxtum:  Upphaflegar mánaðarlegar af- borganir af slíku láni voru um 42.700 krónur. Sú upphæð hafði hækkað í 54.800 kr. í byrjun þessa mánaðar, eða um tæpar tólf þúsund krónur.  Fyrsta afborgun eftir greiðslu- jöfnun ætti hins vegar að lækka afborganir töluvert sem yrðu þá 45.600 kr. til að byrja með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.