Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is STJÓRN Pokasjóðs hefur ákveðið að auglýsa ekki eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2009. Að sögn Bjarna Finnssonar, formanns Poka- sjóðs, helgast það af því að ákveðið hefur verið að fara sömu leið og í fyrra og styrkja Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar um í kringum 50 milljónir króna til mat- argjafa fyrir jólin. „Þetta er vissulega breyting á fyrri úthlutunarstefnu okkar. En það er niðurstaða okkar að það hefur hugsanlega aldrei verið meiri þörf en núna á að styrkja með einmitt þessum hætti,“ segir Bjarni og tekur fram að samstarfið við Mæðra- styrksnefnd og Hjálparstarf kirkj- unnar fyrir síðustu jól hafi verið ein- staklega gott og árangursríkt. Að sögn Bjarna hefur á umliðnum árum verið mikil ásókn í Pokasjóð- inn. Þannig bárust sjóðnum árið 2007, síðasta árið þegar úthlutað var með hefðbundum hætti úr honum, alls 800 umsóknir og þá voru styrkt nærri 130 verkefni á sviði umhverf- ismála, mannúðar, menningar og íþrótta. „Við von- umst auðvitað til þess að þjóð- félagsástandið verði betra að ári þannig að sjóð- urinn geti farið í sitt hefðbundna hlutverk sem kom við þúsundir út um allt land á sviði íþrótta, menningar- og um- hverfismála.“ Alls standa 13 verslanir og versl- unarkeðjur að Pokasjóði. 7 kr. af hverjum seldum poka renna til sjóðsins. Tekur Bjarni fram að sjóð- urinn hafi ekki afskipti af því hvern- ig pokar séu verðlagðir. Að sögn Bjarna safnast með þess- um hætti á ári hverju um 100 millj- ónir í sjóðinn. Stjórn Pokasjóðs sér um að úthluta 60% af því fé en versl- unarkeðjurnar sjá um að úthluta 40% þess til verðugra verkefna. „Þess má geta að sjóðurinn hefur ekki tapað krónu í efnahagshremm- ingunum öllum, því fyrir mörgum árum var tekin sú ákvörðun að geyma fé sjóðsins einvörðungu á bankareikningum,“ segir Bjarni. Brýnasta verkefnið núna Pokasjóður hyggst styrkja Mæðra- styrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar Bjarni Finnsson ÞAÐ hafa verið hlýindi á Suðvesturlandi síðustu daga og því er ekki nema sjálfsagt að nota hjólið þó að það sé komið haust. Á hjólinu er líka auðveld- ara að njóta fegurðar umhverfisins en í bíl. Morgunblaðið/Ómar HAUSTSTEMNING HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þrítugum síbrotamanni. Maðurinn var dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar auk þess sem hann er sviptur ökuréttindum í fjóra mánuði. Maðurinn á að baki fjórtán ára fjölskrúðugan sakaferil. Í umræddu máli var maðurinn sakfelldur fyrir sérstaklega hættu- lega líkamsárás, níu þjófnaðarbrot, eignaspjöll og brot á umferðar- lögum. Eftir stanslausa brotahrinu var maðurinn handtekinn í apríl sl. og hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan. Kemur sá tími til frádráttar refs- ingunni. Maðurinn játaði öll brot sín skýlaust. Alvarlegasta brotið er frá því í janúar sl. en þá réðst maðurinn að öðrum með hamri og sló hann í höf- uðið. Fórnarlambið hlaut 2,5 cm skurð aftan á hnakka. Einnig braust hann inn í fyrirtæki og stal þaðan raftækjum. Síbrotamaður dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest fimm mánaða fangelsisdóm yf- ir karlmanni á fertugsaldri sem sakfelldur var í fjórða skipti fyr- ir ölvunarakstur og í fimmta skipti fyrir akstur sviptur öku- rétti. Jafnframt er ævilöng öku- leyfissvipting áréttuð. Maðurinn missti stjórn á bifreið sinni á Snæfellsnesvegi í desember 2007. Vínandamagn í blóði mældist 2,21 prómill. Dómurinn sagði frásögn hans með miklum ólíkindum og fram væri komin sönnun þess að hann hefði ekið undir áhrifum áfengis. Fangelsi fyrir ítrek- aðan ölvunarakstur Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN getur gert það sem hún telur æskilegast við lánsféð frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, að minnsta kosti ef það stang- ast ekki á við markmið samstarfsáætlunar Ís- lands við sjóðinn, um lágmarksforða á hverjum tíma. Þetta sagði Mark Flanagan, formaður sendinefndar AGS á Íslandi, á símafundi með blaðamönnum í gær, aðspurður hvort það sé leyfilegt eða æskilegt að nota nýtilkominn gjaldeyrisforða í afborganir af öðrum erlend- um lánum ríkisins. Endurfjármagna skuldir með láninu „Við veitum lánið til Seðlabankans og það fer beint inn í gjaldeyrisforða hans. Þar er það aðgengilegt. Að hafa meiri varaforða veitir stjórnvöldum fjölmarga möguleika sem þau hefðu annars ekki. Þau geta endurfjármagnað með honum skuldir sem koma á gjalddaga. Þau eiga líka möguleika á því að halda fénu í varaforðanum, til að auka tiltrúna á gjaldmiðilinn. Stutta svarið er já, þau geta gert það og í sumum kringumstæðum er líklega æskilegt að gera það,“ sagði Flanagan. Hann tók fram að pen- ingar frá AGS væru ekki eyrnamerktir inni á reikn- ingum hjá seðlabönkum ríkja sem þiggja lán frá sjóðnum. Hann gæti því ekki bent á einstök ríki sem notuðu lánin beinlínis eins og endur- fjármögnun. „Ég get bent á mörg lönd sem hafa gripið inn í með peningum frá AGS til þess að styðja gjaldmiðilinn í kringum miklar afborganir af lánum.“ AGS gerir ráð fyrir notkun forðans Flanagan bætir því við að Ísland sé ekki að taka fullt af lánum, til þess eins að setja þau í varaforða, eins og sumir haldi fram. „Það er ekki rétt. Í okkar spám og í vænt- anlegri skýrslu starfsmanna um framgang áætlunarinnar með Íslandi, muntu sjá að gjaldeyrisvaraforði Íslands breytist mun minna en sem nemur því magni lána sem er verið að taka. Það er vegna þess að við búumst við því að ríkisstjórnin muni nota eitthvað af þessum lánum til þess að milda tímabundið út- flæði af fjármunum.“ Eyrnamerkja ekki fé í seðlabönkum  Stundum æskilegt að gjaldeyrislán frá AGS fari í afborganir annarra lána  Í áætlunum gera starfsmenn sjóðsins ráð fyrir notkun forðans í svona hluti Í HNOTSKURN »Annar hluti lánsins verður af-greiddur í dag eða á mánudag. Það veltur eingöngu á tæknilegum atriðum. »Flanagan segir að með styrkinguforðans og afléttingu hafta verði rúm fyrir varfærna vaxtalækkun. »Hann vonast til þess að matsfyr-irtæki taki endurskoðuninni vel og lánshæfismat ríkisins verði ekki lækk- að. Ákveðið gólf sé komið í kreppuna. Mark Flanagan EIGNIR lífeyrissjóðsins Gildis hafa hækkað um tólf milljarða króna það sem af er ári og voru í lok september sl. 221 milljarður króna. Nafnávöxt- un sjóðsins fyrstu níu mánuði ársins var 5,7% á ári sem þó er -2% raun- ávöxtun. Fjármagnstekjur sjóðsins eftir niðurfærslu á skuldabréfum fyrir- tækja og fjármálastofnana námu 8,7 milljörðum króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru lífeyrisgreiðslur Gildis rúmir 5,5 milljarðar sem er rúmlega 14% aukning milli ára. Á sama tímabili voru iðgjöld rétt tæpir átta millj- arðar sem er um 5% aukning frá í fyrra. Að því er fram kom í máli Árna Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Gildis, á kynningarfundi fyrir sjóðfélaga sem haldinn var í vikunni er enn veruleg óvissa um uppgjör gjaldmiðlaskiptasamninga sjóðsins við viðskiptabankana. Einnig er óvissa um endanlega niðurfærslu vegna skuldabréfa fyrirtækja og fjármálastofnana. Þá stendur lífeyr- issjóðurinn í málarekstri vegna inni- stæðna sem hann átti hjá fjárfest- ingarbankanum Straumi. Mestur hluti eigna Gildis í dag er innlend skuldabréf. sbs@mbl.is Gildi gildnar um milljarða Eignir hafa aukist um tólf milljarða á níu mánuðum „AGS hefur aldrei sett formlegt skilyrði fyrir því að Icesave-deilan verði leidd til lykta. Aldrei,“ sagði Flanagan, spurður hvers vegna verið væri að greiða út, þrátt fyrir að Icesave sé ekki komið í gegnum Alþingi. „Fyrst aðrir lánardrottnar settu þetta sem skilyrði þurftum við að bíða þar til skilyrðunum yrði fullnægt.“ Útborgunin þýddi að nú væru aðrir lánveitendur sáttir við stöðuna í Icesave-málinu. Þetta stangast á við orð Jóns Sigurðs- sonar, formanns samninganefndar Íslands um lánin, þegar Alþingi samþykkti Icesave í ágúst. „Aðalútborgunarskilyrði norrænu lánanna er samþykkt endurskoðunar framkvæmdastjórnar AGS á framvindu ís- lensku efnahagsáætlunarinnar.“ Skilyrðið væri bundið í samningana við Norðurlönd og Pólland. „Ég tel að næsta skref sé að endurskoðunin verði borin upp í fram- kvæmdastjórn AGS og þegar hún hefur verið samþykkt, þá er ekkert því til fyrir- stöðu að draga á þessi lán,“ sagði Jón. Hver tafði málið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.