Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Pils, verð 8.500 kr. Kvarterma bolur 5.500 kr. Úrval af leggings holar@simnet.is holabok.is Milli mjalta og messu Fríkirkjupresturinn hefur umburðarlyndi að leiðarljósi, ung kona er strútabóndi í Suður-Afríku, einn af 24 bestu ljósmyndurum veraldar bregður upp myndum í orðum, rafvirkinn og miðillinn eiga það sameiginlegt að þurfa að kunna tengja og kona sem missti stóran hluta fjölskyldu sinnar í snjólflóði segir frá afleiðingum þess á líf hennar. Magnaðar lífsreynslusögur. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BÆJARSTJÓRN Álftaness sér fram á að sveitarfélagið lendi í veru- legum vanskilum með skuldir sínar á næstunni, ef ekkert verður að gert. Líklega verður því leitað til eftirlits- nefndar um fjármál sveitarfélaga eftir hjálp, en það var samþykkt í bæjarstjórn á miðvikudag. Tvær umræður þarf til að samþykkja slíkt neyðarúrræði og fer seinni umræð- an fram í næstu viku. Pálmi Þór Másson bæjarstjóri gefur ekki upp hversu mikla fjár- veitingu þurfi, en nýlega hefur farið fram mat á fjárreiðum bæjarfélags- ins í samstarfi við endurskoðunar- fyrirtækið KPMG. Hann segir að sveitarfélagið standi enn sem komið er í skilum. Þegar til kemur mun eftirlits- nefndin láta fara fram rannsókn á fjárreiðum og rekstri. Samkvæmt lögum getur hún svo ráðlagt sam- gönguráðuneytinu, sem fer með sveitarstjórnarmál, að veita Álfta- nesi styrk eða lán úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ráðuneytið getur á sama tíma sett skilyrði fyrir láninu, svo sem allt að 25% álag á útsvar og fasteigna- skatta. Það segir Pálmi að yrði alltaf afarkostur, og minnir á að í Bolung- arvík, sem fór þessa leið fyrr á árinu, hafi verið lagt á 10% álag, en ekki 25%. Margt smátt gerir eitt stórt Það sem helst dregur fjárhaginn niður eru hin miklu íþróttamann- virki sem bærinn leigir af einka- reknum félögum, en auk þess hafa erlend lán komið illa niður á fjár- hagnum. Fleira spilar þó inn í. „Við höfum verið að benda á að það gæti ákveðins ójafnaðar við úthlutun úr Jöfnunarsjóði, vegna þess hversu hátt hlutfall barna er hér á Álftanesi. Sjóðurinn miðar ekki við það við út- hlutun. Við höfum látið útbúa skýrslu sem sýnir að kostnaður sem verður til út af því er að verða ansi þungur baggi á sveitarfélaginu. Það má færa fyrir því rök að ef rétt væri gefið í þessum málum, frá árinu 2002, værum við ekki í þessum rekstrarvanda í dag,“ segir Pálmi. Á ekki von á fjöldauppsögnum Ekki liggur fyrir hvernig á að hagræða frekar í rekstrinum. „Það þarf að skoða allar útfærslur,“ segir hann, aðspurður hvort fjöldaupp- sagnir séu á döfinni hjá bænum. „En það má líka segja á móti að það er eiginlega einn maður í hverju rúmi hjá okkur fyrir utan hinar hefð- bundnu stofnanir eins og skóla og leikskóla. Ég á nú síður von á upp- sögnum að neinu marki.“ Hann ítrekar líka að í stað þess að fólki verði sagt upp störfum verði starfs- hlutfall minnkað, ef til þess kemur. Ekki verði ráðið í stöður sem losna. Ákvörðunin er þungbær en er tek- in að vandlega athuguðu máli og með hagsmuni Álftnesinga að leið- arljósi, að sögn Pálma. Álftanes þarf hjálp  Veruleg vanskil framundan ef ekkert verður að gert  Leita brátt til eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun Álftaness kemur fram að eigið fé sveitar- félagsins er áætlað neikvætt í lok ársins um 384 milljónir. Langtímaskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 2,8 milljarðar og eru skammtímaskuldir áætlaðar 1,2 milljarðar. Skuldir og skuldbindingar eru því áætlaðar 4,2 milljarðar. Skuldbindingar og ábyrgðir utan efnahags eru áætlaðar 2,5 milljarðar, sem er að stærstum hluta leiguskuldbinding við eignarhalds- félagið Fasteign. „Stefnt er að því að lausafjárvandi sveitarfélagsins verði leystur með skammtímaskuldum,“ segir í greinargerð bæjarstjóra með áætluninni. Rekstrarniðurstaða á árinu, eftir fjármagnsliði, er áætluð 258 milljónir og er veltufé frá rekstri áætlað neikvætt um 330 milljónir. Slæm fjárhagsstaða Morgunblaðið/Heiddi Öldulaug og rennibraut Glæsileg íþróttamannvirki Álftaness eru meðal þeirra fjárfestinga sem hafa hvað verst áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Það leigir mannvirkin af eignarhaldsfélagi og leigan er bundin við erlenda mynt. Aðeins tvö sveitarfélög hafa áður leitað til eftirlitsnefndar um fjár- mál sveitarfélaga. Það er neyð- arúrræði, enda nefndin nokkurs konar Alþjóðagjaldeyrissjóður sveitarfélaganna. Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR sneri í gær við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Vilhjálms Bjarna- sonar gegn fyrr- verandi banka- stjórn Glitnis. Héraðsdómur hafði dæmt stjórn- ina til að greiða Vil- hjálmi 1,9 milljónir króna í bætur þar sem stjórnin hefði hvorki gætt hagsmuna bankans né hluthafa þegar hún gekk frá kaupum á hlutum Bjarna Ármannssonar, fyrr- verandi bankastjóra, á yfirverði. Hæstiréttur taldi þá samningsgerð hins vegar rúmast innan heimilda sem hluthafafundur veitti stjórninni og sýknaði því stjórnarmenn. Vilhjálmur segir dóm Hæstaréttar skelfileg skilaboð. Með honum sé staðfest að stjórnir félaga megi mis- muna hluthöfum líkt og þá lystir og þurfi jafnframt ekki að gæta ráðdeild- ar í rekstri. Í samræmi við samþykkt Vilhjálmur byggði bótakröfu sína á því, að honum hefði ekki verið gefinn kostur á að selja bankanum hlutabréf sín á genginu 29, eins og Bjarni fékk, þegar meðalgengi þeirra í viðskiptum í kauphöll var 26,66. Stjórnarmenn héldu því hins vegar fram að ákvörðun stjórnarinnar um hlutabréfakaupin hefði verið í sam- ræmi við samþykkt hluthafafundar Glitnis frá febrúar 2007. Á það féllst Hæstiréttur. Rétturinn leit m.a. til þess að í 55. gr. hlutafélagalaga er hlutafélagi heimilað að eignast með kaupum eig- in hluti, sem megi þó ekki vera fleiri en sem svarar 10% af hlutafé þess. Til þess þurfi þó heimild hluthafafundar, sem aðeins megi veita tímabundið. Sú heimild lá fyrir þegar bréf Bjarna voru keypt. Í ákvæðinu felst að hluthafafundur getur að lögum heimilað stjórn að taka ákvörðun um að félag greiði í kaupum á eigin hlutum hærra eða lægra verð en nemur markaðsverði hverju sinni. Það ákvæði felur í sér frávik á 76. grein sömu laga en í henni segir að stjórn hlutafélags sé óheimilt að gera ráðstafanir, sem bersýnilega eru fallnar til að afla ákveðnum hlut- höfum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félags- ins. „Með því að 55. gr. laganna setur hlutafélagi jafnframt þær skorður að eigin hlutir þess megi ekki fara fram úr 10% af hlutafénu er og ljóst að stjórn þess hvorki getur boðið né ber að bjóða öllum hluthöfum að ganga til slíkra kaupa með sömu kjörum,“ seg- ir í dómi Hæstaréttar. Höfðu heimild til að mismuna hluthöfum Máttu greiða yfirverð fyrir bréf Bjarna Morgunblaðið/Árni Sæberg Glitnir Hæstiréttur féllst á rök fyrr- verandi stjórnarmanna Glitnis. Í HNOTSKURN »Á aðalfundi Glitnis 20.febrúar 2007 var sam- þykkt að veita stjórninni heim- ild til að kaupa eigin hluti í fé- laginu eða taka þá að veði. Heimild stóð í 18 mánuði. »30. apríl 2007 lét BjarniÁrmannsson af starfi for- stjóra félagsins með því að gera samning um starfslok við nýkjörna stjórn. Vilhjálmur Bjarnason Gunnar Flóvenz, fyrr- verandi framkvæmda- stjóri síldarútvegs- nefndar, er látinn, tæp- lega 85 ára að aldri. Gunnar fæddist á Siglufirði 13. nóv- ember 1924, sonur hjónanna Jakobínu Flóvenz og Steinþórs Hallgrímssonar kaup- manns. Hann lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands vorið 1946 og að því loknu vann hann sem fulltrúi hjá síldarútvegsnefnd á Siglu- firði. Gunnar nam hagfræði við Ham- borgarháskóla veturinn 1949-1950 og aftur árið 1959 í boði háskólans. Hann tók við forstöðu nýrrar skrif- stofu síldarútvegsnefndar í Reykja- vík árið 1950 og var framkvæmda- stjóri nefndarinnar 1959-1990. Eftir það varð hann starfandi formaður hennar til 1998. Gunnar átti sæti í fjölda samninganefnda við erlend ríki á vegum íslenskra stjórnvalda. Hann hafði frumkvæði að og umsjón með ritun síldarsögu Íslands, Silf- ur hafsins – gull Íslands, útgefin 2007. Gunnar var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 1983 og stórriddara- krossi árið 1989. Hann var sæmdur riddarakrossi finnsku Ljónsorðunnar 1977 og kommandörkrossi finnsku Hvítu rósarinnar árið 1982. Gunnar kvæntist 7. október 1950 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Ólafsdóttur listdanskennara. Þau eignuðust fjögur börn. Andlát Gunnar Flóvenz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.