Saga - 1972, Blaðsíða 125
BYGGÐ 1 ÞISTILFIRÐI
123
árabilinu 1855—65 og þar rétt fyrir, að byggð í Þistilfirði
er útbreiddust, og verður hún aldrei meiri en fardagaárið
1860— 61. íbúarnir verða flestir 1860, 375 manns, sbr.
töflu II, en Sauðaneshreppur er þá orðinn fjölmennastur
hreppa í Norður-Þing., þar hefur fólki fjölgað um 53 frá
1855, úr 336 í 389, eða 15.8%.44
1861— 95:
En 1861 verða enn tímamót í byggðarþróun Þistilfjarð-
ar. Þá hefst þar samdráttur byggðar, sem heldur áfram
aht til 1895, að vísu með smá-frávikum.
Má sjá á töflu I, að þegar á fimm ára bilinu frá 1860
til 1865 hefur byggðum jörðum fækkað um fimm, þ. e. um
eina á ári til jafnaðar. Hins vegar er aðeins einum bónda
færra 1865 en 1860.
Þótt árferði væri allgott árin 1861 og 1862, fóru tvær
jarðir í eyði síðartalda árið og byggðust ekki aftur. Á ann-
arri þeirra, Vatnsenda, dó ábúandinn 18. júní 1862, og
er líklegt, að jörðin hafi lagzt í eyði af þeim sökum. Um
Eagranes er þess getið til, að þeir, sem þar bjuggu, hafi
flosnað upp sakir basls. Fagranes byggðist í lok góðæris-
tímabilsins, en er vafalaust illbyggjanlegt í harðærum sem
þeim, er á eftir fóru, enda þótt það hafi haldizt í byggð
harðindaárin 1857—60. Hvorug þessara jarða byggðist
nokkurn tíma upp að nýju, enda fór nú nokkurt harðæri
4 hönd.
Hermundarfellssel fór í eyði 1864 og byggðist ekki upp
eftir það.
Langeðlilegasta skýringin á því, að engin hinna þriggja
tyrrtalinna jarða skyldi byggjast að nýju, er erfiðara ár-
terði en var fyrir og um miðja öldina.
Af þeim fimm jörðum, sem fækkaði um frá 1860 til 1865,
hyggðust þessar þrjár ekki aftur. 1863 var erfitt ár, 1864
1 betra meðallagi, 1865 var slæmt framan af, og fennti þá
44 Skýrslur III, 117.