Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 ✝ Kjartan I. Jónssonfæddist á Sauð- árkróki 21. september 1936. Hann lést 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Jóhanns- dóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1899, d. 1994, og Jón Stefánsson verkamaður, f. 18. mars 1897, d. 1994. Bræður Kjartans eru Árni Magnús, f. 15. júlí 1922, og Jóhann, f. 15. október 1928, d. 1946. Kjartan var uppalinn á Sauðárkróki til 16 ára aldurs er hann fór suður til Keflavíkur. Kjartan kvæntist árið 1962 Ingi- björgu Ámundadóttur, f. 31. janúar Birnu Guðjónsdóttur, f. 1957, börn þeirra eru Kjartan Ingi, f. 1986, Rósa Linda, f. 1988, og Ásdís Eva, f. 1992. Kjartan hóf störf hjá Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkur- flugvelli 1952. Árið 1954 hóf hann störf hjá bandaríska flughernum og frá árinu 1962 til starfsloka 2005 vann hann hjá bandaríska sjóhern- um á Keflavíkurflugvelli. Kjartan vann við ýmis stjórnunarstörf hjá hernum og var frá árinu 1986 fram- kvæmdastjóri viðhaldsdeildar flota- stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Árið 1989 var Kjartan sæmdur æðstu viðurkenningu sem flotastöð- in gat veitt borgaralegum starfs- manni, „The Navy Meritorious Civ- ilian Service Award“, fyrir vel unnin störf. Útför Kjartans fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 30. október, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar 1936. Foreldrar henn- ar voru Kristín Guð- mundsdóttir, f. 24. júlí 1910, d. 2. febrúar 1963, og Ámundi Guð- mundsson, f. 12. októ- ber 1902, d. 25. ágúst 1948. Börn Kjartans og Ingibjargar eru: 1) Jóhann Berg, f. 1963, dætur hans eru Sif, f. 1992, Selma, f. 1994, og Freyja, f. 1999. 2) Margrét Björk, f. 1966, gift Stefáni H. Birkissyni, f. 1965, börn þeirra eru Dagný Björk, f. 1988, Aron Birkir, f. 1990, Símon Berg, f. 1996, d. 1998, og Hanna Björt, f. 2000. Fóstursonur Kjartans er Árni Hrafnsson, f. 1958, kvæntur Mig langar að skrifa nokkur orð um pabba minn. Ég veit að hann myndi ekki vilja neina lofræðu um sjálfan sig svo ég ætla að vera stuttorð. Það er ótrúlegt að pabbi, þessi stóri og mikli maður sé farinn frá okkur. Hann sem átti eftir að ferðast svo mikið. Að ferðast til annarra landa voru hans ær og kýr, hann var varla kominn heim úr einni ferðinni þegar hann var far- inn að skipuleggja þá næstu. Á meðan hann var enn við störf voru öll fríin nýtt erlendis og eftir að hann hætti að vinna var farið 4-5 sinnum á ári í hinar margvíslegu utanlandsferðir, enda hafði hann farið til nánast allra heimsálfanna. Enska var eins og annað móðurmál hjá honum enda vann hann alla tíð hjá Kananum. Ég gat alltaf hringt í pabba ef ég var í vafa um hvernig ég ætti að orða eða stafa hlutina, hvort sem það var á ensku eða ís- lensku. Hann var yndislegur afi og vildi allt fyrir barnabörnin sín gera. Það var erfitt fyrir hann og mömmu að stærsti hópurinn býr erlendis en aðeins þrjú þeirra hér á landi. Þegar yngsta stelpan mín gisti hjá afa og ömmu um helgar var pabbi óþrjótandi í að lesa text- ann á heilu bíómyndunum fyrir hana. Allt átti hún líka með afa sín- um, þau áttu tölvuna saman, sjón- varpið og margt fleira. Ég vil enda á orðunum sem pabbi skrifaði í minningargrein um litla strákinn minn: „Við vitum að þegar okkar tími kemur muntu eins og ætíð áð- ur taka á móti okkur með útbreidd- an faðm og hreina bjarta brosinu þínu.“ Ég trúi því að Símon hafi tekið fagnandi á móti afa sínum og að þeir muni gera slíkt hið sama þegar okkar tími kemur. Far í friði, elsku pabbi minn, ég mun gæta mömmu fyrir þig. Ég hlakka til að hitta þig á himnum. Þín dóttir, Margrét Björk. Elsku afi minn. Manstu þegar við fórum í göngutúr saman eða þegar við horfðum á sjónvarpið og þú last alltaf textann fyrir mig þegar ég var yngri. Þegar við fórum til Búlg- aríu, Spánar og fullt af fleiri lönd- um. Það var gaman. Og þegar þú varst veikur bað ég á hverju kvöldi Guð um að lækna þig. Við áttum svo margt eftir að gera saman. Ég vildi að þú kæmist í ferm- inguna mína eða 10 ára afmælið mitt en svo varð ekki. Ég elska þig, afi minn, ég á núna margar góðar minningar sem ég get hugsað um daga og nætur. Þitt barnabarn, Hanna Björt. Elsku afi, Það var ekki hægt að hugsa sér betri afa en þig. Okkur þótti alltaf svo gaman að fá þig og ömmu í heimsókn, þú komst alltaf labbandi til okkar með þitt stóra bros og op- inn faðm. Þó svo að við byggjum ekki á Íslandi leið okkur alltaf eins og að við værum nálægt þér. Þú tókst okkur öllum með þínu jafn- aðargeði, þú sást alltaf það besta í fari okkar allra og óskaðir okkur öllum alltaf hins allra besta. Þú þreyttist aldrei á því að hvetja okk- ur og tókst okkur öllum akkúrat eins og við erum. Við vorum aldrei í vafa um þína ómældu ást til okkar. Takk, afi, fyrir þinn alltof stutta tíma sem þú náðir vera með okkur. Við elskum þig og söknum þín Rósa, Ásdís, Sif, Selma og Freya. Elsku afi minn, síðan ég flutti hingað aftur til Íslands þegar ég var 18 ára hafið þið amma verið mér sem foreldrar hérna, meðan mínir voru í útlöndum. Það hefur alltaf verið mjög gott og notalegt að koma í heimsókn til ykkar sem ég gerði oft. Afi, þú gafst mér alltaf góð ráð um ýmislegt og hjálpaðir mér einnig með ansi margt. Þú baðst mig ávallt að fara varlega en ég fékk aldrei neinar skammir frá þér, þú vildir alltaf allt það besta fyrir mig. Við spjölluðum oft saman í stof- unni um hin ýmsu málefni og alltaf gastu svarað mér ef ég hafði ein- hverjar spurningar eða efasemdir. Það var nú ansi gaman að horfa á handbolta eða fótbolta með þér, ef landsliðið mundi hlusta á þig þá værum við örugglega með besta lið í heimi. Mörgum sinnum réttir þú mér hjálparhönd þó að ég hefði ekki beðið um það. Mér þykir mjög vænt um þig, ég vil bara þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Lífið mitt verður örugglega erfiðara án þín. Vona að þú hafir það gott þar sem þú ert. Mun sakna þín ávallt. Kjartan Ingi. Elsku afi minn, öllum að óvörum farinn burt. Þetta gerðist allt of fljótt og allt of hratt. Eftir sitjum við og skiljum ekki hvað gerðist, afi sem var alltaf svo hraustur og hress. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma séð hann veikan. Ég man eftir afa sem ferðaðist mörgum sinnum á ári út fyrir eyj- una okkar og svo fékk maður að sjá myndir þar sem hann og amma höfðu ferðast til Tyrklands, Kína, Spánar, Flórída og svona gæti ég lengi talið. Mér þóttu þessi ferða- lög ekki svo ýkja skemmtileg þegar ég var yngri því ferðalögin hittu yf- irleitt á afmælisdaginn minn. Vinnuferðirnar hans afa voru þó alltaf spennandi því hann kom til baka með plastpokana fulla af alls konar dóti sem hann hafði fengið á ráðstefnunum, sem voru gersemar í mínum augum. Afi leyfði mér líka alltaf að velja fullt af dóti sem ég mátti eiga og síðan hélt hann vel upp á restina. Ég fór oft í gegnum þessa poka þegar ég var hjá honum og spurði hann hvað hitt og þetta væri. Það er eitt sem mun alla ævi minna mig mikið á afa og það eru hringirnir, eins og við afabörnin kölluðum þá. Það voru litlir kassar af morgunkorninu Fruit Loops sem hann gat keypt í vinnunni sinni og gaf okkur óspart þegar við vorum í heimsókn. Ég man eftir að hafa legið fyrir framan sjónvarpið heima hjá honum og ömmu, alsæl, borð- andi hringina. Mér fannst líka mjög merkilegt að fylgjast með afa slá grasið í Urðarbakkanum. Hann átti mjög gamla sláttuvél og það þurfti mikinn kraft til að ýta henni á und- an sér. Afi fór nú létt með það og þar sem ég og Aron horfðum á gát- um við aðeins látið okkur dreyma um að einn daginn yrðum við jafn sterk og afi og gætum slegið grasið fyrir hann. Ég gæti endalaust talið upp yndislegar minningar sem ég á um hann afa minn og ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst honum jafn vel og ég gerði. Afi var mikill herramaður sem vildi allt fyrir mann gera og ég mun aldrei geta þakkað honum nóg fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Ég mun sakna þín mikið, elsku afi, hver á nú eftir að sjá til þess að svaladyrnar verði galopnar á að- fangadagskvöld? Þér var alltaf svo heitt og mér var alltaf svo kalt. Þú skilur eftir þig mun fleiri spor en ég held að þig hafi órað fyrir og ég mun ætíð minnast þín með gleði í hjarta. Þín Dagný. Það var fyrir rúmlega fimmtíu árum sem við hittum Kjartan í fyrsta sinn. Við vorum á strætó- stoppistöð við gömlu gasstöðina við Hverfisgötu. Þá kom Ingibjörg vin- kona til okkar og með henni var hár og myndarlegur maður sem hún kynnti fyrir okkur sem verð- andi eiginmann sinn. Frá þessum degi hófst einlæg vinátta okkar sem varað hefur æ síðan. Margs er að minnast eftir ríflega hálfrar ald- ar samferð. Til að mynda allra ferðalaga okkar bæði hérlendis sem og erlendis. Til dæmis Maya- byggingarnar í frumskógum Mexíkó, mörg þúsund ára neðan- jarðar mannabústaða í Norður- Grikklandi og Ungverjalands fyrir fall járntjaldsins, svo fátt eitt sé nefnt. Allar ferðir þaulskipulagðar frá upphafi til enda, enda var Kjartan afar traustur og skipulagð- ur maður og gott var að ferðast með þeim hjónum. Heimilið, eiginkonan, börnin og barnabörnin voru honum allt. Hann var einlægur vinur vina sinna og af- ar samviskusamur starfsmaður. Hann starfaði mestan hluta starfs- ævi sinnar á Keflavíkurflugvelli hjá bandaríska sjóhernum. Voru hon- um falin mörg trúnaðarstörf sem hann vann af mikilli trúmennsku. Nú þegar við kveðjum kæran vin okkar með mikilli eftirsjá mun minningin um hann lifa með okkur um ókomin ár. Mestur er þó missir Ingibjargar, barnanna og barna- barnanna. Megi góður Guð styrkja þau á þessari sorgarstundu. Hafðu þökk fyrir allt, kæri vinur. Inga og Ólafur. Einkennilegt tóm fyllir hugann þegar Kjartan frændi er fallinn frá, svo stór er þáttur hans í minningu minni, alveg frá því að ég fyrst man eftir mér. Fyrst á Sauðárkróki og síðan ekki síst eftir að ég flutti til Reykjavíkur, fyrir 35 árum. Kjartan og Inga hafa tekið þátt í flestum, ef ekki nær öllum, gleði- stundum hjá fjölskyldu okkar Jóns. Fastur punktur í lífi okkar var þó hinn árlegi laufabrauðsbakstur fyr- ir jólin. Þann dag höfum við notið þess að vera saman, spjallað um líf- ið og tilveruna, slegið á létta strengi og haft gaman hvert af öðru. Kjartans verður sárt saknað á næsta „laufabrauðsdegi“ nú í nóv- ember. Nú þegar við kveðjum þennan heiðursmann og góðan vin sem öll- um vildi vel, með virðingu, kær- leika og eftirsjá mun minningin um hann lifa með okkur öllum um ókomin ár. Elsku Inga mín, missir þinn er mikill, við Jón, Thelma Marín, Óli og fjölskylda vottum þér, Árna, Jó- hanni, Margréti og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Við biðjum góðan Guð að gefa ykkur öllum styrk í sorg ykkar. Elsku frændi minn, Kjartan, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Þín frænka, Hafdís. Kjartan I. Jónssonhefur hún heklað kjóla á allardúkkurnar sem við áttum og fleira til. Þegar Úlli pabbi okkar féll frá 1987 fór blik úr auga hennar sem aldrei kviknaði aftur en sú ást sem hún bar til pabba var yfirfærð á okkur systurnar í formi umhyggju, hlýju og ástúðar. Aron bróðir kall- aði hana ömmu Svönu alla tíð og var hlýr faðmur hennar honum jafn opinn og okkur – langar Aron að þakka henni það. Ást sína á sínum stóra barnahópi sýndi hún alla daga og má segja að líf hennar hafi snúist um að um- vefja börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin. Amma átti ekki mikið af veraldlegum gæðum enda af þeirri kynslóð sem þurfti svo sannanlega að hafa fyrir hlutunum. Hún varð ekkja með stóran barna- hóp rétt rúmlega fertug og stóð sína plikt með þvílíkri aðdáun að hetjusögur nútímans falla í skugg- ann. Föðursystkinum okkar, mökum, börnum og öðrum ættingjum, vott- um við okkar dýpstu samúð, enda mikil eftirsjá. Elsku amma, við viljum þakka þér ástúðina og biðja þig um að knúsa pabba frá okkur þegar þú hittir hann. Guð blessi minningu ömmu Svönu – takk fyrir allt sem þú gafst okkur – það mun fylgja okkur að eilífu. Svana og Heba. Stór hluti æskuminninga okkar systkinanna er tengdur helgardög- unum sem við eyddum í Ásgarð- inum hjá ömmu Svönu, og svo síð- ar í Espigerðinu. Þar hópaðist stórfjölskyldan oft saman og var garðurinn óspart nýttur á sólskins- dögum og sunnudagssteikin oft borðuð þar. Við minnumst ömmu iðulega sitjandi í stólnum sínum í stofunni, prjónandi eða heklandi og raulandi með lögum uppáhalds- söngvaranna sinna, eins og Vil- hjálms Vilhjálmssonar og Hauks Morthens. Þau lög munu ávallt minna okkur fyrst og fremst á ömmu Svönu. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því þá hvers konar kjarnakona var þarna á ferðinni að stússa svona brosmild í kringum okkur, en eftir að við urðum eldri gerðum við okkur betur grein fyrir því að líf hennar var ekki alltaf dans á rósum. Til að ala upp átta börn meira og minna ein eftir að verða ekkja rétt um fertugt, og sinna meira en fullri vaktavinnu sem sjúkraliði á spítalanum til að allt gengi upp, hlýtur að hafa kraf- ist óbilandi dugnaðar og mikils krafts sem amma greinilega hafði. Hún var mjög stolt kona sem sá um sitt og sína og sýndi okkur börnunum gott fordæmi. Nú kveðj- um við elsku ömmu Svönu okkar, glöð með allar okkar góðu minn- ingar sem við eigum um hana, og ánægð að vita af henni vakandi áfram yfir okkur og fjölskyldum okkar. Takk fyrir allt og hvíldu í friði, elsku amma. Ragnheiður, Davíð og fjölskyldur. Elsku besta amma okkar. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt og allt, elsku amma, og guð geymi þig. Þín ömmubörn, Rósa Maggý og Vilhjálmur Ari.                          ✝ Við þökkum innilega öllum þeim sem sendu okkur hlýjar kveðjur og sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts yndislegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HÖLLU LÁRUSDÓTTUR, Markarflöt 45, Garðabæ. Við viljum færa starfsfólki krabbameinsdeildar og heimahlynningar Landspítalans sérstakar þakkir fyrir einstaklega góða umönnun og yndisleg samskipti. Bolli Þór Bollason, Jóhanna Guðmundsdóttir, Mohsen Khajeh, Lilja Guðlaug Bolladóttir, Lárus Bollason, Þórunn Bolladóttir, Sigurgeir Guðlaugsson, Ólöf Bolladóttir, Guðmundur Pálsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.