Saga - 1972, Side 33
GOÐAR OG BÆNDUR
Q-l
ol
Sumt bendir raunar til, að áhrifasvæði goða hafi ekki
Þurft að falla saman við það svæði, sem aðallega var byggt
þingmönnum hans. Áður hafa verið nefnd dæmi þess, að
þingmenn bjuggu utan þess svæðis, sem vernd goða eða
eftirlit gat náð til að ráði, en trúnaðarskylda hefur líka
getað náð til þingmanna annars goða. Þórhallur bóndi í
Hólmlátri á Skógarströnd var þingmaður Þorleifs beisk-
alda. Hvammverjum þótti hann sýna sér fjandskap. Þor-
leifur kunni ekki að gefa honum önnur ráð en annað
hvort flytja burt eða selja Hvammverjum sjálfdæmi, taldi
.lafnvel ekki nóg, að hann flytti suður í nágrenni sitt í
Hítardal, svo að Þórhallur varð að beygja sig undir vilja
Hvammverja. Komst þó enginn friður á, og lauk svo, að
Sveinn Sturluson var fyrir flokki manna, sem drap Þór-
hall.82 Meg jafnríkum goða í Þórsnesingagoðorði hefði
þetta getað leitt til þess, að Þórhallur í Hólmlátri stæði
undir áhrifum þriggja goða og yrði að taka tillit til allra.
Hað sýnir einnig glöggt staðbundið eðli mannaforráða,
hve algengt það er í gerðardómum, að menn séu dæmdir
héraðssekir, þeim bönnuð vist í ákveðnu héraði eða lands-
hluta, þótt sú refsing sé hvergi nefnd í lögum.83 Einu
smni í Guðmundar sögu dýra er sagt, að maður var gerð-
Ur héraðssekur „ok skyldi hvergi vera, þar er þeir ætti
^nannaforráð, Guðmundr ok Kolbeinn.1'84 Þarna er eng-
jnn efi á, að mannaforráð þeirra eru skilgreind landfræði-
e&n. Héraðssektir sýna glöggt, að höfðingjar hafa talið
nukilvægt að ráða fyrir ákveðnu héraði og hafa þar enga
°trygga menn.
Það er í sjálfu sér ekki útilokað, að nokkuð hafi kveðið
því, að bændur skiptu um þingfesti. En þar má fullt eins
&era ráð fyrir, að menn hafi hallazt að þeim goða, sem
. r Ul'ðu að hlýða hvort sem var vegna héraðsveldis hans,
nins og að þeir hafi kosið sér goða vegna vinsælda hans.
Jóðveldið skorti alla réttarfarstryggingu til að tryggja,
að kosturinn á að skipta um þingfesti yrði að lýðræðislegu
Vali á goða.