Saga - 1972, Blaðsíða 173
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 171
Á 13.—15. öld komst á sú venja, að vinnufólk og smá-
bændur sæktu um langan veg til sjóróðra á vertíðum vetur
og vor, og var einkum leitað til verstöðva á Snæfellsnesi, á
Reykjanesi og í Vestmannaeyjum. Jafnframt fylgdu sókn
erlendra þjóða á íslandsmið mjög aukin verzlunarviðskipti,
og efnahagur landsmanna almennt kann að hafa batnað
talsvert. Hugsanlegt er, að aukinn innflutningur matvöru
hafi a. m. k. sums staðar orðið til þess, að innlend kornrækt
lagðist því nær alveg niður.
Á Norðurlandi var lítið um útræði, og mjög sennilegt er,
að einkum þar hafi afdalajarðir lækkað í verði á þessu
tímabili (sjá bls. 165), er fólk leitaði vestur og suður um
landið til veiðistöðvanna. Afleiðingin hlaut að verða lækk-
un landskuldar nyrðra og sennilega einnig nokkur eyði-
býlafjölgun í innsveitunum (sjá bls. 138), a. m. k. í bili.
Hins vegar er hæpið, að byggð hafi dregizt nokkuð saman
Hl verulegrar frambúðar, ef litið er á landið í heild; frem-
Ur hafa átt sér stað vissir fólksflutningar á milli lands-
hluta.
Líklegt þykir, að hina varanlegu lækkun landskuldar á
Islandi á síðmiðöldum megi skýra að verulegu leyti með
Því að benda á kúgildaleiguna og aukningu fiskveiðanna,
samfara mikilli hækkun skreiðarverðs. Veruleg fólksfækk-
Uu í pestum 15. aldar hafði auðvitað sín áhrif í þessu efni,
eu sennilega þó ekki til langrar frambúðar. Um hugsan-
^eg áhrif loftslagsbreytinga verður ekkert fullyrt, en vel
^á vera, að minnkandi framleiðsla landbúnaðarafurða
Vegna kólnandi loftslags og e. t. v. landrýrnunar hafi leitt
lækkunar landskulda.88
IX. Niðurlag: eyðibýli — hjáleigur.
Hér að framan hefur um skeið einkum verið fjallað um
breytingar á mannfjölda og landskuld á fyrri öldum. Þetta
var gert af því, að þessi efni hafa verið meira rannsökuð
Um þetta allra síðasta sjá sama 1966, bls. 134.