Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 ✝ Rögnvaldur Þor-steinsson fæddist 12. mars 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 18. október 2009. Hann er sonur hjónanna Þorsteins Sigurðssonar, f. 14.5. 1895, d. 25.10. 1962, og Ingibjargar Kon- ráðsdóttur, f. 14.5. 1905, d. 1.3. 1999. Rögnvaldur ólst upp á Sauðárkróki ásamt sjö systkinum sínum. Systurnar Gréta og Erla lifa bróður sinn. Rögnvaldur kvæntist 31. desem- ber 1958 Halldóru, f. 18. júlí 1940, dóttur Engilberts Guðjónssonar, f. 17.2. 1918, d. 26.6. 2002, og Evu Laufeyjar Eyþórsdóttur, f. 27.2. 1918, d. 9.9. 1957. Börn Rögnvaldar og Halldóru eru: 1) Eva Laufey, f. 9.10. 1958, d. 26.5. 1989, gift Baldvini Valdemarssyni. Þau bjuggu á Akureyri og eignuðust tvo drengi. 2) Hallgrímur Þor- steinn, f. 23.10. 1961, kvæntur Sigurrós Sigurjónsdóttur, þau eru búsett á Innra- Hólmi og eiga fjögur börn og þrjú barna- börn. 3) Ómar, f. 5.10. 1969, kvæntur Elínu Rögnu Þorsteins- dóttir, þau eru búsett í Garðabæ og eiga tvo syni. Sonur Rögnvaldar og Hrefnu Haraldsdóttur er Haraldur, f. 12.5. 1955. Kona hans er Katrín Guð- mundsdóttir. Þau búa á Dalvík. Út- för Rögnvaldar fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 30. október, og hefst athöfnin kl. 14. Ástkær faðir minn Rögnvaldur Þorsteinsson andaðist sunnudaginn 18. október síðastliðinn. Mér er minnisstætt hvað hann var natinn við mig sem ungan dreng. Hvort það var að lesa fyrir mig, laga hjólið eða að kenna mér að veiða. Allt var þetta gert óumbeðið og með bros á vör. Einnig mun ég aldrei gleyma því hvað hann gerði fyrir mig þegar ég var erlendis að vinna og Máni Steinn sonur minn lenti á spítala eða var veikur heima. Þá var það afi sem tók sér frí frá vinnu til að aðstoða El- ínu með Mánalinginn sinn. Ernir Valdi yngri sonur minn var svo hepp- inn að hafa afa sem dagpabba áður en hann komst á leikskóla. Það var oft glatt á hjalla hjá þeim vinum þegar afi mætti með ömmukleinur og annað góðgæti og þeir kúrðu sig saman yfir teiknimyndum. Við vorum öll lánsöm að eiga afa Valda. Það eiga margir eftir að sakna orðanna „einu sinni var pabbi (afi) á báta“. Eða þegar afi var að lauma pening í lófa. Alltaf var umhyggju- semin í fyrirrúmi gagnvart afabörn- unum. Hann hafði ótrúlegt lag á því að fá barnabörnin til þess að syngja með sér í símann, og að heyra börnin syngja hástöfum „Búddi fór í bæinn og Búddi fór í búð“ var mikil skemmtun. Pabbi elskaði að stunda stangveið- ar, minnisstæðar eru ferðirnar þar sem farið var norður á Skaga að renna fyrir silung. Árið 2003 urðu straumhvörf í lífi pabba þegar hann hætti að vinna sökum aldurs. Fór hann þá að kenna sér meins, og var greindur með krabbamein. Við tók sex ára barátta við meinið sem endaði sunnudaginn 18. október. Þér mun ég aldrei gleyma elsku pabbi minn. Ómar Rögnvaldsson. Kæinn kyssti kinnunginn á Bogg- unni, hún opnaði ginið, bílarnir streymdu út, landgangurinn sveiflað- ist og small á sinn stað. Þetta gerðist á svipstundu og allt í einu var maður á bryggjunni með kærustunni sem var nýbúin að segja uppörvandi „þetta verður allt í lagi“. Eins og dæmdur stóð táningurinn fyrir fram- an tilvonandi tengdaforeldra. Hún virtist svolítið hlédræg, hann hressi- legur og fyrstu orðin á hreinni ís- lensku og ekki hafandi eftir í minn- ingargein. Öll feimni hvarf á svipstundu. Þarna varð til upphaf meira en þrjátíu ára vináttu. Við átt- um eftir að eiga margar stundir sam- an, fjörugar sögustundir, rífast mik- ið, að sjálfsögðu aðeins um pólitík, hlæja saman og líka syrgja saman. Við Valdi tengdapabbi náðum fljótt vel saman. Hann virtist á stund- um hafa hrjúft yfirborð en undir því var listamannssál. Hann var tónelsk- ur, opinn, hrifnæmur og mikill húm- oristi. Hann var líka einstaklega barngóður. Það er svo margt sem ég vil þakka Valda fyrir. Hann tók mér vel frá fyrstu stundu og lét sér alla tíð annt um mína hagi. En líka, í bland við mátulega stríðni, þá var hann bara nokkuð þolinnmóður og iðinn við til- raunir sínar að þynna þetta, að hon- um fannst, fullsterka íhaldsblóð í stráknum. Það er í lagi að upplýsa það núna að hann hafði miklu meiri áhrif á lífsviðhorf mín en ég þorði nokkurn tíma að viðurkenna fyrir honum. Árið 1979, á fallegum júnídegi í Akraneskirkju, gaf hann mér hönd Eyju. Dagurinn, veislan á Esjubraut- inni og allir vinirnir eru bjartar minningar. Fyrsti afastrákurinn fæddist svo á Skaganum síðar sama ár. En alltof fljótt hlóðust upp óveð- ursský. Við áttum og misstum. Hann einkadóttur, ég eiginkonu. Á hann var lagt að upplifa þá mestu raun sem nokkur faðir þarf að þola. Í sorg- inni urðu vinabönd okkar feðganna og Valda enn sterkari. Í afahlutverkinu naut hann sín í botn. Synir mínir og afi þeirra voru miklir vinir. Stundum hringdi síminn og annar hvor þeirra svaraði. Eftir smástund var sungið hástöfum „þá kom löggumann og hirti hann og stakk onum í rassvassann“ … nokk- ur orð og svo „bless afi“. Þessar minningaperlur, ekki síður þær þeg- ar strákarnir hittu afa sinn, og að fá að vera áhorfandi að uppátækjum þeirra þriggja, er ómetanlegur fjár- sjóður. Afahjarta Valda var stórt. Þar var líka rúm fyrir börn sem ekki voru hans eigin barnabörn. Yngstu dætur mínar tvær fengu að njóta þess. Þær fengu líka að eiga afa og ömmu á Akranesi. Fyrir þeirra hönd vil ég þakka honum afahlutverkið sem hann tók að sér og gaf þeim. Síðustu árin voru Valda erfið. Þrátt fyrir að alltaf væri stutt í húm- orinn og lítið vildi hann ræða um veikindi sín þá skynjaði maður að þau voru alvarleg og legðust þungt á hann. Þá kom líka í ljós úr hvaða efni kletturinn Dóra Engilberts er búin til. Kæra Dóra og tengdafjölskylda, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Rögnvaldar Þorsteinssonar. Baldvin Valdemarsson. Hugurinn reikar, minningar um Valda tengdapabba birtast ein af annarri. Þær kalla fram gleði og sorg. Gleði yfir öllu því fallega og skemmtilega sem einkenndi þennan sterka mann sem nú er fallinn frá, alltof snemma. Sorg yfir ranglæti lífsins, þau hjónin hefðu átt að fá að njóta ævikvöldsins. Leiðir okkar Ómars, sonar Valda, lágu saman árið 1988. Ári seinna lést Eva Laufey, dóttir Valda og Dóru, missir þeirra var mikill, það á enginn að lifa börnin sín, sagði Valdi, sorg hans var óendanleg. Þar sá ég í fyrsta og eina sinn Valda bugaðan af van- mætti gagnvart æðri máttarvöldum og ranglæti lífsins. Valdi var stoltur af strákunum sín- um, þeim Haraldi, Hallgrími og Óm- ari, alltaf sérstakt blik í augum hans þegar hann ræddi þá, hann elskaði þá alla heitt. Sjúkdómar spyrja ekki um stað og stund, né fara í manngreinarálit. Valdi var hraustmenni, gjarnan kall- aður Valdi sterki. Það tók 6 ár fyrir meinið að sigra. Það var erfitt að upplifa og horfa á lífið fjara út og þrekið þverra með tímanum, að missa getu til verka sem okkur finn- ast svo sjálfsögð. Æðruleysi ein- kenndi Valda í gegnum veikindin, hann lét hverjum degi nægja sína þjáningu og oft bar hugurinn hann hálfa leið. T.d. fór hann með okkur í berjamó nú í september þrátt fyrir að líkaminn væri orðinn þreyttur og sjúkur. Valdi var náttúrubarn; að veiða og vera úti í náttúrunni. Skagafjörður- inn var hans uppáhaldsstaður, þar voru ræturnar. Valdi kunni þá list að segja sögur, sú list er mikill þjóðararfur og eitt einkenni okkur Íslendinga. Í sögum hans var húmor aldrei langt undan, hlátur hans, innilegur og smitandi. Sögunum deildi hann með samferða- mönnum sínum. Valdi hafði þann einstaka hæfi- leika að skilja börn. Hann las í þarfir þeirra, væntingar og persónuleika og bar umfram allt ótakmarkaða virð- ingu fyrir þeim. Að sjá hann líta á ungviðin í fyrsta sinn, augu hans ljómuðu, þau voru kraftaverk í hans augum, hann elskaði þau skilyrðis- laust. Viðkvæmni hans kom þá í ljós, tárin runnu úr augunum og hann muldraði falleg orð þeim til heiðurs. Valdi vissi þegar þau voru lasin, svöng eða bara þegar þeim leiddist. Það tók mikið á Valda ef eitthvað var að varðandi börn eða þá sem áttu bágt. Aðdáun mína átti hann vegna þessa. Á erfiðum tímum í lífi mínu átti ég Valda að, alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Hann sinnti dag- pabbahlutverki sínu vel með Erni Valda, ég brosti oft í laumi að bleium stráksa þegar afi hafði skipt á hon- um, bleian öfug, festingar skakkar, samfellan utan yfir sokkabuxur; skipti engu, báðir voru sælir og glað- ir. Þau hjónin fóru margar ferðir til Benidorm. Fyrir þremur árum fór ég með þeim hjónum ásamt sonum okk- ar Ómars, mér hafði liðið illa um tals- verðan tíma, fór þreytt og guggin en kom heim í andstæðri mynd. Ég á margar ljúfar minningar þaðan, sé fyrir mér þau hjónin spila kasínu og dansa saman. Það sást langar leiðir hve ástin, virðingin og vináttan var þeim mikils virði. Ég kveð ástkæran tengdaföður með trega en jafnframt létti yfir að þjáningum hans sé lokið. Elín Ragna Þorsteinsdóttir. Eitt sinn þegar ég var unglingur og afi var hjá okkur fyrir norðan bauð ég hóp af vinum mínum í heim- sókn. Það var ekki vegna þess að mér leiddist þegar afi minn var í heim- sókn að ég bauð þeim heim. Ástæðan fyrir þessari hópheimsókn tánings- vina minna var sú að ég vildi sýna þeim hversu heppinn ég var að eiga Rögnvald Þorsteinsson fyrir afa. Í stuttu máli var ég að monta mig af afa mínum. Afi minn hefði ekki getað leyst hlutverk sitt betur. Hann var ekki bara afi minn heldur var hann vinur minn líka. Við vorum jafningjar frá því ég man eftir mér og hann hafði endalausan áhuga á því að bralla eitt- hvað með okkur barnabörnunum. Hann var drepfyndinn, uppátækja- samur og stóð alltaf með manni. Við gátum talað saman um allt og hann átti margar óborganlegar sögur. Ég á ótalmargar minningar þar sem við afi erum að gera eitthvað. Oft eitthvað sem amma mátti ekki vita, eins og að prófa að stýra bílnum þeirra eða kaupa nammi. Hann fór með mig og bróður minn í ótal veiði- ferðir, marga ísbíltúra og oft í sveit- ina. Ef við vorum ekki á bryggjunni að skoða bátana eða að spranga vor- um við í útilegu eða að tína ánamaðka fyrir næstu veiðiferð. Hann gerði leikfangabáta handa okkur bræðrun- um til að prófa úti á tjörn og hringdi margoft í okkur bara til að syngja nokkur lög með okkur í símann. Oft þegar hann var spurður hvað við hefðum verið að gera svaraði hann: „Við vinirnir vorum að …“ sem er einmitt það sem við vorum. Við vor- um vinir. Ég á eftir að sakna vinar míns mik- ið. Takk fyrir að vera sá afi sem þú varst mér. Hvíldu í friði, elsku afi, minn, ég sé þig seinna. Valdimar Baldvinsson. Farðu í friði afi minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Mig langar til að minnast afa míns og þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og fjölskylduna. Fyrst og fremst vil ég þakka þér fyr- ir allt sem þú kenndir mér. Ég mun sakna þín rosalega mikið en aftur á móti veit ég að þú ert á betri stað núna. Ég mun sakna þess hvað þú varst fyndinn og líka bara hvað þú varst góður við mig alltaf. Aldrei mun ég gleyma þessari setningu einni og sér „einu sinni var afi á báta“, ha, ha, þetta var yndislegt. Og allt sem við gerðum saman. Ég man til dæmis eftir því þegar þú kenndir mér að hnýta flugu og veiðihnút. Ég man líka þegar við tveir vorum uppi í sófa langt fram á nætur að horfa á box eða hvað sem er. Ég gat sagt þér allt og alltaf hafðir þú svör við öllu. Ég get sagt það að þú ert ein af bestu mann- eskjum sem ég hef á ævi minni kynnst. Þú gerðir mig klárlega að betri manni og kenndir mér margt sem ég mun aldrei gleyma. Ég mun sakna þín, elsku afi minn, og guð geymi þig. Máni Steinn Ómarsson. Elsku afi minn. Ég verð að byrja á því að segja hversu mikill höfðingi þú varst. Minning mín um þig er sú að þú varst svo góður við alla, svo frábær afi, það var alltaf svo gaman að koma til þín og hlusta á þig, þú varst alltaf svo hress og „syngjandi glaður“ í bók- staflegri merkingu. Ég man eftir því hvað mér fannst gaman þegar þú kenndir mér lagið „þegar amma var ung, þá dró hún augað í pung“, „og þegar afi kom heim þá var rosalegt geim“, já, oftar en ekki var sko geim og gleði í kring- um þig. Svo var ekki hægt að syngja af- mælissönginn án þín því að þú varst sá sem gerðir hann að afmælissöng en ekki einhverju muldri, svo má ekki gleyma „Hamraborginni“ en þú tókst byrjunina ansi oft. Þú hafðir alltaf svo gaman af tónlist og sérstak- lega söng og man ég eftir því að þú komst svo oft með tillöguna: „Eigum við að syngja?“ Einnig hafðir þú mik- inn áhuga á því þegar ég var að æfa á píanó, þá komstu alltaf og baðst mig að spila fyrir þig. Áður en þú varðst svona veikur ferðuðust þið amma svo mikið og þið leyfðuð okkur systrunum oft að koma með ykkur. Það eru svo ótalmargar góðar minningar sem maður býr að eftir það, eins og þegar þið amma átt- uð bústað í Ölveri, þá smíðaðir þú alltaf svona litla báta úr trékubbum og skarst brúsa til að nota sem segl og svo lékum við okkur með þá í vatn- inu. Svo gleymi ég aldrei þeirri upp- lifun þegar þið amma buðuð okkur Halldóru með í ferðalag og sögðuð að við værum að fara í sumarbústað. Svo áttum við að hitta ykkur heima hjá Ómari og Elínu, og þegar við vor- um komnar þangað fengum við að vita að við værum að fara að fljúga til Spánar eftir örfáa klukkutíma. Já, það var svo margt sem var draumi líkast í kringum þig, of gott til að vera satt er lýsing sem á svo vel við þig. Mér þykir svo vænt um mynd þar sem við Halldóra höldum á rósum sem þú færðir okkur á konudaginn þegar við vorum þriggja og sex ára, þú varst svo mikill höfðingi afi minn, hugsaðir alltaf svo vel um okkur. Elsku afi minn, það er alveg hrein undrun að horfa til baka og sjá hversu sterkur maður þú varst, ég held að það geri sér enginn grein fyr- ir því. Þú barðist hetjulega gegn þessum sjúkdómi og greinilegt að um skagfirskt sjóarablóð var að ræða og þessi sterka persóna sem þú varst. Þegar ég hugsa til þín finn ég fyrir stolti, þú varst svo góður, sterkur, skemmtilegur og svo frábær afi, svo ótal margar minningar. Elsku afi minn ég sakna þín svo óendanlega mikið, þú átt svo stóran hluta af hjarta mínu, megir þú hvíla í friði og guð gæti þín að eilífu. Það er svo sárt að kveðja þig elsku afi minn, með krullurnar og bumbuna þína syngjandi hress minnist ég þín. mig langar til að falla í faðminn þinn, og segja þér hversu mikið ég sakna þín. Ég veit að þú munt alltaf vaka yfir mér, Trúi því og treysti að þér líði loksins vel. Þú varst og verður alltaf flottastur fyrir mér, Guð gæti þín að eilífu elsku afi minn kær. Kveðja, Margrét (Magga). „Veistu að afi var einu sinni að báta?“ Ef ég ætti að skrifa allar góðu minningarnar okkar afa kæmi Mogg- inn út í mörgum bindum í dag, allar skemmtilegu útilegurnar og sum- arbústaðaferðirnar, frímúrarajóla- böllin að ógleymdri Benidorm-ferð- inni sem við fórum í. Held að við systurnar höfum nú ekki alveg verið auðveldustu ferðafélagarnir, en þessi ferð stendur upp úr af öllum ferða- lögunum sem við höfum farið í. Ykk- ur ömmu tókst sko aldeilis að koma okkur á óvart, við héldum að við vær- um bara að fara í útilegu og fannst ekki fyndið að pabbi væri að láta okk- ur hafa matadorpeninga í vasapen- ing. Trúðum því sennilega ekki að við værum að fara til útlanda fyrr en í flugvélinni. Þú komst yfirleitt syngjandi í öll afmæli og í flestum heimsóknum gafstu okkur tóndæmi og kunnir alls- konar vígalegar vísur, eins og þegar amma var ung og Búddi fór í bæinn. Ég á eftir að sakna þín, afi minn, og hlakka til að kenna börnunum mínum vísurnar þínar og segja þeim allt sem við baukuðum saman. Spurning hvort ég vinn nokkurn tímann aftur möndlugjöfina í grautn- um hjá ömmu á aðfangadag, ef þú ert ekki þar til að lauma henni í lófann minn! Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Sparikerlingin þín, Halldóra Hallgrímsdóttir. Rögnvaldur Þorsteinsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkost- urinn Minningargreinar ásamt frek- ari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Grein- ar, sem berast eftir að útför hefur far- ið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/ minningar. Æviágrip með þeim grein- um verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.