Saga - 1972, Blaðsíða 42
40
GUNNAR KARLSSON
Eyfirðingar og því búsettir utan erfðaríkis Kolbeins, en
í þessum hópi voru líka Skagfirðingar.108 Þetta eru merki
um sjálfstæða afstöðu bænda, sem vert er að athuga nánar.
Oft kemur í ljós, að ekki eru allir bændur jafnáhrifa-
miklir í skiptum við höfðingja. Þegar Þorvarður Þórar-
insson leitaði eftir viðtöku hjá Eyfirðingum eftir Þverár-
bardaga 1255, bað hann sérstaklega um svör þriggja nafn-
greindra bænda, Þorvarðs úr Saurbæ, Halls á Möðruvöll-
um og Örnólfs úr Miklagarði. Að vísu segir um Þorvarð
úr Saurbæ, að hann „lézt eigi ráð eiga meir en eins manns“,
og þeir Hallur þóttust ekki vilja „taka ráð þessi fyrir
hendr bóndum.“109 En það getur verið ráð þeirra til að
firra sig persónulega ábyrgð á að synja Þorvarði. Varla
er vafi á, að þessir þrír bændur hafa haft eitthvert áhrifa-
vald yfir stéttarbræðrum sínum.
113. aldar sögum Sturlungu má tína til mörg dæmi þess,
að stórbændur hafi skipt meginmáli í valdabaráttu höfð-
ingja. I Þórðar sögu kakala segir frá því, er Kolbeinn
ungi lagði undir sig Vestfirði 1242. Frá einum fundi segir,
að „gengu þar allir inir stærri bændr til eiða útan fáir
menn.“lí0 í Eyjafirði reyndi Kolbeinn að braska svo með
eignir Sighvats Sturlusonar, að erfingja hans yrði sem
erfiðast að leita þangað. „1 því máli vafði hann alla ina
stærri bændr í Eyjafirði"111, segir Þórðar saga. Þegar
Þórður kakali kom til Vestfjarða 1242 til að ná þar völd-
um, eru taldir upp í sögu hans „inir stærri bændr norðr í
fjörðum, er Þórðr kom þangat.“112 Þegar Kolbeinn ungi
gerðist banvænn, hélt hann fund til að ráðgast við bænd-
ur, og segir svo frá honum:113 „Kómu þar til allir inir
stærstu bændr í Norðlendingafjórðungi.“ Frá jólaboði
Þorgils skarða í Skagafirði 1257 segir:114 „Bauð hann þá
til sín mörgum stórbóndum ok gaf þeim stórgjafir.“
Oft er einnig talað um beztu menn, betri menn eða
beztu bændur. Þórður kakali kom eitt sinn í liðsbón sinni
um Vestfirði í brúðkaupsveizlu í Hjarðardal. „Váru þar
allir inir beztu menn fyrir vestan lsafjörð.“115 1 her-