Saga - 1972, Blaðsíða 147
UM RANNSÓKNIR Á ÍSLENZKRI BYGGÐARSÖGU 145
a fyrri öldum en hann var um 1700. Mjög almenn notkun
vaðmáls sem gjaldmiðils og verðeiningar þegar á þjóðveld-
isöld virðist a. m. k. benda til mikillar sauðfjárræktar.
Sigurður Þórarinsson telur, að skilyrði til kornræktar
hafi a. m. k. fyrir 1150 verið betri en á tímabilinu 1550—
1920, en athuga verði, að eyðing birkiskóga hafi getað haft
ahrif á möguleika til kornræktar. Jafnframt telur hann
sennilegt, að kornrækt hafi aukizt á ný upp úr 1350 og
síðan haldizt fram undir lok 16. aldar.26
Við uppgröft að Bergþórshvoli fundust leifar af bygg-
korni, að líkindum frá dögum Njálsbrennu í upphafi 11.
aldar. Rannsókn á því virðist sýna, að þetta hafi verið
nokkru minna og sérstaklega þynnra korn en danskt korn
frá víkingaöld, og bendir það til lélegs þroska. Þó virðist
hafa verið minni munur á stærð dansks korns og íslenzks
korns þá en nú er.27
Við uppgröft á bænum Gröf í Öræfum fundust bygg-
kjarnar. Þeir voru smáir, og bendir það til lélegra vaxtar-
skilyrða um miðja 14. öld.28
Að svo stöddu þykir ekki fært að álykta hér út frá
Þessum tveimur kornfundum. Slæm vaxtarskilyrði korns á
síðmiðöldum höfðu m. a. þær afleiðingar, að í Skaftafells-
sýslum tók fólk að nota melgresi í stað korns, en um sam-
keppni frá erlendu korni virðist þar ekki hafa verið að
ræða.29
Eitt af því, sem getur gefið bendingar um loftslagssveifl-
Ur, eru fiskigöngur. Bent hefur verið á, að sveiflur í hita-
stigi sjávar við Grænland hafa mikil áhrif á viðgang
þorsksins þar, og lækki hitastigið, er ekki ósennilegt, að
26 Sigurður Þórarinsson: Klimat, Island och Grönland. KLNM VIII,
d. 492.
27 Sturla Friðriksson í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1960, bls.
71—3; og Kristján Eldjárn í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1961,
bls. 154.
28 Sturla Friðriksson í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1959, bls. 90.
29 Sigurður Þórarinsson 1944, einkum bls. 146—7 (kornrækt á Is-
landi er raunar tekin til meðferðar þar á bls. 131—72).
10