Morgunblaðið - 30.10.2009, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.10.2009, Qupperneq 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 ✝ Hjálmar JóhannNíelsson fæddist á Seyðisfirði 15. nóv- ember 1930. Hann andaðist þriðjudaginn 20. október sl. For- eldrar hans voru Níels Sigurbjörn Jónsson, f. 19.3. 1901, d. 24.1. 1975, og Ingi- ríður Ósk Hjálm- arsdóttir, f. 8.7. 1898, d. 30.3. 1961. Systkini Hjálmars eru Bragi, f. 16.2. 1926, Sigrún, f. 19.12. 1927, og Rós, f. 11.3. 1929, d. 26.11. 1998. Hinn 17. júní 1958 kvæntist Hjálmar Önnu Þorvarðardóttur frá Eskifirði, f. 28.10. 1935. Foreldrar hennar voru Þorvarður Guðni Guð- mundsson, f. 27.8. 1910, d. 2.6. 1975, og Lilja Sverrisdóttir, f. 25.12. 1915, d. 5.5. 1997. Synir Hjálmars og Önnu eru: 1) Níels Atli, f. 18.3. 1958, kvæntur Kristrúnu Gróu Ósk- arsdóttur, f. 21.8. 1969. Sonur þeirra er Hjálmar Aron, f. 26.10. Seyðisfirði starfaði Hjálmar í 15 ár. Lauk þar sveinsprófi í vélvirkjun 1961, og öðlaðist meistararéttindi í faginu 1965. Vélgæslumaður hjá RARIK 1973-1977. Forstöðumaður skipaafgreiðslu Seyðisfjarðar- hafnar 1977-1982. Yfirmatsmaður hjá framleiðslueftirliti sjávarafurða 1982-1984. Tryggingafulltrúi við embætti sýslumanns Norður-Múla- sýslu og bæjarfógeta á Seyðisfirði 1985-2000. Sat í bæjarstjórn Seyð- isfjarðar 1974-1978, en áður vara- maður 1966-1974. Starfaði í fjöl- mörgum nefndum á vegum bæjarstjórnar Seyðisfjarðar. Gegndi einnig trúnaðarstörfum á vegum Lionshreyfingarinnar og í félagi eldri borgara á Seyðisfirði, og var einn af stofnendum Viljans, félags fatlaðra á Seyðisfirði. Síðast starfaði Hjálmar við farþega- afgreiðslu Austfars hf., í tengslum við farþega- og bílaferjuna Nor- rönu. Útför Hjálmars verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 30. októ- ber, og hefst athöfnin kl. 14. 1998. Fyrir átti Gróa soninn Óskar Halldór Guðmundsson, f. 27.4. 1988. 2) Þorvarður Ægir, f. 9.10. 1962, fyrrv. eiginkona er Sólveig Einarsdóttir, f. 15.2. 1965. Börn þeirra eru Einar Óli, f. 9.2. 1985, Anna Silvía, f. 2.8. 1988, og Rúnar Leó, f. 30.6. 1995. 3) Agnar Ingi, f. 7.7. 1966, kvæntur Ingu Hönnu And- ersen, f. 23.7. 1965. Börn þeirra eru Hjálmar Ragnar, f. 15.6. 1988, og Hanna Sigríður, f. 6.8. 1994. Áður átti Agnar Ingi dótt- urina Auði Maríu, f. 20.1. 1985, móðir Saga Valsdóttir, f. 7.4. 1966. Hjálmar bjó alla sína ævi á Seyð- isfirði, og lauk þar skyldunámi. Gagnfræðingur frá Eiðaskóla 1948. Stundaði í fyrstu almenn verka- mannastörf, síðan verkstjórn, síld- armatsstörf á Seyðisfirði, Siglufirði og í Keflavík. Í vélsmiðjunni Stál á Með þessum orðum langar mig að kveðja minn elskulega tengdapabba. Sú stund þegar kveðja þarf ástvin er alltaf erfið. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að fá að kynnast þér þegar ég byrjaði að vera í sambandi með frumburði þínum, honum Níelsi Atla, fyrir tæpum fimmtán árum. Þú og Anna tengdamamma tókuð mér og Óskari, syni mínum, opnum örmun og voruð svo góð við okkur og tókuð hon- um sem einu af barnabörnum ykkar. Svo eignuðumst við Níels son sem við skírðum í höfuðið á þér og þú varst svo stoltur af honum eins og öllum í fjölskyldunni. Þú og Anna tengdamamma voruð svo samrýnd og góð hvort við annað og hennar missir er mikill. Þar með kveð ég þig, elsku Hjálmar minn, með söknuði og megi Guð varðveita og styrkja Önnu, minn elskulega eig- inmann Níels Atla, bræður hans, barnabörn og aðra aðstandendur og vini í þessari miklu sorg. Þín tengdadóttir Kristrún Gróa Óskarsdóttir. Hjálmar, kæri frændi, nábúi og vinur. Nú er komið að kveðjustund. Það er sárt eftir meira en 70 ára nota- leg samskipti. Ég held að enginn okk- ar vina þinna hafi gert ráð fyrir þess- um umskiptum á þessum tíma. Sennilega síst þú sjálfur, enda varstu á fullu í ótal verkum fram á síðustu sekúndu. Þar sem ég nú skrifa þessar línur, er ég í nokkrum vanda. Mig langar til að lýsa svo mörgu í fari þínu, störfum þínum gegnum tíðina, vinnunni fyrir daglegu brauði, fé- lagsstörfum, s.s ótal stundum í þágu Lions og Félags eldri borgara á Seyð- isfirði. Áfram mætti telja sýsl þitt við ólíklegustu hluti, en þess er ekki kostur í stuttri grein. Fáa veit ég þér jafn fjölhæfa. Ég hygg að þú hafir notað vel þann tíma sem þér var skammtaður hér á jörð. Þú varst upptekinn maður, enda með óteljandi áhugamál. Þó neitað- irðu aldrei að taka að þér allskonar verk, svo sem fræðagrúsk, lagfæring- ar og viðgerðir á ólíklegustu hlutum, enda varstu völundur í höndunum. Þann kost áttirðu reyndar ekki langt að sækja, trúlega bæði úr föður- og móðurætt. Mikill samgangur var ávallt milli heimila okkar, enda voru foreldrar okkar systkin. Að koma á æskuheim- ili þitt að Bjólfsgötu 1 var eins og að koma á einskonar tæknisafn. Þar hafði Níels faðir þinn nefnilega farið höndum um hluti, gert þá hagkvæm- ari, og smíðað aðra sem sýndu mikla hugkvæmni. Því kom æskuheimili þitt iðulega í hug mér þegar litið var inn til ykkar Önnu. Enda standa hús okkar hlið við hlið. Þar er nefnilega ekki ólíkt um að litast og á Bjólfsgötu 1 á sínum tíma. Frændi sæll, þú varst sannarlega lukkunnar pamfíll í lífinu. Þú sýslaðir við svo ótal mörg áhuga- svið, eins og áður er getið. Einn af kostum þínum var mikil kímnigáfa og góðir leikhæfileikar sem þú notaðir oft. Allir vissu á hvaða kanti þú spil- aðir á velli stjórnmálanna. Mesta gæfa þín í lífinu var að þú fékkst að ganga stóran hluta lífs- göngunnar við hlið Önnu þinnar. Þið eignuðust þrjá góða syni, þá Níels Atla, Þorvarð Ægi og Agnar Inga. Hvernig átti annað að vera? Sá völ- undur sem þú varst. Þar á hún Anna þín sinn helming. Auður ykkar var í afkomendum sem þið sinntuð af alúð. Engum sem til ykkar þekkti, eða bara sá ykkur saman, duldist hve samrýnd þið voruð. Þegar þið unnuð í garðræktinni kringum húsið ykkar var aldrei langt á milli ykkar, enginn veggur skildi ykkur að. Þið þurftuð helst alltaf að vera bæði í tal- og augnsambandi. Anna þín hefur því mikið misst. Hjálmar minn, við lofum að styðja hana eins og við getum. Myndir eru samsettar úr punktum. Þú varst punktur í mynd Seyðisfjarð- ar. Nú þegar þinn punktur hverfur, þá dofnar myndin. Þar með er ekki sagt að þú hverfir, því efalaust mun andi þinn svífa áfram hér á milli Bjólfs og Strandartinds. Vinir þínir og ættingjar þakka þér samveruna á Hótel Jörð, votta Önnu, sonum ykkar og öðrum aðstandendum djúpa sam- úð, um leið og við óskum þér farsæld- ar á vegi eilífðarinnar. Við vitum að þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti. Farðu vel frændi. Jóhann B. Sveinbjörnsson. Við Hjálmar vorum vinnufélagar frá árinu 1989 til ársins 2000. Þegar ég kynntist Hjálmari fyrst hinn 1. mars 1989 fannst mér eins og ég hefði ávallt þekkt hann og leit á hann sem vin minn frá þeirri stundu. Hjálmar hafði þann mann að geyma að ekki var hægt annað en láta sér þykja vænt um hann. Hjálmar var mikill vinnuþjarkur og gekk að hverju verki af einurð og var aldrei ánægður fyrr en verkum var lokið á hinn vandaðasta máta. Þannig var allt hans líf vandað og gegnheilt. Við áttum mikið og gott samstarf í Lions- klúbbi Seyðisfjarðar og þar var hann, sem og annars staðar, hrókur alls fagnaðar. Hjálmar gegndi öllum helstu embættum í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar á löngum og farsælum ferli sínum innan klúbbsins. Hann var stallari klúbbsins og er skarð hans vandfyllt. Hjálmar var einnig í forystusveit Hjartaverndar. Þá vann Hjálmar mikið og óeigingjarnt starf fyrir Framtíðina, félag eldri borgara á Seyðisfirði. Hann hafði sterkar stjórnmálaskoðanir og lá ekki á þeim. Oft var mikið fjör á sýsluskrifstof- unni í aðdraganda kosninga og var mikið gaman að ræða við Hjálmar um pólitík, þótt skoðanir féllu ekki alltaf saman. Hjálmar var búinn miklum sagn- aranda og hann var líka góð eftir- herma og skáld. Oft var því glatt á hjalla í gömlu Norrænu þegar þeir kváðust á Hjálmar, Jón Halldór og Hákon heitinn Aðalsteinsson. Ánægjulegustu minningarnar um Hjálmar í mínum huga eru sögurnar sem hann sagði fullar af fróðleik og skemmtiefni. Hjálmar lét af störfum hjá hinu opinbera þegar hann varð sjötugur hinn 15. nóvember 2000. Hann var þó langt í frá hættur að vinna og púlaði inni í kirkjugarði og við afgreiðslu ferjunnar fram á síð- asta dag. Hann vann að skráningu skjala og sendingu til Þjóðskjala- safns. Hann hélt alla tíð góðu sam- bandi við sinn gamla vinnustað þó að í nógu væri að snúast annars staðar, sem er til marks um hversu félags- lyndur hann var. Þegar hann fann auða stund notaði hann hana til að mála myndir og má segja að honum hafi aldrei fallið verk úr hendi. Aðdáunarvert var að fylgjast með þeim hjónum og samheldni þeirra. Þau gerðu alla hluti saman hvort sem var í leik eða starfi. Nú í aðdraganda kveðjustundar hefi ég vitnað það á drengjunum hans þremur hversu góður faðir hann hefur verið. Hjálm- ar var fyrirmyndarfjölskyldufaðir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Við Hrafnhildur sendum fjölskyldu Hjálmars, Önnu, Níelsi Atla, Þor- varði Ægi, Agnari Inga, tengdabörn- um, barnabörnum og barnabarna- börnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við þökk- um dýrmætar stundir á liðnum ára- tugum. Lárus Bjarnason. Kveðja frá samstarfsmönnum Það grunaði engan okkar á mánu- dagskvöldið í síðustu viku þegar við komum til að taka á móti skipinu, að þetta yrði í síðasta sinn sem við hitt- umst. Morguninn eftir barst okkur sú harmafregn að félagi okkar, Hjálmar Níelsson, hefði látist skyndilega þá um nóttina. Hjálmar hóf störf hjá Austfari við innritun og móttöku á farþegaferj- unni Norrönu vorið 2003 þegar nýtt skip hóf komur hingað til Seyðisfjarð- ar. Það var kannski lýsandi fyrir Hjálmar og athafnasemi hans, að hann skyldi hefja störf hjá okkur um svipað leyti og margir aðrir setjast í helgan stein. Hjálmar var einstak- lega áhugasamur um vinnuna og þótt starfið ætti aðeins að vera hlutastarf sinnti hann því af einskærum áhuga og samviskusemi. Það var yfirleitt þannig að daginn áður en skipið átti að koma var Hjálmar mættur til að kanna hvort ekki væri allt á áætlun og fylgdist alltaf grannt með að skipið væri á réttum tíma. Ef einhver breyt- ing varð á komu- eða brottfarartíma var Hjálmar oftast fyrstur á staðinn og tilbúinn í slaginn, en þá var hann gjarnan búinn að aka út með firði og fylgjast með því þegar skipið birtist. En þannig var Hjálmar. Hann gat aldrei setið auðum höndum og náði aldrei leikni í þeirri list að gera ekki neitt. Erlendir starfsmenn Smyril- Line hafa reyndar oft haft á orði hversu vel innritun hefur gengið hér og hvað starfsfólkið leggur mikla alúð við vinnu sína og þar átti Hjálmar ekki sístan þátt. Eftir að hefðbundnum starfsferli lauk lagði Hjálmar hönd á plóg á mörgum sviðum. Hann var virkur í félagi eldri borgara á Seyðisfirði, starfaði í Lionshreyfingunni og einn- ig var hann síðustu árin annar af um- sjónarmönnum kirkjugarðsins ásamt félaga sínum Jóhanni Grétari Einars- syni. Þá eru þau ekki fá handtökin sem liggja eftir hann í garðinum heima hjá honum og konu hans, Önnu Þorvarðardóttur, á Garðarsvegi 8. Nú þegar líður að kveðjustund verður okkur óneitanlega hugsað til kaffitímanna okkar hér í Austfari áð- ur en við fórum að taka á móti skip- inu. Hjálmar hafði yfirleitt eitthvað skemmtilegt til málanna að leggja, hvort sem verið var að ræða lands- málin eða segja sögur af fólki eða við- burðum frá fyrri tíð, en þar var Hjálmar hafsjór af fróðleik. Þessara stunda eigum við eftir að sakna. Um leið og við þökkum Hjálmari samfylgdina sendum við eiginkonu hans, Önnu Þorvarðardóttur, og son- um þeirra og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsmanna Austfars, Sófus Þ. Jóhannsson. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum vel, Hjálmari Níelssyni. Hann starfaði sem tryggingafulltrúi á skrif- stofu sýslumannsins á Seyðisfirði, þar sem við störfuðum saman um árabil. En Hjálmar var annað og meira en tryggingafulltrúi, sem var þó ansi umsvifamikið starf. Hann var einnig kallaður til ef gera þurfti við áhöld eða búnað og oftar en ekki kunni hann ráð, enda menntaður vél- smiður og með haldgóða framhalds- menntun í skóla lífsins. Hjálmar starfaði á sýsluskrifstof- unni þar til hann fór á eftirlaun. Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum, seinni árin í Félagi hjartasjúklinga, Félagi eldri borgara og Lionsklúbbi Seyðisfjarðar. Leiðir okkar á félags- málasviðinu lágu fyrir nokkrum árum saman í starfinu í Lionshreyfingunni, þar sem Hjálmar var ötull og skemmtilegur félagi. Hjálmar var hafsjór af fróðleik um sögu lands síns og sögu Seyðisfjarð- ar. Hann aflaði til dæmis heimilda um sögu sýslumanns Norður-Múlasýslu og ýmsa þætti um fleiri efni skráði hann. Hann var frábær sögumaður og mér fannst yndislegt að heyra hann rifja upp skemmtilegar sögur frá stríðsárunum eða síldarárunum, en allar þessar sögur voru fullar af fínni kímni og gáska sem einkenndi Hjálmar framar öðru. Minningin um góðan vin og mikinn mannvin lifir. Ég og fjölskylda mín viljum votta Önnu og fjölskyldu hennar samúð okkar. Jón Halldór Guðmundsson. Það er einn grunnþáttur í gæfu minni að hafa kynnst fjölmörgu mætu fólki, til þess fékk ég gjöfult tækifæri. Á þingmannsferli mínum sannaðist mér að styrkur okkar mestur var í traustum félögum góðr- ar gerðar sem héldu merki flokksins uppi á sínum stað af einurð og rök- festu, hugsjónafólk sem vildi jöfnuð og réttlæti í samfélaginu umfram annað. Einn hinna mætustu félaga minna eystra hefur nú kvatt okkur svo skyndilega og óvænt og minning- ar um kynnin kær hrannast að huga. Það var vösk sveit sem Alþýðubanda- lagið átti á Seyðisfirði og þar var Hjálmar Níelsson jafnan framarlega í sveit, enda honum sýndur mikill trúnaður félaganna, tillögugóður og ráðhollur, en einnig gagnrýninn á það sem honum þótti miður fara, en þar réð sanngirnin líka ferð. Slíka félaga var gott að eiga. Hjálmar var afar vel gjörður greindarmaður sem átti verðugt traust fjölda fólks og réttsýni hans og samvizkusemi ásamt með- fæddri hjálpsemi voru hinir dýrmætu förunautar hans í störfum, en starf hans tengdist svo ríkulega mannleg- um samskiptum. Þar vildi hann leysa hvers manns vanda og honum borin afar vel sagan að vonum. Það var þeim sem til hans leituðu dýrmætt, því ásamt hinum góðu eðliskostum hans fann fólk að hjarta hans sló með þeim sem erfiðari áttu lífsgönguna. Hann átti geislandi glettni og var næmur á hið broslega í tilverunni, en alvaran átti þar sinn ríka sess. Hann var gæfumaður í einkalífi sínu og kunni mætavel að meta góðar gjafir lífsins. Þegar síðast bar saman fund- um var hann glaðbeittur sem alltaf fyrr og við áttum stutt en gott spjall saman. Og nú er þessi glaðbeitti félagi fall- inn frá og harmur kveðinn að hans ágætu eiginkonu sem og öllu þeirra fólki og Hjálmars er sannarlega víða saknað. Þeim öllum eru innilegar samúðarkveðjur sendar. Ég þakka trygga samfylgd fjölda ára og kveð minn góða félaga með eft- irsjá. Minning hans er heiðrík og hugumkær. Helgi Seljan. Hjálmar Jóhann Níelsson Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Lokað Fyrirtækið verður lokað föstudaginn 30. október vegna útfarar okkar elskulegu ÓLAFÍU ÁSBJARNARDÓTTUR (LOLLÝJAR). ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÁLFHEIÐAR ÁSTVALDARDÓTTUR, Björk v/Freyjugötu, Sauðárkróki. Ástvaldur Guðmundsson, Ólafur Helgi Jóhannsson, Alda Valgarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.