Saga - 1972, Blaðsíða 106
104
EIRIKUR ÞORMÓÐSSON
Um veðurlag í Þistilfirði gildir í stærstu dráttum það
sama og á Norðausturlandi í heild. Þó eru þokur taldar
tíðari þar og á Langanesi og Sléttu en í sveitunum innan
og vestan Axarf jarðarheiðar. Sömuleiðis þykir nokkuð vot-
viðrasamt á sumrum, og getur rignt þar, þótt þurrkur sé í
héruðunum vestan Axarfjarðarheiðar. Norðaustanáttin er
versta áttin, en henni fylgja þrálátar rigningar og þokur,
miklu síður í norðvestanátt. Sunnan- og suðvestanáttinni
fylgja hins vegar þurrkar og bjartviðri.
1 umsögn um veðurfar í Þingeyjarsýslu, dagsettri 17.
des. 1842 að Stóru-Laugum, kemst Arnór Árnason sýslu-
maður m. a. svo að orði:
„ . . . snjóþyngsli á vetrum eru oft mikil og langvinn,
einkum í framparti Þistilfjarðar, norðvesturparti Ax-
arfjarðar eða á Sandinum og í niðurparti Kelduhverfis.
1 uppsveitinni þarámóti, frammí Axarfirðinum, í Núpa-
sveitinni og uppá Fjallabæjunum, rífur fremur af svo
til haga nær. — 1 öllum þessum plássum má ekki kallast
rigningasamt, þó helzt í Þistilfirði . . .“.2
Að öðru leyti verða nokkrar tölur, sem birtar eru hér
á eftir, látnar tala sínu máli. Þær eru frá þeim veðurat-
hugunarstöðvum, sem næstar eru vettvangi, þ. e. a. s. Rauf-
arhöfn og Skálum á Langanesi, en síðar Skoruvík á Langa-
nesi. Samfelldar veðurathuganir hófust á Raufarhöfn 1920,
en á Skoruvík ekki fyrr en 1944.3 Einnig verða birtar tölur
frá fáeinum nálægum veðurathugunarstöðvum til saman-
burðar. '
Meðalhiti (°C) 1901—30:4
Húsavík .... 2.8
Raufarhöfn .. 2.1
Skálar........ 2.4
Fagridalur .. 3.0
2 2ÍB 21 fol„ Lýsing NorðurÞing.
3 Veðráttan 1962, 125.
4 Sama rit 1944, 55.