Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 ✝ Friðbjörg Frið-björnsdóttir fædd- ist á Húsavík 11. jan- úar 1922. Hún andaðist á Sjúkrahús- inu á Akureyri 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefanía Guðrún Pétursdóttir, f. 8. apr. 1896, d. 30. maí 1972, og Friðbjörn Hernit Hansson, f. 14. jan. 1901, d. 30. maí 1922. Hálfsystir Friðbjargar sammæðra er Vigdís Stefánsdóttir, f. 28. sept. 1926, gift Eiríki Ísakssyni, f. 1931, d. 2008. Eiginmaður Friðbjargar var Ágúst Berg, f. í Winnipeg í Kanada 19. ág. 1910, d. 23. okt. 1979. For- eldrar hans voru Guðmundur Sig- urðsson Berg, f. 20. júlí 1882, d. 1950, og Guðbjörg Eyjólfsdóttir Berg, f. 3. des. 1876, d. 2. maí 1956. Börn Friðbjargar og Ágústar eru 1) Friðbjörn, f. 19. feb. 1947, fyrri kona Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 1949, börn þeirra Þorsteinn Freyr, f. 1972, og Þóra, f. 1973, maki Edrico Ortiguerra, dóttir þeirra Alea Sig- Hannes Valur Gunnlaugsson, f. 1963, börn Linda Björk, f. 1983, fað- ir Gunnar Viðar Geirsson, Ágúst Heiðar, f. 1993, Höskuldur Logi, f. 2000, Þorsteinn Viðar, f. 2001. 3) Jón Eymundur, f. 24. jan. 1956, fyrri kona Kristín Edda Ottesen, f. 1961, sonur þeirra Svavar Ottesen, f. 1980. Eiginkona Jóns Bryndís Bald- ursdóttir, f. 1957, börn þeirra Arn- björg, f. 1987, og Baldur, f. 1990. 4) Bryndís, f. 20. nóv. 1961, gift Ingólfi S. Sveinssyni, f. 1939, börn þeirra Steinarr, f. 1993, og Vala Sigríður, f. 1996. Dóttir Ágústar og fósturdóttir Friðbjargar er Þórdís Lára Jörg- ensen, f. 7. júní 1946, móðir Unnur Kristjándóttir, f. 1923, d. 1957, gift Preben W. Jörgensen, f. 1947. Dæt- ur þeirra Unnur Pia, f. 1971, og Ásta Majken, f. 1974. Börn Ágústar og fyrri konu hans, Bjargar Baldvins- dóttur, f. 1915, eru Alice Pauline Guðbjörg, f. 1935, og Ágúst Guð- mundur, f. 1936. Friðbjörg ólst upp á Húsavík, var í Laugaskóla í Reykjadal tvo vetur en fluttist til Akureyrar 18 ára gömul ásamt móður sinni og systur. Hún lærði saumaskap, sinnti húsmóð- urstörfum, vann seinni árin í smjör- líkisgerðinni Akra með manni sínum og síðan við verslunarstörf. Síðustu starfsárin vann hún á Þvottahúsinu Mjöll. Útför Friðbjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 30. október, og hefst athöfnin kl. 13.30. ríður Ortiguerra, f. 1994. Maki Friðbjörns var Erla Ingibjörg Vil- hjálmsdóttir, f. 1951, d. 2005, dóttir hennar og fósturdóttir Frið- björns Ingibjörg Betty Bustillo, f. 1971, gift Sigurjóni Ólafssyni, f. 1965, börn Karen Erla, f. 1992, faðir Kristófer Helgason, Sindri Snær, f. 2004, d. 2005, Stefán Logi, f. 2008. Fyrir átti Friðbjörn Bríeti, f. 1968, móðir Hildur Björnsdóttir, f. 1946, börn Bríetar Ólafur Dan, f. 1986, Sædís, f. 1991, og Esther Ágústu Berg, f. 1970, móðir Margrét Dóróthea Sig- fúsdóttir, f. 1947, dóttir Ágústu Mira Esther, f. 2003. 2) Þorsteinn, f. 26. feb. 1949, kvæntur Heiðrúnu Sverr- isdóttur, f. 1949, synir þeirra Sverrir Ágúst, f. 1969, kvæntur Evu Gunn- laugsdóttur, f. 1969, börn þeirra Gunnlaugur, f. 1995, og Heiðrún, f. 1999, Þröstur Berg, f. 1980. Fyrir átti Þorsteinn Hjördísi Björk, f. 1965, móðir hennar Lilja Rósa Ólafsdóttir, f. 1947, eiginmaður Hjördísar er Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Með virðingu og söknuði kveð ég elskulega tengdamóður mína eftir langa samleið. Ég var aðeins 17 ára þegar ég kom fyrst inn á heimili Frið- bjargar og Ágústs Berg heitins, manns hennar, með Þorsteini, syni þeirra. Síðan eru liðin rúmlega 40 ár og of langt mál að rekja það sem kem- ur upp í hugann á kveðjustund. Friðbjörg var Þingeyingur og stolt af uppruna sínum. Hún fluttist á ung- lingsaldri frá æskustöðvunum sínum á Húsavík ásamt móður sinni og Vig- dísi, systur, sinni til Akureyrar þar sem hún bjó til dauðadags. Tengdamóðir mín var sannkölluð hvunndagshetja. Oft blés á móti í lífi hennar eins og flestra af hennar kyn- slóð. Aldrei hvarflaði þó að henni að kvarta eða kenna öðrum um. Hún lét ekki deigan síga og hafði einstakt lag á að láta hlutina ganga upp. Friðbjörg var mjög náin mér og fjölskyldu minni. Nánast öll jól og áramót dvaldist hún á heimili okkar Þorsteins eftir að hún varð ekkja, 57 ára gömul. Það var því fastur punkt- ur í tilveru okkar að fá Fibbu ömmu til okkar í heimsókn og var þá gjarn- an tekið í spil öllum til ómældrar gleði. Ég var svo heppin að fá nokkrum sinnum tækifæri til að ferðast með Friðbjörgu til Danmerkur. Þessi ferðlög voru alveg frábær. Friðbjörg var yndislegur ferðafélagi, kunni að njóta augnabliksins og var ekki að láta smámuni ergja sig. Friðbjörg var í senn félagslynd, bjartsýn og lífsglöð. Hún hafði yndi af samveru við sína nánustu og lék á als oddi þegar hún var sótt heim. Einnig hafði hún gaman af því að bregða sér af bæ, spila við spilafélag- ana og fara út að borða svo fátt eitt sé nefnt. Ég tel mig afar heppna að hafa eignast Friðbjörgu sem tengdamóð- ur og síðar góða vinkonu sem við urð- um svo sannarlega við nánari kynni. Heiðrún Sverrisdóttir. Hlý, glöð og bjartsýn. Þetta eru lýs- ingarorð barnanna okkar um ömmu sína. Gestrisni og alúð einkenndu hana og íbúðina hennar sem alltaf var okkur opin. Með tilveru sinni einni saman var hún okkur öllum afar mik- ils virði. Ekki síst börnunum sem nutu þess mjög að eiga svo frábæra ömmu. Að eiga í vændum að hitta hana, spila tímum saman, fara í gönguferðir, bíl- túra eða út að borða voru tilhlökkun- arefni þeirra ár eftir ár, bæði sumar og vetur. Lýsingar Friðbjargar af æsku sinni á Húsavík voru okkur öllum einskon- ar ævintýrasögur. Hún var sjómanns- dóttir en Friðbjörn faðir hennar dó er hún var ungbarn og var hún skírð á kistu hans og bar nafn hans. Hún ólst upp á Húsavík með móður sinni og hálfsystur fjórum árum yngri. Nokk- ur sumur var hún í Nesi í Aðaldal hjá Sigríði móðursystur sinni – frænku í Nesi – og Steingrími manni hennar. Strax á unglingsaldri tók hún virkan þátt í almennum störfum á Húsavík, þeim öfluga útgerðarbæ, að beita línu, stokka upp og vinna við hverskonar fiskverkun. En lífið var líka leikur. Fjaran á Húsavík var líka baðströnd. Þar var grunnt langt út og hægt að synda í volgum sjónum. Fimmtán ára hafði Friðbjörg aflað fyrir skólavist á Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal. Þar var þó hængur á. Lítið var um peninga í um- ferð og launagreiðandinn sem var Kaupfélagið vildi að fólk tæki laun sín út í vörum. En þá sem oftar naut Frið- björg þess að eiga móður sem taldi sig þekkja mun á réttu og röngu og kaup- félagsstjórinn varð að greiða stúlk- unni út kaupið. Friðbjörg var í Lauga- skóla í tvo vetur sem var ágæt menntun á þeim tíma. Átján ára flutti hún til Akureyrar ásamt móður sinni og systur. Hún lærði fatasaum á saumastofu og vann við það og fleira sem til féll og meðal annars í Smjörlíkisgerð Akureyrar, Akra, þar sem hún kynntist manni sínum sem síðar veitti því fyrirtæki forstöðu. Eignuðust þau þrjá syni og eina dóttur yngsta og var Friðbjörg heimavinnandi húsmóðir nær allan þeirra uppvöxt. Friðbjörg missti Ágúst, eiginmann sinn, 57 ára gömul og bjó ein eftir það og vann ýmis störf. Hún lærði að spila bridge með þeim árangri að hún var eftirsóttur bridge- félagi æ síðan og hafði mikið yndi af. Síðustu árin fór stoðkerfi líkamans að bila og þurfti hún nokkrum sinnum í liðaaðgerðir á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri og endurhæfingu á Kristnesi sem hún mat mikils. Frábær heima- þjónustan á Akureyri reyndist henni einnig vel. Hún hélt andlegum styrk og hæfni, var vel heima í þjóðmálum, las mikið og notaði krossgátur sem hugarleikfimi. Ég kveð Friðbjörgu, tengdamóður mína, með þakklæti fyrir ríkuleg kynni og sérstaklega fyrir að veita börnum mínum auðlegð sem þau munu alltaf eiga. Ingólfur S. Sveinsson. Amma Fibba eins og hún var oft kölluð af okkur var alveg einstök amma. Sumarfrí var ekki sumarfrí nema við værum hjá henni á Akureyri einhverja daga. Fátt var notalegra en að vakna í Víðilundinum, trítla fram í eldhús og sjá hana sitja þar við eld- húsborðið, að lesa blöðin og ráða krossgátur. Þá settist fullorðna fólkið gjarnan niður með henni til að spjalla á meðan krakkarnir nutu þess að horfa á sjónvarpið í stólnum hennar ömmu, „besta“ stólnum. Amma Fibba fylgdist vel með fjöl- miðlum, tók sjaldnast eindregna af- stöðu með eða á móti en hnussaði stundum þegar henni fannst of langt gengið. Hins vegar skein jákvæð af- staða hennar til lífsins alltaf í gegnum umræðuna. Hún var mikill matgæðingur og hakkabuffið var lengi hennar ein- kennismerki. Sjaldnast var komið svo í heimsókn að ekki væri á boðstólum hakkabuffið. Þá var gjarnan boðið upp á ís í eftirrétt fyrir fullorðna og frost- pinna fyrir börnin. Hin síðari ár tók hún þá afstöðu að eftirláta öðrum matreiðsluna að mestu leyti. Okkur gestunum þótti enn heimilislegra þeg- ar við máttum stússast svolítið í eld- húsinu og njóta matarins með gest- gjafanum. Amma Fibba var alltaf jákvæð, hress og skemmtileg. Við nutum þess að vera með henni og alveg sérstak- lega að taka í spil enda þótti henni fátt skemmtilegra. Þegar fullorðna fólkið gafst upp hélt hún áfram og spilaði ól- sen ólsen eða löngu vitleysu við þá sem yngri voru. Ekki skemmdi fyrir ef til voru súkkulaðihúðaðar rúsínur til að maula með. Elsku amma Fibba, takk fyrir allt, það hefur gefið okkur svo margt að hafa fengið að njóta samvista með þér. Takk fyrir að láta okkur vita hversu mikils virði við vorum þér. Sverrir Ágúst, Eva, Gunnlaugur og Heiðrún. Elsku amma mín. Ég sótti mikið í að heimsækja þig til Akureyrar þegar ég var lítill, það breyttist ekki þótt árin liðu. Heimili þitt var ávallt svo friðsælt og þú sinnt- ir öllum vel sem heimsóttu þig. Nokkrar af mínum bestu minningum eru frá spilaborðinu heima hjá þér þar sem þú kenndir mér að spila. Þú varst mikill gleðigjafi, hvert sem þú fórst. Það var ávallt mikið hlegið og grínast í kringum þig. Afi var dáinn áður en ég fæddist og þú hélst nánast öll jól hjá okkur í Kópavoginum. Í huga mínum voru jól- in ekki farin að nálgast fyrr en þú komst suður til okkar. Ég á margar skemmtilegar minningar frá þeim tíma. Ég mun ávallt hugsa hlýlega til þeirra stunda sem við eyddum saman. Ég mun sakna þín mikið. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Þröstur Berg. Friðbjörg Friðbjörnsdóttir ✝ Ólafur Logi Jón-asson fæddist 30. nóvember 1948 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu 23. október sl. Foreldrar hans voru Rósa Gests- dóttir, f. 24. júlí 1920 í Rvík, d. 2001, og var hún frönskukennari við Verslunarskóla Ís- lands, og Jónas Hall- dórsson sundkennari, f. 13. júní 1914, d. 2005, á Hnausi í Ölf- usi sem rak um árabil gufubaðstofu í húsi sínu á Kvisthaga 29. Ólafur ólst upp á Kvisthaga og gekk í Mela- og Hagaskóla. Hann lauk loftskeytaprófi 1968 og starfaði um árabil sem loftskeytamaður á farskipum og tog- urum. Seinna starfaði hann sem loft- skeytamaður í landi við fjarskiptastöðina í Gufunesi. Þá var hann starfsmaður Da- nól en síðustu tvö árin starfaði hann hjá Sorpu. Ólafur á tvö börn, Rósu Hrönn, f. 6. desember 1966, og Jónas Helga, f. 11. október 1973. Útför Ólafs Loga fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 30. október, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Óli, ástin mín, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá mér en ég veit að þú ert núna í góðum höndum hjá foreldrum þínum. Ég er líka svo heppin að vera í góðum höndum hjá fjölskyldunni minni sem hugsar svo vel um mig eftir þessa erfiðu aðgerð og missi. En elsku Óli, ég á margar góðar minningar um okkur saman og varst þú ekki bara maðurinn minn heldur líka góður vinur. Það var allt- af svo gott að tala við þig og vorum við mjög samrýnd. Við áttum fallegt heimili þar sem okkur leið vel. Við spiluðum oft tónlist í stofunni og dönsuðum eins og unglingar frameft- ir nóttu. Á aðfangadagskvöld fórum við alltaf í kirkju og nutum þess að vera bara tvö ein heima, borða rjúp- ur, gæs og hreindýrakjöt og drekka rauðvín. Við áttum það sameiginlega áhugamál að njóta þess að vera úti í náttúrunni. Við fórum oft upp að Reynisvatni á sumrin þar sem þú naust þess að veiða fisk og ég fékk mér göngutúra í kringum vatnið og tíndi sveppi og bláber. Við Reynis- vatn eyddum við stundum öllum deg- inum og tókum með okkur nesti. Barnabörnin komu stundum með okkur að veiða og þú varst svo dug- legur að aðstoða þau og kenna þeim réttu tökin. Í sumarfríinu fórum við oft dagsferðir í bíltúr og stoppuðum þar sem þú gast farið að veiða. Það var venjan að þú vildir stoppa í sjopp- um á leiðinni. Þar keyptirðu þér harð- fisk sem þú borðaðir í bílnum mér til mikils ama. Þér fannst ógurlega gam- an að því hvað ég skammaðist alltaf mikið yfir lyktinni af harðfiskinum. Við fengum okkur oft eitthvað gott að borða á veitingastöðum á leiðinni þar sem við nutum þess að gæða okkur á steikum. Þú varst alltaf mikill mat- maður elsku Óli og hringdir oft í mig úr vinnunni til að athuga hvað þú fengir gott í matinn þegar þú kæmir heim. Þú hlakkaðir alltaf til að koma heim og hitta mig. Það er mjög ein- manalegt að vita af því að þú sért ekk- ert á leiðinni heim lengur, en í hjarta mínu ertu alltaf hjá mér. Guð blessi þig ástin mín. Þín Kristjana. Í dag þegar við kveðjum frænda okkar, Óla Loga, leitar hugurinn til æskuheimilisins á Kvisthaganum. Mæður okkar, systurnar Inga og Rósa Gestsdætur, byggðu húsið ásamt eiginmönnum sínum og fluttu inn árið 1952 þegar Óli Logi var tæp- lega fjögurra ára. Æskuárin liðu við leik og hopp á milli hæða. Óli Logi var einkasonur Rósu, móðursystur okk- ar, og Jónasar sem bjuggu á neðri hæðinni ásamt foreldrum Jónasar, þeim Guðfinnu og Ólafi, en við bjugg- um á efri hæðinni. Óli Logi bjó við mikið ástríki foreldra sinna og var augasteinn ömmu og afa á meðan þeirra naut við. Hann var fjörugur og kraftmikill strákur sem heillaði alla með sínu fallega brosi og þykka rauða hári. Sem barn ferðaðist hann mikið með foreldrum sínum og ungur smit- aðist hann af veiðibakteríu föður sins og fóru þeir í margar veiðiferðirnar saman. Óli Logi leit á okkur á efri hæðinni sem systkini sín en náið sam- band var alla tíð á milli Óla Loga og Gests bróður okkar sem lést fyrir sjö árum. Eftirminnileg eru áramótaboðin á Kvisthaganum þegar sprengju- meistararnir Óli Logi og Jónas sáu um að sprengja rakettur og „bomb- ur“ við mikinn fögnuð viðstaddra og við „kjúklingarnir“ stóðum álengdar og létum nægja að halda á sakleysis- legum stjörnuljósum. Rósa hélt alla tíð utan um stórfjölskylduna og voru þau Jónas höfðingjar heim að sækja. Síðustu ár hittumst við sjaldnar en áður en alltaf fagnaði Óli Logi okkur innilega eins og honum einum var lagið og talaði um að hann saknaði þess að stórfjölskyldan hittist ekki eins oft og áður. Við sendum Kristjönu og elskuleg- um börnum hans, Rósu Hrönn og Jónasi Helga, innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Ólafs Loga. Gerða, Sigríður og Guðbjörg. Hann Ólafur Logi hefur skyndi- lega verið kallaður burt frá okkur, alltof snemma. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu fyrir viku. Við Ólafur Logi kynntumst fyrir um fjörutíu árum, þegar við leigðum hvor sitt herbergið hjá heiðurskonunni Kristínu Lýðsdóttur í Barmahlíð 1. Kunningsskapur og vinátta okkar hefur haldist óslitið síðan. Þar var stundum glatt á hjalla eins og gerist oft hjá ungum og frískum mönnum. Ólafur Logi var lærður loftskeyta- maður og var langdvölum á sjó fram- an af ævi, bæði á togurum og flutn- ingaskipum. Síðan fór hann í land og vann við iðn sína þar ásamt öðrum störfum, sem til féllu, m.a. vann hann hjá fyrirtæki mínu með hléum og sinnti sínum störfum með miklum ágætum. Ólafur Logi var hlý persóna og vildi ætíð leysa hvers manns vanda. Hann var mikill vinur vina sinna og gleymdi þeim ekki þótt þeir lentu í mótbyr eða vandamálum. Ólafur Logi var gleðimaður af Guðs náð og undi sér vel innan um fögur fljóð og vín. Hann háði marga hildi við Bakkus konung og gekk á ýmsu, stundum hafði Óli betur og stundum varð hann undir, en hann gafst aldrei upp í þessari baráttu. Hann var mjög slyngur stangveiði- maður og stóðust fáir honum snún- ing þegar honum tókst best upp. Hann og Gestur heitinn frændi hans fóru saman í margar veiðiferðir sem þeir nutu báðir til hins ýtrasta. Hann hafði mjög ákveðnar skoð- anir í stjórnmálum, var einlægur stuðningsmaður sjálfstæðisstefn- unnar og frelsis einstaklingsins til athafna. Óli eignaðist tvö mannvæn- læg börn, Rósu Björk og Jónas Helga, sem syrgja föður sinn nú. Síðustu árin var hann í sambúð með Kristjönu Karlsdóttur og var sam- búð þeirra farsæl. Ég kveð Ólaf Loga vin minn og votta sambýliskonu, börnum hans og fjölskyldu samúð mína. Guð blessi minningu Ólafs Loga Jónas- sonar. Gunnar I. Birgisson. Ólafur Logi Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.