Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 Nú hefur enn ein mælingin fariðfram á gagnsemi stefnu ríkis- stjórnarinnar. Ein röksemdin sem færð var fram til stuðnings því að samþykkja Icesave-klafann og þar með að fá lán frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum var að með því mundi krón- an styrkjast.     Nú hefur ríkisstjórnin fyrir sitt leytisamþykkt allar kröfur Breta og Hollendinga í Icesave-málinu og virð- ist fá stuðning frá ólíklegustu stjórnarþingmönnum.     Að auki hefurþað nú gerst að Al- þjóðagjaldeyr- issjóðurinn hef- ur samþykkt aðra lánveitingu til Íslands. Þar með hefði krónan átt að styrkjast samkvæmt kenningum talsmanna Icesave-klafans og ríkisstjórnarinnar.     Staðreyndin er þó sú að þvert ávæntingar ríkisstjórnarinnar veiktist krónan við samþykkt lánsins.     Hvernig skyldi nú standa á því?     Jú, eins og flestum sem standa utanríkisstjórnarinnar er sennilega ljóst eru auknar vaxtagreiðslur til út- landa ekki til þess fallnar að styrkja gengi krónunnar. Það að taka á sig himinháar skuldir sem ríkinu ber ekki að greiða styrkir krónuna ekki held- ur.     Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, semrétt dugar fyrir hálfsárs vaxta- greiðslum vegna Icesave-klafans, gat því ekki orðið til að styrkja gengi krónunnar.     Raunar er afar erfitt að sjá hvernigkrónan á að geta styrkst í náinni framtíð ef skuldsetningarstefna rík- isstjórnarinnar gengur alla leið. Auknar skuldir veikja krónuna Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 9 alskýjað Lúxemborg 11 léttskýjað Algarve 23 skýjað Bolungarvík 8 alskýjað Brussel 15 skýjað Madríd 24 heiðskírt Akureyri 8 skýjað Dublin 15 súld Barcelona 21 heiðskírt Egilsstaðir 12 skýjað Glasgow 14 skúrir Mallorca 20 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað London 18 léttskýjað Róm 21 heiðskírt Nuuk -3 heiðskírt París 15 heiðskírt Aþena 17 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Amsterdam 15 skýjað Winnipeg 5 alskýjað Ósló 2 heiðskírt Hamborg 10 þoka Montreal 5 skýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Berlín 8 skýjað New York 12 alskýjað Stokkhólmur 4 heiðskírt Vín 11 skýjað Chicago 13 alskýjað Helsinki 0 heiðskírt Moskva 3 skúrir Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 30. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.05 3,3 10.16 1,1 16.20 3,5 22.33 0,9 9:06 17:18 ÍSAFJÖRÐUR 0.00 0,5 6.11 1,7 12.20 0,6 18.18 1,8 9:23 17:11 SIGLUFJÖRÐUR 1.52 0,3 8.12 1,1 14.11 0,4 20.16 1,1 9:06 16:54 DJÚPIVOGUR 1.11 1,7 7.25 0,7 13.33 1,7 19.36 0,6 8:38 16:45 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum, en léttir til NA- lands. Lægir smám saman og birtir til þegar kemur fram á daginn. Kólnar, hiti 3 til 7 stig síðdegis og líkur á næturfrosti fyrir norðan. Á sunnudag Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og skúrir eða él á stöku stað. Hiti 0 til 5 stig en næt- urfrost víða um land. Á mánudag Austlæg átt og dálítil úrkoma syðst, annars þurrt að kalla. Vægt frost, en frostlaust við sjóinn. Á þriðjudag og miðvikudag Útlit fyrir norðanátt með éljum N- og A-lands og fremur kalt veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austanátt , 8-15 m/s eftir hádegi og víða rigning. Hiti 6 til 13 stig. ÖRT vaxandi fjöldi Íslendinga, nú um 17 þúsund manns, hefur undan- farin ár kosið að tilheyra evangel- ísk-lúterskum fríkirkjum og að sama skapi hefur skráðum Íslend- ingum í þjóðkirkjunni fækkað. Þrátt fyrir það er í sérstökum samningi milli ríkis og þjóðkirkju, sem gerður var fyrir um áratug, látið sem evangelísk-lúterskar frí- kirkjur séu ekki til. Þetta segir í yf- irlýsingu til stjórnvalda sem prest- arnir Hjörtur Magni Jóhannsson, Einar Eyjólfsson, Sigríður Kristín Helgadóttir, Pétur Þorsteinsson og Friðrik Schram hafa sent frá sér fyrir hönd evangelísk-lúterskra frí- kirkna á Íslandi. Nú stendur hins vegar til að end- urskoða lögin og vonast prestarnir til að þá verði tekið tillit til fjölg- unar meðlima í lúterskum fríkirkj- um. „Í þeim lögum, sem og í sér- stökum samningi milli ríkis og þjóðkirkju sem einnig var gerður fyrir um áratug um kirkjusögu- legan arf Íslendinga, er látið sem evangelísk-lúterskar fríkirkjur séu ekki til. Það veldur verulegum ójöfnuði hvað varðar fjárhag og starfsaðstöðu lútersku fríkirkn- anna samanborið við þjóðkirkjuna. Þó hefur lúterska fríkirkjuhreyf- ingin verið við lýði hér á landi nokkuð vel á annað hundrað ár, svo til allan þann tíma sem trúfrelsi hefur ríkt í landinu,“ segir í yfirlýs- ingunni. Bent er á að í stjórnar- skránni segi að hin evangelísk-lút- erska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og skuli ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. „Í ljósi þess mikla meðbyrs sem lúterskar fríkirkjur hafa haft síðustu árin er mikilvægt að ríkisstjórn Íslands og Alþingi taki fullt tillit til þeirra við endurnýjun laga og samninga er varða samband ríkis og kirkju.“ Fögur Fríkirkjan í Reykjavík. Morgunblaðið/Júlíus Segja látið sem frí- kirkjur séu ekki til Taka á tillit til fjölgunar meðlima lúterskra fríkirkna ÍSLENSKA ríkið var í Hæstarétti í gær sýknað af kröfu Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Orkuveitu Reykjavíkur og tveggja einstaklinga um að felldur yrði úr gildi hluti úrskurðar óbyggðanefndar um þjóðlendur í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins, þar á meðal Bláfjallasvæðið. Málsaðilar kröfðust þess meðal annars að viður- kennt yrði að á afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna væri engin þjóðlenda. Því hafnaði Hæsti- réttur. Þá var einnig hafnað kröfum í málinu um að landamerki tiltekinna jarða væru önnur en óbyggðanefnd ákvað með úrskurðinum. Sýknað var einnig af kröfum um viðurkenningu á eignar- réttindum á svæðinu og hafnað kröfum um viður- kenningu á fullum og óheftum afnotarétti á sama svæði. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Seltjarnar- nesbær byggðu kröfur sínar m.a. á því að fyrir þeirra tilstuðlan hefði stórt svæði í Bláfjöllum ver- ið tekið til afnota fyrir almenning til útivistar. Í dómi Hæstaréttar segir hins vegar að sveitar- félögin gætu því ekki ein og sér krafist viðurkenn- ingar á því að þau hefðu unnið eignarrétt að öllu deilusvæðinu fyrir hefð vegna þessarar starfsemi, enda níu önnur sveitarfélög í samstarfi um rekstur umræddra skíðasvæða, auk þess sem íþróttafélög hefðu hafið útivistarstarfsemi á svæðinu mun fyrr. gummi@mbl.is Bláfjallasvæðið orðið að þjóðlendu Í HNOTSKURN »Úrskurður óbyggðanefndar í máli þvísem tók til höfuðborgarsvæðisins var kveðinn upp 31. maí 2006. » Í úrskurðinum var meðal annars komistað þeirri niðurstöðu að afréttur Sel- tjarnarneshrepps hins forna, nú Seltjarn- arneskaupstaðar, Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar, sem deilt er um í máli þessu, væri þjóðlenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.