Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 20
Í kjölfar tilkynningar rekstraraðila McDo- nald’s á Íslandi um að rekstri staðarins yrði hætt hafa spunnist miklar umræður um hver eigi að fá síðasta borgarann. Ráða- menn og áhrifamenn í samfélaginu taka oft að sér að vígja ýmis mannvirki þegar þau eru tilbúin, eða nýta sér þjónustu fyrirtækis í fyrsta sinn. Óalgeng- ara er þó að þeir taki að sér að loka stöðum. Í sjálfu sér er áhugavert að velta fyrir sér hvernig slík at- höfn færi fram. Einn góður vinur minn stakk upp á því að Kristján Möller, samgönguráðherra, myndi klippa síðasta borgarann eða bora göng í hann, enda er ráðherrann alvanur slíkum gjörningum. Kannski væri hægt að ganga enn lengra með þá pælingu og tengja sprengiefni við síðasta borg- arann og láta samgönguráðherra sprengja hann í loft upp. Nokkuð drjúgur hópur fólks telur að brotthvarf McDonald’s sé mikið fagnaðarefni. Það hlýtur að vera krafa sama hóps að síðasti hamborg- arinn sé kvaddur með stæl – með hvelli. Brotthvarf McDonald’s-vörumerkisins af Íslandi mun í það minnsta ekki hafa djúpstæð áhrif á daglegt líf þess er þetta ritar. Valfrelsi þegar kemur að neyslu mat- væla mun þó væntanlega eitthvað skerðast. Hitt er þó merkilegra að brotthvarf hamborgarakeðjunnar markar ef til vill upphaf afturhvarfs til einangrunar og þjóðlegri gilda. Viðskiptaráðherra lýsti því yfir fyrr á árinu að Ísland gæti orðið að Kúbu norðurs- en samkvæmt skilgreiningum ýmissa aðila gæti sá fjöldi verið nægilega mikill til að flokkast sem „ís- lenska þjóðin“. Því mætti kalla lóðina að Suður- landsbraut 56 hálfgerða þjóðlendu, og því við hæfi að fulltrúi óbyggðanefndar sporðrenni síðasta bitanum sem framleiddur er undir merkjum McDonald’s. Helstu andstæðingar óbyggðanefndar hafa jafnan verið bændur. Í ljósi þess að nýr staður, Metro, verður opnaður í stað McDo- nalds og notast eingöngu við íslenskt hráefni, er jafnvel viðeigandi að fulltrúi bændastéttarinnar snæði síð- asta borgarann. Uppgrip bænda munu líklega aukast þegar rekstraraðilar Metro hefja kaup á íslensku hráefni til að framleiða sína vöru. Að öllu sam- anteknu er ljóst að undirritaður er líklega sá eini sem velt hefur fyrir sér með fag- legum hætti, hvernig ráðstafa eigi síðasta borgaranum sem er framleiddur undir merkjum McDo- nald’s á Íslandi – í bili. Kannski sé best að sá er þetta ritar hreppi hnossið? Þórður Gunnarsson | thg@mbl.is ins ef Icesave-samningar yrðu ekki undirritaðir. Í því samhengi er skemmtilegt að segja frá því að á Kúbu er rekinn McDonald’s-staður. Kúba er því í dag betur sett en Ísland hvað varðar aðgengi að hamborgurunum sívinsælu. Kannski við- skiptaráðherra gæti gert eignarnám í síðasta hamborgaranum, og síðan reynt að koma honum í verð erlendis til slá á erlendar skuldir þjóðarbúsins. Það er í sjálfu sér engin ástæða til að slá slíkar hug- myndir strax út af borðinu, þar sem McDonald’s-hamborgari er ef til vill verðmætari en ýmsar þær eignir sem finna má á lánabókum íslensku bank- anna. Kannski væri heppilegra að ræða við óbyggðanefnd ef til eignarnáms á síð- asta borgaranum kæmi. Nefndin sú er alvön slíkum athöfnum. Mikill fjöldi fólks hefur gert sér ferð að Suðurlandsbraut 56 í vikunni, þar sem stærsti McDonald’s- staðurinn á Íslandi hefur verið stað- settur. Ekki liggur fyrir talning á þeim sem hafa sótt sér góm- sætan borgara í vikunni, Heimur Þórðar 20 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 2009 Hvað viltu lesa? Sendu okkur tölvupóst á daglegtlif@mbl.is Þegar kaldir og þurrir vetrarvindar fara að blása á Íslandi er nauðsyn- legt að verja húðina fyrir áreitinu og á það jafnt við um karla sem konur. Hend- urnar eru sá líkamshluti sem verður fyr- ir hvað mestu áreiti yfir daginn og þegar þær taka að veðrast í of- análag á húðin það gjarnan til að þorna og roðna. Fyrir þá sem kann- ast við þetta vandamál er óhætt að mæla með handáburðinum frá L’Oc- citane en Provence. Líkt og í öðrum L’Occitane-vörum er uppistaðan í handáburðinum shea-krem sem gef- ur húðinni raka og mýkir hana. Handáburðurinn smyrst vel svo það þarf ekki nema lítið magn í einu til að gera hendurnar mjúkar og hann endist því lengi. Það besta er samt að hann smitar lítið út frá sér og fingurnir verða því ekki fitugir og sleipir eins og stundum vill verða. Handáburðurinn fæst í L’Occitane- versluninni í Kringlunni, 5 mismun- andi gerðir, 30 ml túpa kostar 995 kr. Önnur góð lausn er svo auðvitað klassíski, þýski Atrix-handáburð- urinn. Atrix er sennilega með ódýrari handáburði og svínvirkar enda hefur hann verið vinsæll í áratugi. Atrix fæst í öllum apótekum og víðar. 200 ml túpa kostar um 400 kr. Í snyrtiveskið Andlitið er mjög berskjaldað fyrir ytra áreiti og tek- ur það sinn toll á húðinni með tím- anum. Til að koma í veg fyrir það er nauðsynlegt að hugsa vel um húð- ina áður en það er orðið of seint. Es- tée Lauder hefur þróað krem sem er til þess ætlað að hjálpa húðinni að endurnýja sig jafnóðum. Kremið, sem er í dropaformi, er borið á fyrir svefn- inn og hjálpar húðinni að vinna gegn umhverfisáreiti, s.s. UV-geislum, mengun, kulda og jafnvel streitu áður en þeir skilja eftir sig varanleg merki. Advanced Night Repair-droparnir fást víða, s.s. í Hagkaupum og apó- tekum, og kostar 30 ml glas kr. 7.800. Í snyrtitöskuna Næturdropar hjálpa húðinni Ungar stúlkur víða um heim heilluðust af vampírusögunni Ljósaskiptum eft- ir Stephenie Meyer. Höfund- urinn heldur áfram sögu sinni í Nýju tungli og lýs- ir ástum Ísabellu og vampírunnar Edwards og þeim hættum sem fylgja þessu óvenjulega sambandi. Þetta er löng bók, rúmar 500 blaðsíður. En lesendur setja lengdina ekki fyrir sig heldur fagna mjög og sökkva sér ofan í æv- intýraríka frásögn. Meðan bækur eins og þessi trekkja að fjölda ungra les- enda er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af bóklestri. kolbrun@mbl.is Bókin Vandinn að elska vampíru Nýtt tungl Elizabeth Spiridakis er svo heltekin aftísku að það jaðrar við þráhyggju.Hana dreymir um flottar flíkur frá dýrum og þekktum merkjum en það sem þykir gefa blogginu sérstakan sjarma er að hún hefur efni á fæstum þeirra. Spiridakis er um þessar mundir á ferðalagi um Banda- ríkin og Evrópu og er hún dugleg að mynda- blogga um föt sem hún hefur fundið í versl- unum sem selja notuð föt. Svo vinsæl er Spiridakis orðin að fjöldi fólks ber kennsli á hana og stoppar hana úti á götu til að ræða um tísku. feelslikewhitelightning.com Ljósmyndarinn Tommy Ton er hel-tekinn af skóm. Flottum skóm.Þessi 25 ára Kanadabúi ferðast víða um heim með myndavélina að vopni og tekur myndir af flott klæddu fólki en beinir athyglinni helst að skótauinu. Síðan gefur góðar vísbendingar um hvernig skó ódýrari búðir, sem apa oft eftir dýrari merkjunum, muni selja á næstunni. Síðan hefur slegið í gegn og fær yfir 30 þúsund heimsóknir á dag. Ein stórverslun í To- ronto, heimabæ Ton, hefur m.a.s. búið til gínu sem líkist Ton. jakandjil.com Óþekktur breskur tísku-ritstjóri, sem býr íNew York, bloggar um allt frá fordómum tískuheims- ins í garð brjóstastórra kvenna til misheppnaðra stefnumóta sem hún hefur farið á, allt með leiftrandi breskum húmor. Hún er með puttann á púls- inum og var t.a.m. á undan öllum dagblöðum og tímarit- um að birta þá frétt að til stæði að opna Topshop í Bandaríkjunum. libertylondongirl.blogspot.com Vinkonurnar JessicaMorgan og HeatherCocks hika ekki við að rakka stjörnurnar niður klæðist þær einhverju sem þeim líkar illa við. Á síðunni birta þær nýjustu myndirnar af skringilega klæddum stjörnum á rauða dreglinum og draga þær enga dul á hvað þeim finnst. Athugasemdir þeirra eru miskunnarlausar en oftast nær bráðfyndnar. gofugyourself.com Mjúkar hendur 20bestu tískubloggararnir Heimasíða breska blaðsins Telegraph hefur sett saman lista yfir 20 bestu tískubloggarana. Blogg- ararnir koma úr öllum áttum og einbeita sér ýmist að fötum stjarnanna, tískusýningum, því sem þeir sjálfir klæðast, skóm, fylgihlutum eða heimilum. Þeir eiga þó allir sameiginlegt að vera orðnir heims- þekktir fyrir hugleiðingar sínar um tísku og tískustrauma. Sagt var frá fjórum bloggurum síðasta föstudag og mun umfjöllunin halda áfram hér í daglega lífinu næstu vikurnar. ? ’ráðherramyndi klippa síðasta borg- arann eða bora göng í hann ÞAÐ eru ekki allir sem kunna sig á meðal fólks og enn færri að því er virðist sem kunna sig meðal fólks á netinu, líkt og þeir viti ekki að þar séu fleiri en þeir einir. Upp er sprottin vefsíðan Lame- book þar sem safnað er saman lýs- andi dæmum um félagslega van- hæfni og athyglissýki sumra Facebook-notenda. Dæmi: Jennifer nokkur skrifar eftirfarandi stöðu á síðuna sína: „Jennifer slakar á í sófanum heima, með vínglas og stelpumynd og fróar sér :-) Alsæla.“ Annað dæmi. Britney birtir mynd af jákvæðu þungunarprófi á síðunni sinni. Myndatextinn segir: „OMG hvernig á ég að segja Ryan þetta?“ Ekki á Facebook allavega fíflið þitt er svarið sem allt venjulegt fólk hugsar með sér. Sumum er þó ekki alls varnað, það er ekki alltaf heimsku um að kenna heldur kannski misskilningi eða kunnáttuleysi. Frægasta dæmið er auðvitað stelpan sem þakkaði fyrir næturgreiðann kvöldið áður í skilaboðum sem hún hélt að væru leynileg en reyndust fyrir allra, gjörsamlega allra, augum. Á Lamebook er óteljandi mörg svona dæmi að finna, sum þeirra eru hræðilega vandræðaleg, önnur meinfyndin og sum gera mann bara reiðan og fylla mann vonleysi um mannkynið. En fyrir okkur hin sem kunnum okkur (að eigin mati) er auðvitað stórkostleg skemmtun að hlæja að óförum annarra á netinu, á meðan við verðum ekki aðhlátursefni sjálf. www.LAMEBOOK.com Lamebook fyrir félagslega vanhæfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.