Saga - 1972, Blaðsíða 121
BYGGÐ 1 ÞISTILFIRÐI
119
56578.30 Hefur fólksfjölgunin orðið langmest á átta ára
tímabilinu 1827—35, eða rúm 11%, miklu meiri en á 11
ára bilinu 1816—27, en þá var hún um 6.9%.
Ef borinn er saman mannfjöldinn í Norður-Þingeyjar-
sýslu 1801 og 1835, sést, að langmest hefur fjölgað í Sval-
barðshreppi og Sauðaneshreppi. Eftirfarandi tafla sýnir
breytingarnar í sýslunni. Fjallahreppur er talinn hér með
Skinnastaðahreppi.
1801 1835
Kelduneshreppur ... , . 152 202 +50 32.9%
Skinnastaðahreppur . . 162 204 +42 26.0%
Presthólahreppur ... . 134 241 +107 79.9%
Svalbarðshreppur ... . 103 250 +147 142.7%
Sauðaneshreppur ... . 139 277 +138 99.3%
690 1174 484
Það er ekki aðeins, að fólki fjölgi langsamlega mest í
Svalbarðshreppi hlutfallslega, heldur er raunveruleg fjölg-
un einnig mest þar.
Langsamlega mest hefur fjölgunin í Svalbarðshreppi
orðið frá 1816 til 1835, eða 127 manns, þ. e. 103,3%, en
frá 1801 til 1816 er hún 20 manns, þ. e. 19.4%. Það er því
skki óeðlilegt, að byggðum jörðum í Þistilfirði hafi fjölgað
um átta 1826—33 og býlum um sextán 1816—35, þar sem
íbúatalan hefur meira en tvöfaldazt 1816—35.
Yfirleitt má segja, að árferði á öðrum fjórðungi 19. ald-
ar hafi verið með hagstæðara móti í heild. Einkum og sér
í lagi var til þess tekið, hve mikil árgæzka var á árunum
1840—54, á Norðurlandi raunar til 1856. Isar komu þá
mjög sjaldan að landi, og hagur bænda á þeim árum stóð
víða með miklum blóma.37 Raunar voru ísar aldrei veru-
36 Skýrslur I, 391—92.
37 ÞTHLýsing II, 389.