Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 Í HNOTSKURN »Helstu fjármögnunarfyrir-tæki sem veitt hafa bílalán eru SP fjármögnun, Lýsing, Avant, Íslandsbanki (áður Glitnir fjármögnun) og Frjálsi fjárfestingarbankinn. »Vegna gengishruns hafaafborganir erlendra bíla- lána snarhækkað og eru orðn- ar mörgum bíleigandum um megn. »Talið er að útistandandibílalán nemi um 120 millj- örðum króna í ríflega 50 þús- und samningum, þar af 112 milljarðar í myntkörfulánum. Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is EKKI liggur enn fyrir hvort fjár- mögnunarfyrirtæki fari sömu leið og Íslandsbanki og bjóði viðskiptavin- um upp á möguleika á að breyta höf- uðstól bílalána. Líklegt er þó að þau muni sum hver fara þá leið, séu for- sendurnar til staðar. Forsendan fyrir tilboði Íslands- banka er að verðmat eigna milli bankans og Glitnis liggur nú fyrir ásamt brýnu mikilvægi þess fyrir rekstur bankans að losna við eignir í erlendri mynt þar sem skuldir hans eru í krónum. Önnur fjármögnunar- fyrirtæki búa flest hver ekki við þennan möguleika í dag, að geta af- skrifað lán, þó að viðskiptavinir þeirra séu margir hverjir farnir að sækjast eftir sömu kjörum og Ís- landsbanki hefur boðað, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Eins og fram hefur komið í frétt- um þá felur þetta tilboð Íslands- banka í sér að gengistryggð og verð- tryggð bílalán verði tengd við gengið í lok september í fyrra. Þannig að ekki er um afskrift að ræða heldur tilboð um breytingu á milli láns- forma. Sem fyrr segir er forsendan fyrir því sú, að Íslandsbanki getur boðið upp á þennan valmöguleika nú, að endanlegt uppgjör á milli eigna gamla Glitnis og Íslandsbanka ligg- ur nú fyrir. Þetta þýðir að verðmat á þeim lánum sem fluttust inn í nýja bankann liggur ljóst fyrir, og þar með svigrúm bankans til þess að koma til móts við þá viðskiptavini sem eru í vanda staddir. Ekki fengust upplýsingar hjá Ís- landsbanka á hvaða verði bílalán bankans voru færð til bókar en leiða má líkum að því að þær upplýsingar verði að finna í ársreikningi bankans sem verður væntanlega opinberaður innan fárra vikna. Segja má að það sé afar mikilvægt fyrir Íslandsbanka að sem flestir við- skiptavinir nýti sér þetta tilboð. Skuldir Íslandsbanka, rétt eins og hinna nýju viðskiptabanka, eru í krónum á sama tíma og hann fjár- magnar erlend útlán sem bera lága vexti í samanburði við útlán þeirra í krónum. Eins og fram kemur í skýrslu Seðlabankans um fjármála- stöðugleika skapar þetta gjaldeyris- misvægi töluverðan vanda fyrir bankakerfið þar sem það er afar við- kvæmt fyrir breytingum á gengi krónunnar. Sækjast eftir sömu kjörum með bílalán Óljóst hvort fjármögnunarfyrirtæki fylgi Íslandsbanka eftir Morgunblaðið/Ómar Bílalán Tugþúsundir bíleigenda tóku erlend lán fyrir kaupum sínum. ÍSLANDS- BANKI hyggst ekki innheimta skuld þeirra stofnfjáreigenda Byrs sem fengu lán hjá gamla Glitni út á ófjár- ráða börn sín við stofnfjáraukn- ingu í Byr síðla árs 2007. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er um tíu börn að ræða. Viðskiptablaðið vakti athygli á þessu í gær, þar sem kom m.a. fram að margir stofnfjáreigendur Byrs íhuguðu málsókn á hendur Íslandsbanka vegna lána Glitnis. Bankinn sendi í gær frá sér yf- irlýsingu þar sem segir m.a. að hann harmi þetta mál í alla staði. Við stofnfjáraukningu Byrs ósk- uðu nokkrir stofnfjáreigendur eft- ir því að Glitnir fjármagnaði stofn- fjárkaup fyrir börn sín, voru börnin þá þegar stofnfjáreigendur og nutu forgangsréttar í útboðinu. Segir Íslandsbanki að í öllum til- vikum hafi foreldrar eða for- ráðamenn umræddra barna haft frumkvæði að lántökunni og kom- ið fram fyrir þeirra hönd gagn- vart Glitni. Frá stofnun Íslandsbanka hafa þessar lánveitingar verið til skoð- unar. Við þá athugun kom í ljós að ekki lá fyrir samþykki yfirlög- ráðanda, þ.e. sýslumanns, til lán- töku barnanna. Því telur bankinn að umræddir lánasamningar séu ógildir og skuldirnar því ekki ver- ið settar í innheimtu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sóttu for- eldrar barnanna það mjög hart hjá sýslumanni að fá samþykkið en án árangurs sem fyrr segir. bjb@mbl.is Fagna ekki barnaláni Tíu börn fengu lán til stofnfjárkaupa Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is TIL stendur að efla eftirlit með því að lög um gjaldeyrishöft séu virt og er þess vænst að aukið eftirlit verði til þess að hægt verði að létta á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Kemur þetta fram í viljayfirlýsingu, sem íslensk stjórnvöld sendu Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir skömmu. Segir þar að ásættanlegt vaxtastig verði áfram mikilvægt fyrir stöðug- leika krónunnar. Gjaldeyrishöftin hafi dregið úr þrýstingi á stýrivexti, en engu að síður sé erfitt að hindra að farið sé í kringum þau. Samþykkt hefur verið áætlun um að draga smám saman úr gjaldeyris- höftum. Áður en það er hægt verður m.a. að innleiða að fullu áætlun um efnahagslegan stöðugleika og safna nægilegum gjaldeyrisforða til að tryggja gengisstöðugleika. Fyrsta skref í að afnema gjaldeyr- ishöftin verður að leyfa innstreymi erlends fjármagns í landið. Áður en opnað verður fyrir óheftan útflutn- ing á gjaldeyri verða reikningar, eignaflokkar og viðskipti flokkuð í tvennt. Í öðrum flokknum verði „þol- inmótt“ fjármagn og í hinum „óþol- inmótt“. Höftum á flutningi gjaldeyris af þolinmóðum reikningum verður af- létt fyrst, en síðar verður höftum af- létt af óþolinmóða fjármagninu, en það verður gert smám saman. Öryggisúttekt á Seðlabanka Fram kemur einnig í viljayfirlýs- ingunni að Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn hafi gert öryggisúttekt á Seðla- banka Íslands. Þar hafi komið fram að bókhaldi og skýrslugerð sé í engu ábótavant, en lagt var til að breyt- ingar yrðu gerðar á fyrirkomulagi ytri endurskoðunar. Samkvæmt því mun Ríkisendur- skoðun eigi síðar en í lok júlí ráða al- þjóðlegt endurskoðunarfyrirtæki til að annast, í sínu umboði, árlega ytri endurskoðun Seðlabankans í sam- ræmi við alþjóðlega reikningsskila- staðla. Efla eftirlit með gjaldeyrishöftum Auka á endurskoðun með Seðlabanka Seðlabanki Stjórnvöld boða úttekt. ● VEGNA umfjöllunar í blaðinu í gær um skyndibitakeðjur vill Hjörtur Að- alsteinsson, sem var með einkaleyfi fyr- ir Quiznos Sub-keðjuna í nokkur ár, árétta að staðnum á Nýbýlavegi 32 hafi ekki verið lokað heldur gefið nýtt nafn. Þar var áður Quiznos Sub en Hjörtur opnaði þar Super Sub í staðinn, sem býður upp á samlokur og salöt. Þar hef- ur einnig verið opnuð ísbúð. Eins og fram kom í blaðinu í gær tók Olís við einkaleyfinu fyrir Quiznos og er með þær veitingar inni á sínum stöðvum. bjb@mbl.is Super Sub í staðinn fyrir Quiznos í Kópavogi ● BJÖRN Kr. Leifs- son, eigandi World Class-líkamsrækt- arstöðvanna, hefur falið lögmanni sín- um að skoða möguleika á máls- höfðun á hendur þrotabúi Straums- Burðaráss fjárfest- ingarbanka. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hef- ur þrotabúið stefnt rekstrarfélagi Björns. Hann er hins vegar ósáttur við ráðgjöf sem Straumur veitti við kaup á líkamsræktarstöðinni Equinox í Dan- mörku. Segir í yfirlýsingu að forsendur sem starfsmenn Straums kynntu við kaupin hafi í grundvallaratriðum reynst rangar. Hyggst stefna Straumi Björn Kr. Leifsson ● ÁVÖXTUNARKRAFA á langflesta flokka íbúðabréfa og ríkisskuldabréfa lækkaði í gær og var lækkunin mest á lengstu ríkisbréfaflokkana, eða 0,12 prósentustig. Velta á skuldabréfamarkaði var öllu minni en verið hefur í vikunni, eða 10,9 milljarðar króna og nam velta með hlutabréf 33,7 milljónum. Hækkaði gengi bréfa Össurar um 1,19 prósent í gær og gengi bréfa Mar- els um 1,04 prósent. bjarni@mbl.is Krafan lækkaði ÞETTA HELST… Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á lögaðila árið 2009 Hér með er auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 2009 er lokið á alla lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, með síðari breytingum, sem og aðra sem lagt er á í samræmi við VIII. – XIV. kafla tilvitnaðra laga. Jafnframt er lokið álagningu á lögaðila, sem skattskyldir eru af fjármagnstekjum samkvæmt ákvæði 4. mgr. 71. gr. laganna. Álagningarskrár með gjöldum lögaðila verða lagðar fram í öllum skattumdæmum í dag, föstudaginn 30. október 2009. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattum- dæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju sveitarfélagi dagana 30. október til 13. nóvember nk. að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar, er sýna álögð opinber gjöld lögaðila, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda 2009 samkvæmt ofangreindu skulu hafa bor- ist skattstjóra eigi síðar en mánudaginn 30. nóvember 2009. Auglýsing þessi er birt samkvæmt ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum. 30. október 2009. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Rósa Helga Ingólfsdóttir Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Hanna Björnsdóttir Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Steinþór Haraldsson Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.