Saga - 1972, Blaðsíða 150
148 BJÖRN TEITSSON OG MAGNÚS STEFÁNSSON
Þorleifur Einarsson hefur á grundvelli frjógreiningar
frá tveimur stöðum á Suðvestur- og Suðurlandi fært rök
að því, að birkiskógur hafi staðið höllum fæti við upphaf
landnáms, en þó líklega hulið þá rúmlega f jórðung landsins.
Hann telur, að skógurinn hafi síðan á fáum öldum, jafnvel
fáum áratugum, látið mjög á sjá. Áður hafði Sigurður Þór-
arinsson komizt að svipuðum niðurstöðum á grundvelli
frjógreiningar úr Þjórsárdal. Landnámið virðist m. a.
hafa leitt til þess, að graslendi jókst á kostnað skógarins,
og frá landnámsöld fann Sigurður bæði bygg- og hafrafrjó.
Ljóst er, að landnámsmenn hafa sviðið skóginn, notað hann
sem eldsneyti og til beitar. Þorleifur komst einnig að því,
að korn hefur verið ræktað í Skálholti samfellt frá upphafi
byggðar og fram á 14. eða 15. öld, og hefur væntanlega ver-
ið um bygg að ræða. Mest virðist hafa verið um þessa korn-
rækt á fyrri hluta 12. aldar eða svo. Loks segir Þorleifur
Einarsson, að á landnámsöld hafi líklega % hlutar landsins
verið grónir, en nú er einungis tæpur fjórðungur landsins
gróinn.35
Þessar niðurstöður koma furðu vel heim við fræg orð
Ara Þorgilssonar, sem taldi, að landið hefði við upphaf
landnáms verið viði vaxið milli fjalls og fjöru.36
Tímasetningar Þorleifs og Sigurðar styðjast við ösku-
lagarannsóknir og þær tímasetningar eru mun nákvæmari
en völ er á við notkun C14-aðferðarinnar. Áður hafði Sig-
urður Þórarinsson á sama hátt reynt að tímasetja jarð-
vegsmyndun vegna áfoks á liðnum öldum. Hann segir, að
snið úr Rangárvallasýslu sýni, að á tímabilinu 800—1100
hafi áfok tekið að aukast, og á bilinu 1104—1840 hafi það
verið orðið margfalt meira en áður, haldizt svo í svipaðri
mynd fram yfir miðja 18. öld og þá enn aukizt nokkuð.
35 Þorleifur Einarsson: Vitnisburður frjógreiningar um gróður,
veðurfar og landnám á Islandi. Saga III (1962), bls. 449—55 og
467; og Sigurður Þórarinsson: Skrafað og skrifað. Rvík 1948, bls.
25—8, 34 og víðar.
36 Islenzk fornrit I. Islendingabók — Landnámabók. Jakob Bene-
diktsson gaf út. Rvík 1968, bls. 5.