Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 29
✝ Georg Franklíns-son fæddist á Siglufirði 8. október 1932. Hann lést á háskólasjúkrahúsinu í Málmey í Svíþjóð 15. október 2009. Foreldrar Georgs voru Franklín Hólm- bergsson, skipstjóri í Reykjavík, f. 30.11. 1904, d. 21.9. 1981, og Aðalbjörg Bald- vinsdóttir, f. 21.8. 1908, d. 6.11. 1970. Fósturbróðir Georgs er Guðjón Þorbjörnsson, f. 3.3. 1932, kvæntur Huldu Árnadóttur. Sonur Georgs og Helgu Krist- rúnar Jónsdóttur, f. 13.9. 1931, er Georg ólst upp í Reykjavík og lauk námi frá Stýrimannaskól- anum árið 1955. Hann var stýri- maður á farskipum fram til 1970 er hann flutti með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar. Georg starf- aði hjá skipasmíðastöðinni Kock- ums í Málmey til 1986. Hann starfaði mikið að félagsmálum Íslendinga í Svíþjóð, var m.a. formaður Íslendingafélagsins í Málmey og einn af forvíg- ismönnum að stofnun Lands- sambands Íslendingafélaga í Sví- þjóð 1980. Georg var drifkraftur í fréttamiðlun til Íslendinga í Svíþjóð og var m.a. hvatamaður þess að Íslendingafélagið í Málm- ey fengi fastan útsendingartíma á sérstakri rás hjá Sænska rík- isútvarpinu árið 1980. Georg verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag, 30. október, og hefst athöfnin kl. 15. Franklín, f. 2.4. 1951, kvæntur El- ínborgu Jónsdóttur. Georg kvæntist 28.5. 1955 Margréti Jóhannesdóttur, f. 10.6. 1933, d. 24.11. 1992. Börn þeirra eru Jóhannes, f. 5. jan. 1953, kvæntur Erlu Lóu Jónsdóttur, Björk, f. 30. okt. 1955, gift Ársæli Friðrikssyni, Lúðvík, f. 23. jan. 1959, kvæntur Birgit Eng- ler, Hulda Guðbjört, f. 16. ág. 1965, gift Michel Kizawi, Baldvin Sigurjón, f. 31. maí 1968, kvænt- ur Evu Georgsson. Kveðja frá Malmö Nú þegar komið er að kveðju- stundinni er margs að minnast og þá helst koma upp í hugann ánægjuleg- ar stundir í starfi okkar með þeim sæmdarhjónum Georg Franklíns- syni og Margréti Jóhannesdóttur. Þar sem heimili þeirra hjóna var sem félagsheimili og Útvarpsstöð ÍMON, eða fram til 1983 er þau útveguðu okkur sal í kjallara í sömu blokk og þau höfðu fest kaup á íbúð. Við að ÍMON komst í eigið húsnæði minnk- aði álagið á heimili þeirra lítillega því oft var farið upp til þeirra ef eitthvað vantaði í Félagsheimilið eða Út- varpsstúdíóið. Georg kom fljótt til starfa fyrir Ís- lendingafélagið hér í Malmö og varð formaður félagsins 1980-1989. Undir forystu hans var Íslendingafélagið eitt af fyrstu Íslendingafélögum sem starfræktu útvarp. Útvarp ÍMON var stofnað 1980 og hefur verið rekið síðan. Georg var ábyrgðarmaður þess frá upphafi og fram til 1996. 1980 sáu Georg og félagar hans, sem voru í forsvari fyrir Íslendingafélög hér í Svíþjóð, að mikil þörf var á að samræma störf Íslendingafélaganna og varð úr að þeir stofnuðu Landssamband Íslendingafélaga í Svíþjóð. Var Georg í stjórn þess frá upphafi fram til 1993 og aftur 1998 var Georg kjör- inn í stjórn sambandsins sem ábyrg- ur fyrir rekstri útvarpa Íslendinga- félaganna í Svíþjóð. Georg hefur átt sæti í ýmsum stjórnum samtaka hér í Malmö fyrir okkar hönd. Í stjórn Studio IPI sem formaður frá upphafi 1983 til 1. jan 2009 er Stúdíóið hætti starfsemi og var sameinað starfsemi ÍMON’s. Georg hefur verið virkur félagi í Samfundet Sverige-Island og verið gjaldkeri stjórnar þess um langt skeið. Á þessum árum leituðu opinberir aðilar hér Malmö mikið til Georgs bæði hvað varðaði túlkun og annað það er með þurfti í samskiptum þeirra við Íslendinga. Á sama hátt leituðu Íslendingar mikið til Georgs. Hann hefur áunnið sér virðingu og trúnað allra þeirra sem til hans hafa leitað fyrir ósérhlífni og velvild. Um hann gildir í raun einkunnarorð skáta „ávallt reiðubúinn“. Þegar komið er að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þeim heiðurs- hjónum Georg Franklínssyni og Margréti Jóhannesdóttur. Án ykkar hefði hér margt vantað eða verið ógert. Hvíl í friði, þið ágætu hjón! Stjórn Íslendingafélagsins í Malmö vill fyrir hönd félagsmanna sinna og Útvarps ÍMON senda börn- um, barnabörnum og barnabarna- börnum þeirra Georgs og Margrétar sínar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. ÍMON, Anna Jóna Loftsdóttir formaður. Ég kynntist Georg Franklínssyni fyrir nokkrum árum, þegar ég kom að stofnun Iceland Express með tveimur sonum hans. Við það að hitta Georg áttaði ég mig á því hvaðan þeir Jóhannes og Lúðvík höfðu erft þann kraft, áræði og ástríðu sem ein- kenndi aðkomu þeirra að fyrirtæk- inu. Georg, þá kominn yfir sjötugt, var sprækur orkubolti sem hafði engan áhuga á að taka því rólega þótt hann væri kominn á eftirlaun. Hann tók virkan þátt í að kynna nýja flugfélagið meðal landa sinna í Sví- þjóð og dró hvergi af sér. Þar nutum við þess að Georg hafði alla tíð verið sannkallað félagsmálatröll á Íslend- ingaslóðum og þekkti til velflestra ís- lenskra fjölskyldna sem höfðu flutt til Svíþjóðar, ekki aðeins í heima- borginni Malmö heldur um allt land- ið. Það var heldur ekki ónýtt fyrir gamlan áhugamann um frjálst út- varp að heyra frásagnir Georgs af Íslendingaútvarpinu sem hann átti heiðurinn af að koma á fót í Malmö árið 1980. Íslendingafélagið fékk út- sendingartíma á sérstakri rás hjá sænska útvarpinu og var Georg pott- urinn og pannan í þáttagerðinni ára- tugum saman. Það var alltaf upplífgandi að heyra í Georg og auðvelt að hrífast með þessum bjartsýna baráttujaxli sem hafði áhuga á öllu og gat talað um allt. Ólafur Hauksson. Elsku Georg, þó ég hafi verið við minningarathöfn um þig hér í Malmö finnst mér ótrúlegt að þú skulir vera horfinn af okkar sjónarsviði. Við Georg höfum þekkst í tæp 40 ár. Það var árið ’73 eða ’74 að ég og annar aðili endurvöktum félag okkar IMON sem hafði sofið Þyrnirósar- svefni í nokkur ár og upp frá því hóf- ust kynni okkar. Þú og kona þín vor- uð stöðugir gestir á öllum uppákomum okkar hjá IMON, sér- staklega böllum, spilakvöldum og þegar við vorum að kveðast á. Besti vinur þinn, Guðjón Högnason, sem einnig er látinn, var hörkumaður í að kveðast á. Reyndum við af öllum mætti að halda uppi gamalli íslenskri hefð. Við héldum stöðugar sýningar um land og þjóð í skólum á kvöldin og sýndum þá einnig myndina „Ís- land den feldöpta ön“ (Ísland hin rangt skírða eyja). Þá var verið að sýna muninn á Íslandi og Grænlandi, því fólk vissi ákaflega lítið um land okkar og hélt að við svæfum í snjó- húsum og mættum ísbjörnum á göt- unum. En stærsta sýningin var þó hjá Invandrarna Kulturcentrum. Stóð hún í einn mánuð og varst þú þá kominn inn í stjórn hjá okkur. Eftir snjóaveturinn mikla hérna í Suður-Svíþjóð fékk Malmö tækifæri til að hafa eigið útvarp og var okkur boðið að hafa tíma í því sem við þáð- um með þökkum og enginn var betri en þú að sjá um þá hluti. Bæði kona þín og þú eiga stóran heiður skilinn fyrir að láta útvarpið vera í ykkar íbúð í byrjun. Það hlýtur að hafa ver- ið mikil röskun á heimilislífinu. Að vísu var þetta svona hjá okkur öllum því þetta var heljarinnar mikil vinna við að koma félaginu á fætur og unnu allir í sjálfboðavinnu. Þú hafðir aftur á móti mikinn áhuga á að vera með í Invandrara Kulturcentrum og félagi Íslendinga á Norðurlöndum og koma þar fram fyrir okkar hönd og gátum við ekki fengið betri mann í það starf. Í kringum 1980 lét ég af störfum sem formaður og þú tókst við. Fékkstu þar í hendurnar „sprækan hlut með alla anga úti“ eða „babýið mitt“ eins og ég kalla það. Ég flutti síðan til Íslands og hittumst við þar stundum á ólíklegustu stöðum. Þú sagðir mér fréttirnar af félaginu, sem ég saug í mig eins og svampur. Þar komu fram meðal annars þínir frábæru hæfileikar að geta „lesið“ fólk. Þú sást til að við fengum eigið húsnæði til að vera saman í og höfum við það ennþá og er útvarpið núna flutt í það húsnæði. Það verða erfið spor að fara í fyrsta skipti niður í „lókal“ eins og við köllum það alltaf og hitta ekki á þig, með glettnina í augunum og allt- af með einhverja stríðni á vörunum og vita það að þú komir ekki inn. En við vitum það öll að þú ert svo fastur við okkur að þú ert með okkur þarna og ef ekki annað þá til að kippa stól undan einhverjum sem ætlar að setj- ast. Hver veit nema við finnum nef- tóbaksklút þar. Ég lofa að þá mun hann verða rammaður inn en þveg- inn áður. Ég veit, Georg minn, að það eiga margir um sárt að binda við fráfall þitt sem kom mörgum, einnig mér, eins þruma úr heiðskíru lofti. Við er- um mörg hérna sem sjáum eftir góð- um manni og félaga. En nú hefur þú sameinast konu þinni og megið þið bæði hvíla í friði. Ég drýp höfði og kveð íslenskt stórmenni, Georg Franklinsson. Vilhelmína Ragnarsdóttir Olsson, fv. formaður IMONS (Íslendingafélagsins í Malmö og nágrenni). Georg Franklínsson Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 Komið er að kveðjustund, í dag verður til moldar borinn fósturbróður minn Georg Franklínsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Með þessum fallega sálmi vil ég votta öllum ástvinum mína dýpstu samúð. Hvíldu í friði, kæri bróðir. Guðjón Þorbjörnsson. HINSTA KVEÐJA Kristinn Torfason ✝ Kristinn Torfasonfæddist í Hafn- arfirði hinn 15. ágúst 1928. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði hinn 1. október sl. Útför Kristins fór fram í kyrrþey að hans ósk. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs frænda okkar, JÓHANNESAR ÞORBJARNARSONAR, Jóa á Veggjum, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra Borgarnesi fyrir einstaklega góða umönnun. Systkinabörn og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS HAFLIÐASONAR frá Hergilsey. Matthildur Kristjánsdóttir, Jón Már Jakobsson, Snæbjörn Kristjánsson, Gunnar Kristjánsson, afabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÁKON BJARNASON frá Ísafirði, andaðist þriðjudaginn 27. október. Jarðsungið verður frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Erna S. Hákonardóttir, Herbein Fjallsbak, Hermann Hákonarson, Sigurveig Gunnarsdóttir, Stefán Hákonarson, Elín Árnadóttir, Konný Hákonardóttir, Heiðar Jóhannesson, Bjarni Hákonarson, Guðríður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, FRÍÐA SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR, Bjarnhólastíg 14, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 27. október. Jarðsungið verður frá Digraneskirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Gunnar R. Jónsson, Gunnar Atli Gunnarsson, Sonja Sif Jóhannsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Hákon Gunnarsson, Katrín Kristjánsdóttir og ömmubörn, Sigrún Ólafsdóttir, Bjarni Gunnarsson, Oddný Ólafsdóttir, Aðalgeir T. Stefánsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Leifur Ólafsson, Anna K. Ólafsdóttir, Hólmgeir H. Hákonarson, Hrafnhildur H. Ólafsdóttir, Ásgeir Jónsson. ✝ Okkar ástkæri JÓHANNES BLÓMKVIST JÓHANNESSON bóndi, Kálfsárkoti, Ólafsfirði, andaðist á heimili dóttur sinnar í Garðabæ, miðvikudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Fjóla Björgvinsdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Anna Rós Jóhannesdóttir, Skúli Gunnarsson, Hugrún Jóhannesdóttir, Hilmar B. Ingólfsson, Þórhildur, Ragnhildur, Helga Þórey, Fjóla Dísa, Jóhannes Gunnar, Hilmar Bjarni, Hjalti, Emil, Kári, Tindur og aðrir ástvinir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.