Saga - 1972, Blaðsíða 27
GOÐAR OG BÆNDUR
25
vansa setit, en þó er honum þetta nauðsynjamál. Ok
sá einn er minn vinr, er þessum málum fylgir síðr.
Hér er það höfðinginn, sem ákveður einn, hver sé sinn
vinur, og hvað þurfi til þess að vinna.
Loks heldur Boden því fram, að aldrei séu nefndir sem
þingmenn aðrir en meiriháttar menn, auðugir eða vel
virtir.57 Þetta er ekki rétt. Þórálfur Bjarnarson á Skrið-
insenni var „félítill ok var þó vinr ok þingmaðr Hafliða
Mássonar."58 Þetta dæmi er raunar dálítið óljóst; óþekkt
ev ástæðan til þess, að nafn Þórálfs slæðist inn á þessum
eina stað, snertir ekkert söguna, en virðist nefnt mannin-
nm heldur til sóma. Börkur Kálfsson er aðeins sagður
»,nökkut á legg kominn“, er hann kallar til jarðar föður
síns á hendur Þórhalli í Hólmlátri, og er hann þing-
maður Sturlu í Hvammi.59 Björn Gestsson á Sandi í Ólafs-
firði var fylgdarmaður og þingmaður Önundar Þorkels-
sonar. En um hann er sagt, að „hann átti ómegð, en
fé lítit.“60 1 Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar segir frá
því, að sendimaður Þorvalds Vatnsfirðings kom í liðsöfn-
un til bónda, sem Ámundi hét:81 „Ámundi var fátækr
maðr, ok bjó, þó hann ætti mikla ómegð; hann var Þor-
kelsson, ok þíngmaðr Rafns.“ Þetta sýnir, að fátækir
menn gátu vel verið þingmenn. Auk þess eru fjölmörg
dæmi þess, að menn séu nefndir þingmenn einhvers goða,
án þess að neitt sé tekið fram um efnahag þeirra eða
ágæti.0-
Nú skortir að vísu sönnun fyrir því, að allir bændur
hafi átt þingfesti með goða, og því verður ekki neitað, að
kenning Bodens er að sumu leyti talsvert freistandi. Sú
þjóðfélagsgerð, sem hann dregur upp, væri eiginlega miklu
skiljanlegri en hin. En ég fæ ekki komið auga á nein
frambærileg rök til að vefengja, að löggjöfin lýsi raun-
verulegum aðstæðum að þessu leyti. Hér skiptir þögn heim-
ildanna líka nokkru máli. Aldrei kemur fyrir, að sagt sé