Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 19
HÚN ER fagurlega skreytt brúðarmeyjan í Nýju Delhí sem bíður þess að fara með tryggðarheitið. Fjöldi Indverja gekk í það heilaga við athöfnina en eins og sjá má er litadýrðin í hávegum höfð. Indverskir gullsalar voru við öllu búnir enda eftirspurnin mikil. Verðið er nú um 1.030 dalir á únsuna og er því í sögulegum upphæðum. Reuters Á brúðkaupsdaginn Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 fararbroddi, fékk franska ríkið reikning upp á um 32 milljarða króna. Um sex mánaða tímabil er að ræða og hljóðar reikningurinn því upp á 175 milljónir króna á dag. Fjáraustur forsetans er gagn- rýndur í skýrslu franskra ríkis- endurskoðenda sem og skortur á gagnsæi. Dýrt fyrirhyggjuleysi Fyrirhyggjuleysi er einnig gagn- rýnt en skipulagning viðburða á síð- ustu stundu er talin ein ástæða þess að kostnaður vegna forystunnar í sambandinu fór upp úr öllu valdi. Háttalag forsetans rifjar upp sög- ur af leiðtogum landsins fyrir frönsku byltinguna en forsetinn neit- aði í eitt skiptið að fara á viðburð í Evian, þar sem hundruð blaðamanna og fulltrúar ESB og erlendra ríkja biðu, vegna þess að hann vildi fremur sofa í eigin rúmi. NICOLAS Sarkozy Frakklandsfor- seti er maður munaðar líkt og fyr- irrennari hans, Jacques Chirac, sem eyddi tugum þúsunda í eðalvín og há- tíðamat á degi hverjum. Sarkozy skákar þó líklega Chirac í baðvenjum því skrifstofa hans gerði sér lítið fyr- ir og pantaði með hans fulltingi for- láta sturtu sem kostar litlar 50 milljónir króna. Ekki fylgir sögunni hvernig steypibaðið góða er úr garði gert en leiða má að því líkur að eðalmálmar komi þar við sögu. Frakklandsforseti er maður dýr á fóðrum sem sést ef til vill best á því að eftir að Frakkar fóru með forystu í Evrópusambandinu, með Sarkozy í Nicolas Sarkozy Steypibað Dæmi um lúxussturtu. Peningunum sturtað niður í ónotaða lúxussturtu  Sarkozy pantaði 50 milljóna kr. sturtu en notaði hana ekki  Frakkar eyddu 32 milljörðum á forystutíð sinni í ESB Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is LENGSTA samfellda samdráttar- skeiði í bandarísku efnahagslífi frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar virðist lokið ef marka má nýjustu hagvaxtartölur, en þær benda til að hagkerfið hafi vaxið um 3,5% á síð- asta ársfjórðungi, frá júlíbyrjun og til loka september. Sá böggull fylgir skammrifi að kostnaðarsamar aðgerðir stjórn- valda til að örva atvinnulífið, svo sem með því að stuðla að bílakaupum, renna brátt sitt skeið á enda og því viðbúið að slaki verði í efnahagslífinu á ný. Það þykir einnig veikleika- merki að atvinnurekendur eru enn tregir til að bæta við sig starfsfólki en atvinnuleysið, sem mælist nú um 9,8%, er einmitt einn mesti höfuð- verkur stjórnar Baracks Obama for- seta í innanlandsmálunum. Óbreytt staða á vinnumarkaði Fjallað er um hagvaxtartölurnar á vef New York Times en þar er haft eftir Jan Hatzius, yfirhagfræðingi í Bandaríkjadeild risabankans Gold- man Sachs, að atvinnuleitendur muni ekki sjá marktækan mun á at- vinnuframboði á næstu mánuðum. Dan Greenhaus, yfirhagfræðingur hjá markaðsrannsóknarfyrirtækinu Miller Tabak, tekur undir að taka beri hagvextinum með fyrirvara. Hér kunni að vera á ferð „sýndar- vöxtur“ sem muni fjara út á næstu ársfjórðungum. Atvinnulífið verði að komast í gang áður en það gerist. Botninum var náð í bandarísku efnahagslífi á fyrstu þremur mánuð- um ársins þegar samdrátturinn nam 6,4% af þjóðarframleiðslu. Næstu þrjá mánuðina þar á eftir hafði sam- drátturinn minnkað niður í 0,7%. Til samanburðar var samdráttur- inn 5,4% síðustu þrjá mánuði síðasta árs og 2,7% mánuðina þrjá á undan. Á öðrum ársfjórðungi 2008 var hag- vöxturinn hins vegar 1,5%, miðað við 0,7% samdrátt á fyrstu þremur mán- uðum síðasta árs. Teikn um viðsnúning  Hagvöxtur í bandaríska hagkerfinu mælist 3,5% á síðasta ársfjórðungi  Lengsta samdráttarskeiði í hálfa öld lokið Reuters Wall Street Bandarískir fjármálasérfræðingar vara við of mikilli bjarstýni. Í HNOTSKURN »Obama fagnar fréttunum envarar við of mikilli bjartsýni. »Kreppan sé enda sú dýpstafrá því í kreppunni miklu undir lok þriðja áratugarins. »Líkt og í Þýskalandi hefurstjórn hans greitt með hverj- um gömlum bíl sem sendur er í brotajárn ef nýr bíll er keyptur, en þetta hefur örvað söluna um- talsvert. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Sar- kozy hafa vin- sældir for- setafrúarinnar, Cörlu Bruni, dalað mjög. Tímaritið Point de Vue skefur ekki utan af því í átta blaðsíðna skæðadrífu yfir frúna sem lýst er sem kjánalegri, ríkri konu sem sé ekki í neinu sam- bandi við þjóð sína. Tímaritið sérhæfir sig í umfjöll- un um ríkt og konungborið fólk og segir á vef breska dagblaðsins The Daily Telegraph að opnurnar fjórar séu Sarkozy mikið áfall, enda reyni hann að hrista af sér þá ímynd að þar fari forseti með einveldistakta. Greinin er myndskreytt með myndum af Bruni og Marie Antoinette, hinni alræmdu drottningu sem spurði eins og frægt er orðið hvers vegna lýðurinn borð- aði ekki kökur þegar henni var tjáð að hann ætti ekki fyrir brauði. „Sama stellingin, sama útlitið, sama brosið,“ segir í upphafi greinarinnar en þar er rifjað upp hversu helteknar konurnar eru af eigin útliti. Antoinette hafi þannig notast við málarann Elisabeth Vi- gee-Le Brun til að mála sig fagra en Bruni við hinn heimsþekkta ljósmyndara Annie Leibovitz. Bruni safnar nú kröftum á sólar- strönd eftir erfitt frí fyrir skömmu. Marie Antoinette fimmta lýðveldisins Carla Bruni Marie Antoinette Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 12.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 6 mán. vaxtalausar greiðslur Fyrst og fremst í heilsudýnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.