Saga - 1972, Síða 80
78
SVAVAR SIGMUNDSSON
in væru rangskýrð með því að gera ráð fyrir mannsnafni
í forlið og að þau séu byggð á munnmælasögum mörg hver.
En í sumum tilvikum getur verið um mannsnafn að ræða,
sem hefur verið bundið við Island. Líklegt er, að Arneiðar-
staðir byggist á raunverulegu nafni, en forliðirnir í Auðs-
staðir, Bálkastaðir, Baugsstaðir, Eldgrímsstaðir, Holta-
staðir, Hvatastaðir, Kjöl(Kjal-)vararstaðir og Stafn-
grímsstaðir eru tæplega allir mannanöfn. Hugsanlegt er,
að Eldgrímur og Stafngrímur séu samsett mannanöfn,
sbr. Grímur. Orðið stafnglámur er til sem viðurnefni,
Þórður stafnglámur, í Örvaroddssögu (Den arnamagnæ-
anske kommissions ordbog, hér eftir skammstöfuð AMKO).
Hið sama gildir um Snjallstein (= Steinn hinn snjalli).
Fleiri virðast hafa borið þetta viðurnefni að fornu. Hálf-
dan snjalli er nefndur í Sögubroti og Njálu, og Sigurður
snjalli er í Norsku fornbréfasafni, I. bindi (um 1303).
(AMKO). Orðið snjallur getur líka merkt hvass. Hvöss
kemur fyrir sem lesháttur í ungu handriti af Þiðrikssögu,
þar sem í eldri texta stendur snjöll. (AMKO). 1 orðabók
Blöndals er snjallur þýtt „hvasægget, skarp“, en getur ann-
ars merkt beinn: snjall fyrir endann. Sú skýring gæti
líka komið til greina hér.51
Tæpast er hægt að gera ráð fyrir nafninu Böðólfur í
Böðólfsskytja, því að leshættir eru fleiri: Bótólfs-, Bod-
olfs-, og staðurinn er líka nefndur Auðólfsstaðir í hand-
ritum. Nokkur óvissa er einnig um rithátt á Roðrek. Hann
er nefndur Rœrekr, Rœþrekr eða Hrœrekr, svo að nafnið
hefur líklega ekki verið alþekkt. Það er þó til í fornger-
mönskum heimildum,52 svo að ekki er hægt að útiloka
tilvist þess sem mannsnafns á íslandi.
51 Það skal tekið fram, að þar sem stungið er upp á örnefnaskýring-
um út frá náttúrueinkennum í þessari grein, hefur ekki verið
hægt að styðjast við athuganir á staðháttum. Ber því að taka þær
skýringartilgátur með fyrirvara.
52 M. Schönfeld: Wörterbuch der altgermanischen Personen- und
Völkernamen. Heidelberg 1911. (Sjá undir Ruderichus).