Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 39
Menning 39FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 „Þú ferð sko ekki þarna inn nema þú sért komin yfir fertugt og fráskilin“ 44 » Í GERÐUBERGI verður á morgun, laugar- dag, boðað til Ritþings með Kristínu Marju Baldursdóttur rithöfundi og stendur það frá kl. 13.30 til 16.00. Halldór Guðmundsson stýrir þinginu en spyrlar verða Ármann Jakobsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Silja Aðalsteins- dóttir les úr verkum Kristínar Marju og verða Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Stein- unn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari með tón- listaratriði. „Þetta er kannski ekkert sérstakt tilhlökk- unarefni fyrir konu sem hefur aldrei verið fús til að ræða einakalífið,“ segir Kristín Marja. „Ég hef samt staðið á öndinni yfir dugnaði kvennanna sem vinna í Gerðubergi. Hvaðan fá þær þessa orku?“ spyr Kristín Marja og getur ekki annað en hrifist með. „Ég næstum hlakka til Ritþingsins, því það er svo gaman og gef- andi að vera nálægt þeim,“ segir hún. En þegar á hólminn er komið verður kast- ljósið á Kristínu Marju. „Mér finnst eins og spænski rannsókn- arrétturinn bíði. Þetta er eiginlega verra en að fara í munnlegt próf, því þá getur maður und- irbúið sig fyrir ákveðið efni. Það hefur verið heilmikil vinna að undirbúa sig, lesa gamla pappíra – og horfast í augu við sjálfa sig,“ segir hún og hlær. „Fyrst þegar ég var beðin að taka þátt í Ritþingi ýtti ég því frá mér og fannst að þetta gæti ég aldrei gert. En svo fór þetta svona. Spyrlarnir eru með afbrigðum vel gefnir. Maður á að passa sig á svona skörpu fólki, það kemur alltaf aftan að manni og getur ekki stillt sig um að koma með erfiðar spurningar. En það er líka gott að ég segi sjálf frá sumu varðandi verkin.“ Að Ritþingi loknu, klukkan 16.00, verður opnuð í Gerðubergi sýningin Óreiðan – Sögu- heimur Karitasar og er Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sýningarstjóri. Hún setur á svið senur úr lífi Karitastar, söguhetju tveggja síðustu skáldsagna Kristínar Marju. efi@mbl.is Segi sjálf frá sumu Ritþing Kristínar Marju Baldursdóttur á morgun Morgunblaðið/Einar Falur Höfundurinn „Spyrlarnir eru með afbrigðum vel gefnir,“ segir Kristín Marja. Teiknimyndahetj- an Ástríkur og fé- lagar hans Stein- ríkur, Sjóðríkur, Óðríkur og allir hinir herja á Par- ísarborg þessa dagana. Hálfri öld eftir að Gallarnir hugprúðu birtust fyrst á síðum Pil- ote-tímaritsins, í sögu þeirra Alberts Uderzos og Rén- es Goscinnys, hylla Frakkar vinsæl- ustu teiknimyndahetjur þjóðarinnar með sýningum, sjónvarpsþáttum, bókum og blaðagreinum. Í vikunni var opnuð í Musée de Cluny í París sýning á frumteikn- ingum og handritum að sögunum og hafa gestir staðið í röðum til að sjá gersemarnar, í sömu húsakynnum og fjöldi dýrgripa fyrri alda er varð- veittur. Anne dóttir Goscinnys sagði við blaðamann The Guardian að sýn- ingin endurspeglaði hina fulkomnu samvinnu þeirra Uderzos. „Þetta er í fyrsta skipti sem fólk getur skoðað þessi verk. Faðir minn og Albert voru mjög ólíkir menn en fallegustu hlut- irnir verða oft til við samruna ólík- ustu efnanna.“ Í tilefni afmælis Ástríks verða risa- vaxnir bautasteinar, eins og þeir sem Steinríkur heldur iðulega á, settir upp á átta stöðum í París. Síðan Ástríkur birtist fyrst á prenti í október árið 1959 hafa selst 325 milljón eintök af sögunum og hafa þær verið þýddar á 107 tungumál. Ástríkur hylltur Ástríkur á nýju frönsku frímerki. Haldið upp á fimmtugsafmæli FYRSTA skáld- saga Huldars Breiðfjörð, ferða- sagan Góðir Ís- lendingar, kom út árið 1998, og var tilnefnd til Ís- lensku bók- mennta- verðlaunanna. Nú ellefu árum síðar er hún að koma út í Danmörku undir titlinum „Kære landsmænd! – en Is- landsk road-story.“ Forlagið Torgard gefur út og mun Huldar vera á leið til Danmerkur að vera viðstaddur út- gáfuhátíð bókarinnar. Góðir Íslendingar hefur einnig ver- ið seld til Þýskalands en þar mun Aufbau Verlag gefa hana út í vor. Von er á nýrri bók frá Huldari á næstu dögum, Færeyskur dansur, og mun það vera óvenjuleg ferðasaga. Bók Huld- ars í útrás Huldar Breiðfjörð PERLUR sunnlenskrar tón- listar nefnast tónleikar þriggja Sunnlenskra karlakóra er haldnir verða í íþróttahúsi Sól- vallaskóla á Selfossi á morgun, laugardag, klukkan 16. Fram koma Karlakór Rang- æinga, Karlakór Selfoss og Karlakór Hreppamanna en þeir hafa allir starfað um langt árabil. Samstarf kóranna byggist á langri reynslu og hafa þeir áður haldið samein- aðar söngskemmtanir en nú er í fyrsta sinn lagt upp með að flytja eingöngu verk sem tengjast Suðurlandi. Kórarnir syngja hver með sínu lagi og einnig nokkur lög sameiginlega. Tónlist Karlakóramót á Selfossi Karlakór Selfoss er einn kóranna ÚR GULLKISTU sellósins er yfirskrift tónleika í röðinni Klassík í hádeginu í menning- armiðstöðinni Gerðubergi í dag klukkan 12.15. Margrét Árnadóttir selló- leikari og Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari og listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar munu flytja verk eftir Mendels- sohn og Beethoven; ljóð án orða, sónötu, rómönsu og til- brigði við stef. Tónleikarnir eru 35 mínútur án hlés og er fylgt úr hlaði með kynningum tónlistarfólksins. Ókeyp- is aðgangur er á tónleikana og verða þeir end- urteknir á sunnudaginn kl. 13.15. Tónlist Litið í gullkistu sellósins Margrét Árna- dóttir sellóleikari VALGERÐUR Guðlaugs- dóttir myndlistarkona opnar á morgun, laugardag, klukkan 16 sýningu í Suðsuðvestur, sem er við Hafnargötu 22 í Keflavík. Sýninguna kallar hún Vulvu. Verkin eru unnin á þessu ári en í þeim veltir Valgerður kvenímyndinni fyrir sér á ýmsa vegu. Myndir af Playboy-fyrirsætum, tilfinningaskæruliðar og kona með einhyrningshorn koma fyrir, ásamt því að fylgst er með ævintýrum prjónadúkkukonu. Sýningin er opin frá klukkan 14-17 um helgar eða eftir samkomulagi í síma 662 8785. Myndlist Valgerður sýnir í Suðsuðvestur Hluti af einu verka Valgerðar Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is SINDRI silfurfiskur syndir af stað í Kúlunni, barnaleik- húsi Þjóðleikhússins klukkan 13.30 á morgun, laugardag, þegar samnefnt leikrit eftir Áslaugu Jónsdóttur verður frumsýnt. Sagan um Sindra silfurfisk er hugljúft ævintýri fyrir börn frá þriggja ára aldri og upp úr. Sindri á sér þann draum að verða gullfiskur og á leið sinni um hafdjúpin hittir hann skrýtin og skrautleg sjávardýr, sum hver býsna hættuleg. Sjávardýrin í sýningunni eru að uppistöðu úr sýning- unni Krukkuborg, sem Þórhallur Sigurðsson leikstýrði í Þjóðleikhúsinu árið 1978. Una Collins teiknaði sjáv- ardýrin og skapaði þau ásamt formlistamönnum leikhúss- ins á þeim tíma. Fyrir skömmu komu sjávardýrabrúðurnar í ljós í geymslum Þjóðleikhússins. Þórhallur vildi gefa þeim nýtt líf, sýndi Áslaugu brúðurnar og hún réðst í að skrifa þetta nýja verk. „Já, hann sýndi mér þessar brúður sem eru enn svo sprækar; hann kynnti mig fyrir töfrum þeirra og lét nokkra fiska synda yfir sviðið í réttum ljósum,“ segir Ás- laug sem hreifst af því sem hún sá. „Ég ljósmyndaði fiskana og horfði á þá, reyndi að sjá út hver „persónuleiki“ þeirra væri.“ „Teikna mig inn í annan heim“ Stefán Jörgen Ágústsson brúðugerðarmeistari bjó svo til nýjar persónur, eins og Sindra, kolkrabba, hval og há- karl. „Þessir stóru gömlu fiskar eru mjög fallegir en Sindri hinsvegar einfaldur að lit og lögun, og hann fær að heyra það,“ segir Áslaug. „Sindri er að upplagi glaður og kátur og hans mesta yndi að synda hring eftir hring, en hann fær að heyra að hann sé ekki nógu fínn eða spenn- andi. Þeir segja að hann hljóti að vera misheppnaður gull- fiskur, þannig að hann þarf að komast að því hvort hann geti orðið svo glæsilegur. „Sindri kemst að raun um hver hann er – hann þarf að standa á sínu og uppgötvar að það er ekki sem verst að vera eins og hann er.“ Elva Ósk Ólafsdóttir leikur í sýningunni, þrír brúðu- stjórnendur stjórna sjávardýrunum og ljá tólf leikarar þeim raddir sínar. Áslaug er ekki nýliði í leikhúsinu því hún vann áður leikgerð upp úr sögu sinni Gott kvöld. Hún segir að vissu- lega séu þetta ólík form, að semja leikverk eða skrifa og teikna barnabók. „Um leið eru ákveðnir þættir nokkuð líkir, því í mynda- bókunum er ég að raða karakterum á einskonar svið. Teikna mig inn í annan heim. En í leikhúsinu er svo mikil samvinna, þar geri ég ekk- ert ein heldur kem með hugmyndir sem aðrir útfæra. Það er svo frábært fólk í sýningunni – fólkið bak við tjöldin.“ Silfurfiskur í leit að gulli  Barnaleikritið Sindri silfurfiskur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag  „Sindri þarf að standa á sínu,“ segir höfundurinn, Áslaug Jónsdóttir Stefnumót Sindri silfurfiskur hittir litfagra en fjarskylda ættingja í hafdjúpunum. Áslaug Jónsdóttir er höf- undur barnaleikritsins Sindri silfurfiskur. Hún starfar sem myndskreytir, barnabókahöf- undur, myndlistarmaður og grafískur hönnuður. Áslaug hefur átt myndir og texta í fjölda barnabóka frá árinu 1990. Meðal bóka henn- ar eru Stjörnusiglingin, Eggið og Sex ævintýri. Hún fékk Dimmalimm-verðlaunin tvö ár í röð, fyrir Nei! sagði litla skrímslið og Gott kvöld. Fyrir síðastnefndu bókina hlaut hún jafnframt Barna- bókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur. Fjölhæfur barnabókahöfundur og myndskreytir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.