Saga - 1972, Blaðsíða 87
MANNANÖFN I ÖRNEFNUM
85
hús( ?), Leirhús, Herjulfssetr, Kartarsetr, Skrástader,
Rolfsstader, Nashaugar, Blesastader og Herleifsstader.
Fyrir ofan Nashauga byggðust Bliustader og Hafsvál,
spöl norðar var rutt fyrir Igulssetr og Haugssetr. Fyrir
austan Blesastaði og Herleifsstaði komu upp þrír aðrir
-síaða-bæir: Homlustader, Ingivaldsstader og Atlastader.
fJt frá þeim byggðist svo aftur nýtt svæði að landamörk-
Ulíl L0ten með þessum nöfnum: Ulfsstader, Spadaberg( ?),
Lindiholt, Arnasetr, Skrámustader, Lidarberg, Leirberg,
G^an, Rappstader, Brattsetr, Hauksnes(?), Háreksstader,
Grýting, Ásvidarstader, Uppsaler og Hov (nú týndur).
fh'iðja byggðin varð svo til uppi undir Vangsásen með
bæjunum: Narfamó, Dalseng, Húsar, (Gyrdslid?), Lidar,
Skeidssetr, Ás, (Ber?), Dúfusetr, Markarstader, Selju-
setr, Ormssetr og auk þess Kirkjubýr, sem síðar hét. I öllu
Vang-héraði komu því upp um 60 nýir bæir á víkingaöld,
°g frá járnöld fjórfaldast því bæjatalan þar. Áberandi
eru rnannanöfnin í mörgum þessum bæjanöfnum, og koma
siim þeirra Islendingum kunnuglega fyrir sjónir.
Holmsen leggur áherzlu á, hve sérstaks eðlis þessi
skyndilega breyting á byggðinni hafi verið. Hann segir
Það með þessum orðum: „En kan ikke uten videre sammen-
stille vikingtidsgárdene og storfamiliebostedene fra eldre
3ernalder; den yrende mengden av nye gárder forteller
bare om voldsom vekst i folketallet, men ogsá om
sprengning av gamle samfunnsbánd. Det var ikke koll-
^ktive enheter som bar nyryddingen, det var Herjulf og
Herleif, Ulf og Rolf, Arne og Atle — hele rekken av selv-
stendige enkeltmenn. Ja til og med en „m0y“, en ugift
kvinne, kunne ná grunne sin egen gárd (M0yarstader).“68
Lessi byggðasprenging, sem Holmsen talar um, er önnur
hhð víkingaferðanna, lausn þeirra, sem heima sátu, en
Ögðu ekki á höf. Það er ekki um að villast, að hinir nýju
ahdnemar hafa í mörgum tilvikum kennt nýja bæi við
68 Sama rit, 106—07.