Saga - 1972, Blaðsíða 9
GOÐAR OG BÆNDUR
7
Það er alkunna, að trú manna á sanngildi Islendinga-
sagna hefur dvínað mjög síðustu áratugi. Bókfestukenn-
ingin í bókmenntasögu hefur kennt, að sögurnar séu sam-
settar úr blöndu arfsagna og skáldskapar 13. aldar manna
og þaðan af yngri. Sagnfræðilega hefur þetta í för með
Sér, að engri frásögn Islendingasögu verður treyst, nema
eitthvað sérstakt komi til og styðji vitnisburð hennar. Með
þessari reglu er ekki verið að vefengja hlut arfsagnanna
né afneita því, að mikill hluti þeirra kunni að eiga sér
sannsögulegar rætur. En sagnfræðingur verður að hafa
eitthvað sérstakt í höndunum til þess að geta flokkað
ákveðna frásögn í þann hóp, og hætt er við, að slík sönn-
unargögn yrðu vandfundin. Hið sama gildir, þótt rann-
sóknin leiti fremur að þjóðfélagsmynd en einstökum at-
burðum, hún getur eins verið sótt til samtíðar söguhöfund-
ar eins og samtíðar sögupersóna.
Hér virðist ómaksins vert að reyna að fara aðra leið og
draga fyrst upp mynd af elzta tíma, sem við höfum sæmi-
lega traustar heimildir um. Síðan má hvort sem er reyna
að álykta þaðan til fjarlægari tíma, grípa til annarra ó-
traustari heimilda jafnframt, eða viðurkenna vanþekk-
ingu okkar. En rétt er að aðvara lesandann um það strax,
að þessi aðferð leiðir ekki til neinna gjörbyltinga á sög-
unni í mínum höndum. Að sumu leyti staðfestir hún ríkj-
andi skoðanir, að sumu leyti kann hún að breyta myndinni
dálítið og draga fram nýja drætti í henni.
Nú eru heimildir um 12. öld að vísu ekki ýkjamiklar og
nokkrar hinna efnisauðugustu engan veginn óyggjandi.
Biskupasögur segja frá fáu, sem hér getur komið að gagni.
En í elztu sögum Sturlungu, Þorgils sögu og Hafliða,
Sturlu sögu, Guðmundar sögu dýra og Hrafns sögu Svein-
bjamarsonar,6 er margt sagt frá samskiptum goða og
þingmanna, og með þær í höndum er farið af stað hér. At-
burðir þeir, sem sóttar verða frásagnir um í þessar sögur,
gerast gróft til tekið á aldarbilinu 1120—1220, langflestir
á síðari hluta 12. aldar. Þær segja allar frá goðavaldi, þar