Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 21
„Let off some steam Bennett“ -Schwarzenegger eftir að hafa drepið óvininn við stóran gufuketil í Commando „I ain’t got time to bleed …“ -Jesse Ventura í Predator „You’re gonna regret this the rest of your life … both seconds of it.“ -Stallone í Demolition Man „Yippee-ki-yay, motherfucker.“ - Bruce Willis í Die Hard „I’m gonna take you to the bank, Senator Trent. To the blood bank!“ -Steven Seagal í Hard to Kill. „Hasta la vista … baby“ -Schwarzenegger í Terminator „You’re discharged … sarge“ -Van Damme í Universal Sol- dier eftir að hafa hent vonda kallinum inn í þreskivél. „RUN! GO! GET TO DA CHOPPA!“ -Schwarzenegger í Predator. „I must break you!“ -Dolph Lundgren í Rocky IV „You’re not sending ME to da COOLA!“ -Schwarzenegger í Batman- &Robin „You’re the disease, and I’m the cure.“ -Stallone í Cobra. Daglegt líf 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 NÍUNDI og tíundi áratugurinn var tími harðhausanna; dúndurmassaðra vöðvatrölla með vélbyssur sem björguðu heiminum ber að ofan og bölvandi. Testósterónmagnið hefur sjaldan verið meira á hvíta tjaldinu en í has- armyndum þess tíma þegar harð- hausarnir Schwarzenegger og Sly Stallone, Bruce Willis, Steven Sea- gal, Dolph Lundgren og Van Damme börðu mann og annan og ruddu út úr sér einlínungum. Undir lok 10. áratugarins fór þó aðeins að halla undan fæti hjá harðhausunum, bæði tóku þeir að reskjast og hasarmyndakúltúrinn að breytast. Plottið í has- armyndum fór að verða flóknara og „gáfulegra“ og allt í einu var ekki fullnægjandi lengur að hetjan væri einfalt vöðvatröll sem lemur fólk í annarri hverri senu og sprengir upp bíla með eldvörpu í hinni. Stöku has- armyndir af gamla skólanum hafa ratað í bíó síð- ustu ár, þar hefur Jason Statham farið fremstur í flokki undanfarið með myndir eins og Transporter og Crank, en að Statham ólöstuðum leit út fyrir það um tíma að gömlu harð- hausana hefði dagað uppi í tilvist- arkreppunni. Þeir sem saknað hafa þessarar gullaldar karlmennskunnar geta þó tekið gleði sína að nýju því jólin eru komin aftur í harðhausageiranum. Sly sjálfur Stallone hefur nefnilega tekið sig til og safnað sam- an hörðustu harðhausum 9. áratugarins sem vilja allir fá að eiga síðasta orðið. Afrakst- urinn, te- stósterónsprengjan The Expenda- bles, er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári. Ýmsum sögum hefur farið af leikaravalinu, m.a. lítur út fyrir að Van Damme hafi hafnað hlutverki og 50 Cent hafi (blessunarlega) verið neitað um hlutverk. Hinsvegar er staðfest að Schwarzenegger, Stallone, Bruce Willis og Dolph Lundgren, auk Jas- on Statham, bardagahetjunnar Jet Li og leðurfésins Mickey Rourke fara allir með hlutverk í myndinni. Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið: Bandaríkin og bandamenn þeirra setja saman ofurteymi sinna best þjálfuðu málaliða til að steypa af stóli einræðisherra sem lagt hefur Suður-Ameríku í rúst. Þeir átta sig fljótt á því að þeir standa einir þegar verkefnið fer úr böndunum og verða því að reiða sig á sjálfa sig til að berjast ekki aðeins við heri einræðisherrans heldur líka við eigin yfirvöld sem leiddu þá í gildru. Með þetta plott í farteskinu eiga aðdáendur hasarmynda von á góðu og ekki útilokað að í vændum sé besta harðhausamynd allra tíma. Eitt er allavega víst: einhver verður laminn í klessu. Harðasta mynd allra tíma væntanleg Klassískir einlínungar Glæsilegur kvenfatnaður á frábæru verði Ný sending Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · Sími 555 7355 (í sama húsi og bílaapótekið, fyrir ofan Smáralind) Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugardaga www.selena.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.