Saga - 1972, Blaðsíða 151
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 149
Sigurður segir hins vegar, að snið úr Skagafirði sýni mjög
aukið áfok fyrir ca. 1100, byrji varla síðar en um 1000, en í
Fnjóskadal hafi fokið ekki aukizt verulega fyrr en eftir
1500.3 7 Þetta síðasta kemur heim við arfsagnir, sem hafð-
ar voru eftir gömlu fólki á 19. öld, og gerðu ráð fyrir, að
víðlend gróðursvæði hefðu verið á hálendi Þingeyjarsýslu
fram um 1600.38 Vitað er, að samgöngur á hestum yfir
hálendið milli Norður-, Suður- og Austurlands voru tíðar
á fyrri öldum, en hafa sennilega einkum lagzt af á 17. öld,
er beitilönd þar voru úr sögunni.
Á Suðurlandi hefur uppblásturinn verið einna skæðastur
í Rangárvallasýslu, þar sem hann hefur leitt til þó nokk-
urrar landauðnar. Vigfús Guðmundsson hefur ritað langa
^itgerð um eyðibýli á Rangárvöllum, án þess þó að draga
saman heildarniðurstöður. Við athugun á þessari ritgerð
sést, að alls eru þar talin upp um 30 allörugg eyðibýli, sem
Vigfús álítur að hafi eyðzt fyrir eða um 1600. Mörg þeirra
eru mjög forn og hafa sennilega verið skamma hríð í byggð,
en svo eyddust þarna til viðbótar ca. fimm býli á 17. öld.89
Annars staðar hafa einnig verið færð rök að því með stuðn-
higi ritaðra heimilda, að uppblástur í Rangárvallasýslu
hafi mjög færzt í aukana á tímabilinu 1670—1705.40
í heild virðist þannig ýmislegt benda til þess, að gróð-
urlendi víða um land hafi tekið að skerðast fljótt eftir
íandnám. Fyrir 1100 hefur eyðing þess kannski verið hröð-
ust víða um Norðurland (nema í Þingeyjarsýslu), en eftir
1100 varð eyðingin mjög hröð á Suðurlandi. Á 17. öld mun
Uppblástur hafa tekið að færast í aukana á móbergssvæð-
inu, a. m. k. í Rangárvalla- og Þingeyjarsýslum. Vafalaust
3-7 Sigurður Þórarinsson: Uppblástur á Islandi í ljósi öskulagarann-
sókna. Ársrit Skógraektarfélags Islands 1961, bls. 39—44.
3S Björn Sigfússon: Trú á hrjósturvídd og útilegumenn. Saga III
(1961), bls. 338.
39 Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1951—2, bls. 91-—164; og 1953, bls.
5—79.
49 Ásgeir Ólafsson: Jólgeirsstaðir. Árbók Hins ísl. fornleifafélags
1966, bls. 107—08.