Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SPENNAN er tekin að magnast í framboðinu um hver verður fyrstur til að gegna embætti forseta ráð- herraráðs Evrópusambandsins. Tvö nöfn eru nú eink- um nefnd í þessu samhengi, nöfn Tony Blair, fyrr- verandi forsætis- ráðherra Bret- lands, og Jean-Claude Juncker, for- sætisráðherra Lúxemborgar, en báðir eru þeir taldir líklegastir til að verða fyrsti „George Washington Evrópu“, eins og AFP-fréttastofan orðar það, með vísan til fyrsta forseta Bandaríkj- anna. Eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan hafa sex önnur nöfn verið nefnd í þessu samhengi en þau tíðindi hafa orðið frá því kortið var teiknað að Jan Peter Balkenende, forsætisráð- herra Hollands, hefur greint frá því að hann muni ekki bjóða sig fram. Enn annað nafn sem nefnt hefur verið í þessu samhengi er Vaira Vike-Freiberga, fyrrverandi forseti Lettlands, öðru nafni „járnfrúin“, sem nýtur stuðnings í Litháen og hugsanlega víðar um Eystrasaltið. Forsetaembættið sem um ræðir verður til með staðfestingu sáttmál- ans en í honum er gert ráð fyrir að forsetinn sitji í 2,5 ár og eigi svo kost á öðru, jafn löngu kjörtímabili. Sýn fremur en uppruni Inntur eftir því um hvað kosninga- baráttan snúist telur Eiríkur Berg- mann Einarsson, Evrópufræðingur við Háskólann á Bifröst, framtíðar- sýn vega þyngra en þjóðerni. „Umræðan um hver geti orðið fyrsti forseti sambandsins snýst ekki nema að hluta um uppruna viðkom- andi einstaklings. Þetta snýst ekki síður um pólitíska sýn og fyrir hvað viðkomandi stendur. Tony Blair, til dæmis, er frá Bretlandi og því úr þeirri átt sem alla jafna myndi hafa ákveðnar efasemdir um enn frekari samruna, sjónarmið þar sem litið er svo á að sambandið eigi að vera milli- ríkjabandalag frekar en yfirþjóðlegt sambandsríki. Á sama tíma er Juncker mjög þekktur sem leiðtogi federalista- hreyfingarinnar í Evrópu, þeirra sem vilja aukinn samruna. Þannig að umræðan snýst ekki aðeins um hvort frambjóðandinn er frá Bretlandi eða Lúxemborg heldur í hvaða átt við- komandi ætlar að fara með sam- bandið. Blair er ekkert endilega í betri stöðu en frambjóðandi frá smáu ríki. Það getur jafnvel unnið gegn honum.“ Litlu ríkin eiga möguleika – En eiga smáríki raunhæfa möguleika á að eignast forseta ESB? „Já. Leiðtogi frá litlu landi eins og Íslandi ætti möguleika. Einn af lík- legustu kandítötunum er einmitt Juncker, forsætisráðherra Lúxem- borgar. Smáríkin eru mun fleiri en stóru ríkin og hafa í raun jafn mikið atkvæðavægi í leiðtogaráðinu og stóru ríkin, þótt áhrifin séu ekki endilega þau sömu. Þau myndu kannski frekar vilja halla sér að Juncker eða einhverjum slíkum frá litlu ríki frekar en að hleypa fulltrú- um stórveldanna að. Þannig að þetta er ekki klippt og skorið að stórveldin hafi endilega meiri áhrif í slíku vali.“ Leiðtogar Evrópusambandsins hittust í gær til óformlegra viðræðna um hver gæti orðið fyrsti forseti sambandsins. Embættið verður til með staðfestingu Lissabon-sáttmálans en sex mánaða hringekjan, þar sem aðildarríkin skipta því með sér að gegna forystu í sambandinu, verður þá aflögð. Hér eru nefndir til sögunnar líklegir kandítatar að mati sérfræðinga í Brussel. FORSETI RÁÐHERRARÁÐS ESB Tony Blair Fyrrv. forsætisráðherra Bretlands Þykir eiga góðamöguleika enda nýtur hann stuðnings þeirra sem vilja þungavigtar- mann í alþjóðamálin. Umdeildur, m.a. vegna stuðnings við Íraksstríðið og misjafns árangur sem sátta- semjari í Mið-Austurlöndum. Jean-Claude Juncker Forsætisráðherra Lúxemborgar Einn helsti arkitekt Maastricht-samkomulagsins sem ruddi evrunni braut. Var talinn leiða framboðið þar til upp risu deilur á milli hans og AngeluMerkel Þýskalandskanslara and Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta vegna laga um bankaleynd. Jan Peter Balkenende Forsætisráðherra Hollands Kom fram sem líklegur málamiðlunarkostur, að sögn diplómata. Hefur varið síðustu árum í að styrkja hlutverk Hollands, stofnaðila ESB, á alþjóðasviðinu. Bertie Ahern Fyrrv. forsætisráðherra Írlands Þótti líklegur kandítat þar til hann sagði af sér embætti árið 2008 vegna ásakana um spillingu. Mun fara í kosningaferð víða um Evrópu sem gæti komið honum í slaginn á ný. Paavo Tapio Lipponen Fyrrv. forsætisráðherra Finnlands Talinn líklegmálamiðlun á milli stærri og smærri ríkja. Þótti eitt sinn líklegur til að fara með utanríkismál í ESB en Pólverjar komu í veg fyrir kjör hans vegna tengsla hans við Nord Stream-gasverkefni Rússa. Lipponen þurfti að segja af sér á finnska þingingu vegna málsins. Fredrik Reinfeldt Forsætisráðherra Svíþjóðar Einnig talinn líkleg málamiðlun eftir það lof sem Svíar hafa fengið fyrir forystu sína í sambandinu frá júlí. Talsmaður endurskoðunar á útgjöldum sambandsins. Vill beina þeim frá landbúnaði til nýsköpunar í aðildarríkjum. Guy Verhofstadt Fyrrv. forsætisráðherra Belgíu Þótti líklegur í embætti forseta framkvæmda- stjórnarinnar þar til Jose Manuel Barroso kom seint inn í kosningabaráttuna 2004. Þingmaður á Evrópu- þinginu og leiðtogi frjálslyndra þingmanna. Felipe Gonzalez Fyrrv. forsætisráðherra Spánar Spánverjar hafamælt fyrir framboði Gonzalez en líkur hans á kjöri hafa þótt faraminnkandi. Árið 1997 var Gonzalez, semer sósíalisti, talinn líklegastur til að verða næsti forseti framkvæmda- stjórnarinnar en tapaði fyrir RomanoProdi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Hver verður „George Washington Evrópu“? Margir vilja verða fyrsti forseti ráðherraráðs ESB Vike-Freiberga Það er ekki fullkomlega óhugsandi að Ísland gæti í fyllingu tímans átt sinn fulltrúa í embætti forseta ráðherraráðs Evrópusam- bandsins. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gæti orðið fyrsti íslenski forsetinn sem á kost á þessu embætti. Til að Ólafur Ragnar ætti kost á embættinu þyrfti eft- irfarandi atburðarás að fara af stað. Fyrsti forseti ráðherraráðs- ins verður aðeins eitt kjörtímabil eða í 2,5 ár og lætur því af emb- ættinu um mitt ár 2012, að því gefnu að hann verði settur í emb- ætti um áramótin að lok- inni staðfestingu á Lissa- bon-sáttmálanum. Að því einnig gefnu að Ólafur Ragnar sækist eft- ir embættinu – orðrómur hefur verið um að hugur hans standi til að stýra alþjóðastofnun – gæti hann farið í framboð þeg- ar fjórða kjörtímabili hans lýkur vorið 2012. En fyrst þarf Ísland að fá inn- göngu í sambandið og þótt margt geti breyst sýnist ekki óhugsandi að búið verði að afgreiða aðildar- samninginn áður en fjórða kjör- tímabili forsetans lýkur. Ólafur Ragnar annar forseti ESB? Ólafur Ragnar Grímsson – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stór- glæsilegt jólablað föstudaginn 27. nóvember 2009 Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Jólablaðið er flottasta sérblaðið sem Mogginn gefur út og er eitt af vinsælustu blöðum lesenda. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 12 mánudaginn 23. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Meðal efnis verður : Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kertaskreytingar, þar á meðal jólakerti. Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.