Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 26
26 UmræðanBRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 NÚ TEKUR steininn úr, nú skal fara fram með ofbeldi og ganga framhjá samþykt Alþingis. Borga skal Icesave á skilmálum Breta og Hollendinga, þjóðin á að borga reikninga fjármálamanna sem leyfðu sér að fjárfesta í „sjálfum sér“ án veða í öðru en „sjálfum sér“ sem eng- in innistæða var fyrir. Leggja skal byrðar á næstu kynslóðir á kostnað ESB-aðildar, sem þjóðin vill alls ekk- ert með hafa samkvæmt skoð- anakönnunum. Ríghalda skal í valdastólana, kúga samflokksmenn til að ná fram vilja Samfylkingar- innar að ganga til liðs við ESB. Spurningin er hversu samkvæmir samvisku sinni þingmenn VG eru. Láta þeir kúga sig eða eru þeir eins og Ögmundur og Guðfríður Lilja, trúir kjósendum sínum? Stein- grímur er löngu rúinn öllu trausti varðandi ESB, hann rígheldur í valdastólinn. Jóhanna og Steingrímur, for- ystumenn velferðarstjórnarinnar, hófust handa 1. júlí síðastliðinn. Lækkaðar voru bætur til aldraðra og öryrkja. Þau vissu greinilega hvaða hópar máttu við að missa sneið úr sinni köku. Eða var það að auðveldast var að ráðast gegn þessum tveimur hópum sem minnst mega sín og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér? Nú skal enn þrengja að. Góðir Ís- lendingar, þetta er Ísland í dag. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur. Hreina, tæra, gagnsæja velferðarstjórnin Frá Guðrúnu Jónsdóttur V i n n i n g a s k r á 26. útdráttur 29. október 2009 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1 2 4 5 4 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 9 3 4 2 4 6 4 0 5 9 3 2 6 6 9 0 8 7 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5113 18746 30101 40420 57331 72243 17221 18963 39303 53917 64812 72274 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 2 3 7 1 1 2 1 6 7 9 9 3 7 8 7 1 4 5 9 7 8 5 4 9 0 3 6 4 1 7 2 7 4 7 4 9 1 4 3 7 3 5 5 1 7 7 9 9 3 8 1 1 4 4 8 2 7 5 5 5 7 2 5 6 4 5 4 9 7 5 6 5 0 1 6 3 7 4 5 1 1 9 5 4 1 3 9 6 6 2 4 8 5 0 0 5 6 3 8 8 6 5 1 6 5 7 5 6 5 7 1 7 3 2 7 7 6 8 2 2 0 3 2 4 0 8 7 6 4 8 6 3 3 5 6 3 9 5 6 6 2 7 9 7 6 1 4 9 2 0 4 8 9 9 0 7 2 3 4 4 4 4 1 2 0 3 4 8 9 9 1 5 7 2 5 3 6 7 0 2 1 7 6 1 5 7 2 1 0 5 1 0 4 0 1 2 4 9 1 1 4 1 9 4 6 4 9 4 4 7 6 0 2 2 0 6 8 2 5 7 7 7 2 3 5 2 1 2 4 1 0 7 6 0 2 6 2 6 5 4 1 9 7 9 5 0 7 2 9 6 0 2 2 8 6 8 6 9 5 7 7 2 6 8 2 9 4 2 1 1 1 3 8 2 7 3 1 2 4 1 9 8 3 5 1 1 4 1 6 1 7 4 2 6 9 5 9 8 7 7 6 2 6 4 3 2 8 1 1 7 0 5 3 1 9 0 7 4 3 0 1 2 5 1 7 8 9 6 1 8 6 1 6 9 7 1 8 7 9 9 9 6 4 9 3 5 1 2 0 8 3 3 2 7 3 8 4 4 1 9 2 5 2 5 3 7 6 1 8 8 9 7 2 3 0 5 5 4 0 0 1 5 7 1 4 3 3 0 5 2 4 4 7 0 7 5 2 7 3 4 6 3 3 3 5 7 2 6 5 8 6 0 1 3 1 5 7 7 6 3 3 1 3 7 4 5 1 7 1 5 3 4 6 7 6 3 4 3 7 7 3 4 9 2 6 8 4 4 1 6 7 7 2 3 5 8 0 2 4 5 6 7 4 5 4 0 3 0 6 3 5 2 3 7 4 3 8 6 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 3 0 6 1 3 7 4 1 2 4 7 7 9 3 5 6 4 1 4 6 5 7 8 5 6 9 7 6 6 6 0 2 9 7 5 9 6 2 7 9 8 1 3 8 5 0 2 5 4 7 0 3 5 8 1 7 4 6 8 8 9 5 7 0 6 1 6 6 8 2 3 7 5 9 9 4 1 3 5 0 1 3 8 7 6 2 5 8 2 7 3 6 8 3 4 4 7 1 8 8 5 7 1 8 5 6 7 2 5 8 7 6 0 3 1 2 2 8 8 1 4 0 4 8 2 5 9 9 2 3 7 6 8 2 4 9 2 6 6 5 7 2 3 9 6 7 2 5 9 7 6 2 6 6 2 8 2 6 1 4 2 2 1 2 6 1 5 2 3 8 1 1 1 4 9 5 4 9 5 7 3 8 1 6 7 5 2 4 7 6 6 6 1 4 7 3 8 1 4 2 3 3 2 6 2 3 6 3 8 2 6 2 4 9 8 1 7 5 7 5 0 6 6 7 6 0 0 7 6 7 5 3 4 7 7 3 1 4 5 2 7 2 6 3 6 4 3 8 7 9 8 4 9 8 2 9 5 7 6 7 3 6 7 8 9 2 7 7 5 6 2 5 5 3 8 1 4 8 5 7 2 6 3 8 3 3 8 8 0 4 4 9 9 6 9 5 7 9 9 0 6 8 0 9 6 7 7 5 7 8 6 0 0 2 1 5 5 2 3 2 6 7 0 8 3 9 1 4 8 5 0 7 2 1 5 8 1 6 5 6 8 1 9 0 7 7 7 6 2 6 4 1 8 1 5 6 4 6 2 6 7 6 4 3 9 2 0 1 5 0 7 5 4 5 8 6 2 7 6 8 9 1 0 7 7 9 2 1 6 5 4 1 1 5 8 3 1 2 7 2 7 0 3 9 9 2 7 5 0 7 8 7 5 9 2 5 9 6 9 0 9 7 7 8 1 5 0 6 7 8 4 1 6 2 6 0 2 7 2 7 3 4 0 3 1 3 5 1 1 8 2 5 9 6 9 4 6 9 2 6 5 7 8 3 4 7 6 8 2 7 1 6 4 7 4 2 7 3 0 2 4 0 6 9 1 5 1 2 7 4 6 0 1 4 5 6 9 6 7 8 7 8 5 7 8 7 0 7 2 1 6 7 8 2 2 8 2 2 0 4 1 2 5 7 5 1 4 1 0 6 0 2 2 5 6 9 9 3 0 7 8 7 6 6 7 1 3 1 1 7 2 0 6 2 8 2 7 0 4 1 4 3 3 5 1 6 6 4 6 0 2 4 8 6 9 9 6 0 7 8 8 0 4 7 2 7 8 1 7 2 4 5 2 8 3 8 5 4 2 1 7 1 5 1 9 3 9 6 0 2 8 2 7 0 4 2 5 7 8 8 2 3 7 2 9 0 1 7 7 8 5 2 9 1 0 5 4 2 1 8 4 5 2 0 3 1 6 0 8 1 7 7 0 6 8 5 7 8 8 7 2 9 3 6 6 1 8 5 1 2 2 9 3 5 6 4 2 4 7 7 5 2 1 3 0 6 0 9 1 3 7 0 8 2 2 7 8 8 9 4 9 3 8 2 1 8 6 8 5 3 0 3 5 7 4 2 5 5 6 5 2 3 6 7 6 1 1 0 9 7 0 9 3 3 7 9 1 3 9 9 4 0 4 2 0 5 2 0 3 0 4 8 3 4 3 3 8 2 5 2 8 0 9 6 1 8 4 2 7 2 1 0 0 7 9 2 2 0 9 4 7 4 2 0 5 6 9 3 0 5 2 4 4 3 4 6 0 5 3 2 0 4 6 1 8 9 1 7 2 3 1 0 7 9 6 3 5 9 8 8 2 2 1 6 0 8 3 0 6 4 4 4 3 7 3 6 5 3 3 1 9 6 2 2 0 2 7 2 3 5 0 7 9 6 4 1 1 1 4 2 2 2 1 9 0 2 3 0 8 1 6 4 4 0 4 9 5 3 5 5 8 6 2 7 6 1 7 3 2 4 4 7 9 6 4 9 1 1 5 5 3 2 2 0 0 1 3 0 8 6 3 4 4 1 4 0 5 3 6 6 3 6 3 0 8 6 7 3 5 0 3 7 9 6 6 7 1 1 6 0 4 2 2 3 5 9 3 1 8 6 6 4 4 6 3 4 5 3 6 7 1 6 3 2 2 6 7 4 3 0 8 7 9 8 1 6 1 2 0 7 2 2 2 8 5 4 3 2 6 7 1 4 4 8 0 8 5 3 7 1 7 6 3 2 9 5 7 4 7 5 2 7 9 9 0 0 1 2 4 4 5 2 3 0 9 0 3 2 8 1 3 4 4 9 1 4 5 3 8 4 2 6 3 3 3 3 7 4 9 8 5 1 2 4 7 8 2 3 3 9 2 3 4 0 2 2 4 5 2 0 2 5 3 9 1 8 6 3 3 9 7 7 5 5 3 1 1 2 5 7 7 2 3 4 8 9 3 4 2 1 3 4 5 6 0 7 5 5 4 4 1 6 3 5 3 4 7 5 5 3 4 1 3 4 9 3 2 3 5 5 6 3 5 0 2 2 4 5 8 9 5 5 6 2 1 6 6 4 1 0 4 7 5 6 4 3 1 3 5 6 9 2 3 8 9 8 3 5 1 9 0 4 5 9 2 0 5 6 5 7 6 6 4 5 6 5 7 5 6 4 8 1 3 5 8 2 2 3 9 7 9 3 5 5 7 8 4 5 9 7 6 5 6 9 2 5 6 5 5 2 8 7 5 6 9 2 Næstu útdrættir fara fram 5. nóv, 12. nóv, 19. nóv & 26.nóv 2009 Heimasíða á Interneti: www.das. Í GREIN um Kárahnjúkavirkjun, sem Björn Jóhannsson skrifar í Morgunblaðið, er enn einu sinni hamrað á staðreyndavillum, sem eiga að fegra hana. Lítum á nokkrar villur hans og fleiri. 1. Hálslón er eins og lónið, sem þarna var í lok ísaldar. Rangt: Lónið í lok ísaldar var í dalbotn- inum og bara brot af því heljarlóni sem nú sökkvir öllum dalnum. 2. Enginn munur verður á fram- kvæmdasvæðinu „þegar veðrun hefur slétt úr síðustu skófluför- um“. Rangt. Hrikalegar mal- argryfjur með stórum hamra- veggjum blasa við þeim sem þarna koma fyrri part sumars. 3. „Hálslón er látlaust heiða- vatn, sem fellur ótrúlega vel inn í landslagið eins og það hafi alltaf verið þarna með sandey, áður sandfell, vatnaprýði hin mesta.“ Röng alhæfing. Hálslón kemur undan vetri 45 metrum lægra en það er í september. Meirihluti lón- stæðisins er þá á þurru, þakinn fíngerðum sandi og leir sem myndar sand- og leirstorma, sem gerir ólíft á svæðinu þegar þeir geisa. „Vatnaprýðin“ er þá sand- fell, sem lónið sagar í sundur að neðanverðu. 4. Hálslón hefur opnað leið fyrir ferðamenn og hreindýr og annars hefði ekki verið hægt að brúa ána. Rangt: Ódýr og nett brú var sett á Jöklu meðan á framkvæmdum stóð og hefði ekki þurft virkjun til. Jöklajeppar og hreindýr, sem áður áttu greiða leið yfir Jöklu á ísi á útmánuðum, komast nú ekki yfir vegna íshranna og sprungna uppi við bakka lónsins sem myndast þegar ísþekjan fellur niður tugi metra þegar lækkað er í því. Utan í Kárahnjúk sest ófær hallandi snjóskafl. Hálslón er nýr 25 kíló- metra langur og hættulegur far- artálmi frá nóvember fram í júní. 5. Virkjunin hefur opnað leið niður í stórkostlegt gljúfrið með því að fjarlægja kolmórautt jökul- fljótið. Rangt: Það þurfti ekki að virkja til að skapa aðgengi að gljúfrinu. Ég gekk niður svonefnt Niðurgöngugil 1998. Nú vantar þá risavöxnu þjöl, sem 10 milljónir tonna af aurburði hreinsuðu Hafrahvammagljúfur með á hverju sumri og gljúfrin eru byrj- uð að fyllast af grjóti sem fellur úr gljúfurveggjunum og áin hreinsar ekki lengur í burtu. 6. Í heimildarmynd Landsvirkj- unar er sagt að Lagarfljót hafi fríkkað við það að verða ræpu- brúnt í stað þess að vera blá- grænt, – nú sé það á litinn eins og sólbrún yngismey. Jæja? Helsta og mest auglýsta náttúruperla Banff-þjóðgarðsins í Klettafjöllum er Lovísuvatn vegna hins sér- stæða blágræna litar síns. Þegar ég kom þangað í fyrsta sinn hróp- aði ég upp: Nei, þetta er bara eins og Lagarfljótið á björtu sum- arkvöldi! En auðvitað hafa auglýs- endur Banff-þjóðgarðsins rangt fyrir sér. Best væri að gera Lovísuvatnið ræpubrúnt eins og til stendur að gera hinn heiðbláa Langasjó. 7. Elliðavatn er manngert. Rangt: Elliðavatn var þarna fyrir virkjun þótt það væri minna en það varð eftir að vatnsborðið var hækkað. Myndi Almannagjá verða flottari ef Þingvallavatn yrði hækkað og hægt að sigla inn á gjána? Lokaorð: Hálslón er votur graf- reitur hins magnaða Hjalladals. Kirkjugarðar eru fallegir en meira virði var þó fólkið sem hvílir þar. Og engan veit ég þann grafreit sem leirstormar standa úr. ÓMAR RAGNARSSON, hefur árum saman unnið að gerð heimildarmyndar um Hálslón. Staðreyndir um Hálslón Frá Ómari Ragnarssyni SAMKVÆMT dýraverndunar- lögum er lausaganga sauðfjár ekki leyfileg yfir veturinn af mannúðar- ástæðum. Hinn 27. október hófst smölun á villtu fé sem hefst við í kringum fjallshrygginn Tálkna. Það fé sem ekki tekst að smala stendur til að skjóta á færi af mannúðar- ástæðum. Hér er um villt sauðfé að ræða sem hefur hafst þarna við allt frá árinu 1950. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að útrýma þessum villta stofni. Síðast þegar það var gert var féð skotið og hræ- in voru skilin eftir á víðavangi. Alls 23 kindur skotnar árið 2004. Drápin á þessu frjálsa fé eru samkvæmt fyrirmælum sýslumanns og héraðs- dýralæknis. Það að skjóta féð á klettum og í skorningum og láta því blæða þar út er gert af mannúðar- ástæðum. Af mannúðarástæðum geta héraðsdýralæknirinn og jafn- vel sýslumaðurinn ekki til þess hugsað að féð svelti í hel eða hrapi af klettum í vondum veðrum. Það sé því betra að skjóta það. Hér virðist vera á ferðinni sama mannúðarhugmyndafræðin og hjá mannréttindaráðuneytinu að best sé fyrir ungan mann frá Írak að setja hann í járn og senda hann til Grikklands, þaðan sem hann verður samkvæmt tölfræðinni sendur til Íraks ef ekki verður þegar búið að bana honum eins og föður hans fyr- ir nokkrum árum. Nour flúði Írak 15 ára gamall eftir að íslenskt stjórnvald lagði blessun sína yfir árásir á föðurland hans þar sem tugir þúsunda kvenna og barna voru drepnir að tilefnislausu. Vestfirskur sýslumaður hefur áð- ur gert garðinn frægan þegar hann hundelti Jón lærða Guðmundsson, sem vann sér það helst til óhelgi að andmæla morðum á skipbrots- mönnum árið 1615. Ari sýslumaður hafði gefið fyrirmælin um drápin. Vilja menn ekki vinsamlegast hætta þessu háttalagi að skjóta fé á fjalla- syllum og handjárna ungmenni sem flúið hafa heimalönd sín sem við höfum hjálpað til að sprengja í tætlur. Vilja mannúðar- og mann- réttindavaldhafar ekki vinsamlegast hætta að skjóta frjáls dýr og járna ungmenni sem eiga um sárt að binda. Jón var í framhaldi af því að and- mæla sýslumanni kærður fyrir galdra og flosnaði upp frá fjöl- skyldu og börnum um hávetur og síðar dæmdur útlægur á Alþingi. Það er eindregin ósk að valdsmenn hætti að skjóta sér á bak við reglu- gerðir til að stunda ofbeldi gagn- vart fólki og dýrum. Getur verið að dýrin sem á að skjóta séu sauðfé sem hefur læknast af riðu og gæti í framtíðinni verið grunnur að sterk- um íslenskum sauðfjárstofni sem ræður við erfiða sjúkdóma framtíð- arinnar? Er unga fólkið sem berst fyrir mannréttindum og villtur ís- lenskur sauðfjárstofn vandamál hins íslenska samfélags? ÓLAFUR JÓNSSON, Álafossvegi 23, Mosfellsbæ. Vér morðingjar Frá Ólafi Jónssyni ÞEGAR ég var að tala um það við vin minn, að nú yrði ég að fara að skrifa í blöðin, um nokkr- ar tillögur mín- ar, sem ég hafði gaukað að þing- mönnum og ráðherrum Vinstri grænna og … „leggja það undir dóm þjóðarinnar,“ greip hann fram í fyrir mér og sagði: „Siggi, þetta er gjörsamlega til- gangslaust hjá þér, og þar sem ég veit að þú ert dálítið trúaður, þó þú látir ekki á því bera og far- ir vel með það, skaltu bara líta svo á, að þessi ríkisstjórn sé guðs gjöf, send landsmönnum til að kenna okkur að lifa við skort, at- vinnuleysi og almenna fátækt. Það þarf að kenna þessari þjóð nægjusemi og sparsemi og hvern- ig hægt er að lifa af litlu, eins og við höfum oft þurft að gera sjálf- ir.“ Mig setti hljóðan við þessa ræðu, en sagði svo: „En atvinnu- leysið verður agalegt nú í vetur, að minnsta kosti 14-15%, og ekki bara hér á suðvesturhorninu, heldur um allt land, nema gripið sé til róttækra aðgerða.“ „Þú með þín 14%,“ sagði hann, „spáðirðu þessu líka síðasta vet- ur?“ „Hvernig átti ég að halda ann- að, vorum við ekki búnir að kom- ast að því, að óseldar fullgerðar íbúðir á Stór-Reykjavíkursvæðinu væru 3700, hálfkláraðar og til- búnar undir tréverk væru annað eins, og íbúðir á byrjunarreit væru vænn slatti, svo í allt færi þetta í 10 þúsund,“ svaraði ég. „Þú veist hvernig byggingariðnaðurinn tengist vítt og breitt um þjóðfélagið,“ hélt ég áfram, „ekki bara í jarðvegs- framkvæmdir, heldur…“ hér kom löng runa hjá mér, sem ég ætla að hlífa lesandanum við, en bætti svo við: „Og atvinnuleysið var svona lítið síðasta vetur, vegna þess að atvinnurekendur höguðu sér ekki eins og Gunnar Þorláksson hjá Bygg (sem þó hagaði sér aðeins sem harður bisnessmaður, ef þú selur ekki þína vöru, þá verður þú að segja upp fólki), heldur héldu mann- skap, þó þeir seldu lítið sem ekki neitt, því þeir voru með margar fyrirvinnur fjölskyldna í vinnu.“ Hér ætla ég að stoppa þetta spjall, þó við segðum margt fleira og koma með tillögur, í þeirri von, að þær geri eitthvert gagn. 1) Strandveiðar skulu leyfðar í vetur; fyrsta tímabil 15. nóv. til 15. desember. Aflamark 800 kg/ dag, takist á línu eða rúllu. Veð- urstofan getur stöðvað þessar veiðar tímabundið, fyrir landið eða landsvæði, svo menn drepi sig ekki á græðginni. 2) Úthlutað skal 4-5kg/mán. af frystum fiskflökum til; a) náms- manna, b) atvinnulausra, c) ör- yrkja í lægri tekjuflokki (sem hafa ekki greiðslur frá lífeyr- issjóðum), d) fjölskyldna, sem eru í neyð (þá tvöfalt). Er ekki eðlilegt, að framan- greindir aðilar greiði eitthvað á móti? Þá hef ég hugsað mér, að hver greiði með 8 tíma vinnu einn starfsdag) til þess bæj- arfélags, sem hann er í, á mán- uði. Þetta hefur líka þá verkun, að erlendir aðilar, sem hafa of oft boðið 40% af meðalverði, und- anfarið, fái samkeppni um fisk- verðið. Heldur étum við okkar eigin fisk, en að selja hann undir kostnaðarverði (að kaupa hann og vinna hann). SIGURÐUR VALSSON, öryrki. Tillögur til bóta Frá Sigurði Valssyni Sigurður Valsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.