Saga - 1972, Blaðsíða 86
84
SVAVAR SIGMUNDSSON
þeim tíma.66 Hann telur, að nauðsynlegt sé að gera sér
grein fyrir þeim vexti og útþenslu, sem gerðist í þeim
hlutum Noregs, sem ekki sendu frá sér menn í víkinga-
ferðirnar. Víkingar komu einkum úr strandhéruðum Nor-
egs, en úr innsveitum síður eða ekki. Holmsen hefur tekið
til rannsóknar eina sveit á Heiðmörk, þ. e. héraðið Vang.
Búsetan á þessu svæði hefur verið upp af Ákersvika á eldri
járnöld, og bæirnir Akr og Vang (nú Áker og Preste-
gárden) eru elztu bæir, en „frumbærinn“ virðist glataður.
Kringum þessa bæi liggja 6 -vm-bæir: Disin, Vidin, Selin,
Gæsin, Kvikin og Farmin, einnig 4 -heivi-bæir: Vardeim,
Hjalleim, Skatteim og Haneim. Á milli þessara bæja eða
nærri þeim liggja svo 10 bæir með ósamsettum náttúru-
nöfnum: Klúka, Eini, Rjúk, Kad, Fraunar, Ó, Hól, Voll,
Geilar og Bjarkar. Hluti af þessum náttúrunöfnum virð-
ist yngri en frá eldri járnöld, þar sem færri kuml hafa
fundizt þar en á fyrrnefndum bæjum. Að vísu munu ein-
hver bæjanöfn hafa týnzt, t. d. Dodreim uppi í landi. Þar
liggja bæirnir Myr, Uppsaler og Kjós, sem geta verið frá
eldri járnöld eftir nöfnunum að dæma, segir Holmsen. Og
hann heldur áfram: „Vi skal ná se hvilken tilvekst denne
bosetningen pá 20-25 gárder fikk i vikingtiden. Innimel-
lom de gamle gárdene omkring Ákersvika ble disse nye
ryddet: Holasetr, Byrgisstader, Tumlastader, Finnsvál,
Markastader, Vidarshov, Torshov, Húdbreid, Mþyarstader
og Upphúsar, dertil kom sikkert minst 3-4 av gárdene
med usammensatte naturnavn her fþrst opp ná, altsá i alt
13-14 gárder.“67
1 norður og til norðausturs víkkaði Ákersvika að búsetu,
og byggðust þar 15-16 bæir nýir: Kveberg, Flagarstader,
Imislund, Hól, Gautaberg, Ingaberg, Stanger, Tróndar-
66 Norges historie fra de eldste tider til 1660. 3. utgave. Oslo 1961.
103 o. áfr.
67 Sama rit, 105—06.