Saga - 1972, Blaðsíða 96
94
EIRÍKUR ÞORMÓÐSSON
2. Helztu heimildir.
Frá því er skemmst að segja, að heimildir um byggð í
Þistilfirði á fyrri öldum eru afar strjálar og fáskrúðugar.
Hið helzta, sem við er að styðjast í þeim efnum, eru mál-
dagar og bréf, sem einkum er að finna í Islenzku forn-
bréfasafni og Bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar.
örfáar aðrar heimildir eru einnig til um þetta efni.
Islendingar hófu ekki gerð jarðabóka fyrr en eftir
siðaskipti, og voru þeir í þeim efnum seinni til en flestar,
ef ekki allar þjóðir í norðanverðri Evrópu. Samt eru til
allmargar jarðabækur, sem gerðar voru fyrir 1700. Sá
galli er þó á þeim, að þær eru fyrst og fremst jarðatöl,
þar sem aðeins er getið dýrleika (þó ekki í öllum), land-
skuldar og kúgilda, en ekki jarðalýsingar, þær koma fyrst
með jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1702-14.
Skulu nú þessar jarðabækur taldar hér upp og þeim lýst
nokkuð.
Jarðabók 1551-79: Þetta er elzta íslenzka jarðabókin og
nær aðeins yfir konungsjarðir. Hún er til í afriti í Þjóð-
skjalasafni með hendi Einars Þorkelssonar, en frumritið
er varðveitt í Árnasafni, AM. 902 c, 4t°.
Jarðabók 1592: Hún er varðveitt í Þjóðskjalasafni í
eftirriti dr. Jóns Þorkelssonar, gerðu eftir MSteph. 27, 4t0,
sem er með hendi Benedikts lögmanns Þorsteinssonar. 1
henni eru taldar Hólastólsjarðir, jarðir prestakalla í Hóla-
biskupsdæmi, jarðir Skálholtsstóls, jarðir allra klaustra á
Islandi og allar aðrar konungsjarðir.
Jar'öabók 1597: Þessi bók er ekki varðveitt hér á landi
frekar en jarðabókin 1551—79, nema hvað finna má út-
drátt úr henni í Lbs. 60, fol. Handritið er talið ritað um
1780, og er sá hluti, sem fjallar um Svalbarðshrepp, ritað-
ur af Skúla fógeta. Nær bókin aðeins yfir stólsjarðir.
Jarðabók 1633-3U: Hún nær aðeins yfir konungseignir
í landinu og er varðveitt í Þjóðskjalasafni.
Jarðabók 1638: Hún nær aðeins yfir konungsjarðir. Af