Saga - 1972, Blaðsíða 153
UM RANNSÓKNIR Á ÍSLENZKRI BYGGÐARSÖGU 151
meira en þriðjungi íslands, en mest af öskunni fór þó á
haf út undan VNV-átt. Gizka má á, að heildarrúmmál ný-
fallins vikurs hafi verið ca. 10 km3, þar af komu minnst
2 km3 á land. Vikurlag, sem nú er 40 cm eða meira á þykkt,
þakti í upphafi ca. 300 km2 lands (meðalþykkt lagsins þar
er nú einn metri). Litlahérað, við rætur eldfjallsins, varð
eðlilega fyrir langmestu tjóni, enda heitir sveitin síðan
Öi'æfi. Þar voru áður a. m. k. 22—24 bæir, en þó líklega
um 30, og fóru vafalaust allir í eyði. Flest fólkið hef-
Ur væntanlega farizt, ýmist beinlínis við hið ógurlega
vikurfall, eða vegna vatnsflóða úr jöklinum og samgöngu-
erfiðleika. Sveitin var e. t. v. enn öll í eyði 1412, en 1482
var komin þarna byggð á ný. Gífurlegt tjón varð einnig
1 næstu sveitum, Suðursveit og Hornafirði, og ýmsir bæir
Þar hafa vafalítið lagzt í eyði í bili.43
Víst er, að áhrif þessa óhugnanlega goss á byggðina á
Suðausturlandi urðu varanleg. Þar hefur að öllum líkind-
um aldrei síðan verið jafn margt fólk í sveitunum og áður
var, enda var ekki unnt að endurbyggja nándar nærri alla
bæina.
Eitt af virkustu eldfjöllum Islands er Katla, sem hefur
með gosum sínum mjög eytt gróðurlendi og væntanlega
einnig byggð í Vestur-Skaftafellssýslu á ýmsum tímum. Sú
saga hefur tæpast verið rannsökuð til neinnar hlítar enn
sem komið er. Sérstaklega ber þó að geta ritgerðar Einars
Öl. Sveinssonar um byggð á Mýrdalssandi, sjá hér á eftir.
Skýlaust er, að stundum hefur eyðingarmáttur eldgosa
emkum birzt í því, að askan hefur mengað gróðurlendið,
búfénaðurinn hefur svo fallið, a. m. k. í einhverjum lands-
hlutum, og fólkið dáið á eftir úr hungri og vegna sjúkdóma.
I Móðuharðindunum 1783—4 féllu á landinu um 190 þús.
sauðfjár (82% alls sauðfjárins), 28 þús. hross (77%) og
nær 11500 nautgripir (53%). Og árin 1783—5 fækkaði
landsmönnum um allt að fimmtung, og í Hólabiskupsdæmi
^3 Sami: The öræfajökull Eruption of 1362. Acta Naturalia Islandica,
Vol. II, No. 2. Rvík 1958, einkum bls. 22—9, 75—81 og 87—95.