Saga - 1972, Page 126
124
EIRlKUR ÞORMÓÐSSON
fé, en betra, er á leið. Næstu árin fram til 1870 voru hörð,
nema helzt 1868, sem virðist hafa verið allgott, en árið
1866 var eitt af mestu harðindaárum 19. aldar, og var þá
mikill ís.
Á þessu árabili, 1865—70, lagðist ein jörð í eyði, sem
byggðist aldrei aftur, Lækjamót 1868, en býlum fækkaði
þá um fjögur. Engin skýring er eðlilegri en sú, að ábú-
endur á Lækjamóti hafi flosnað upp vegna harðæris, enda
höfðu á undan farið saman tvö mjög hörð ár í röð með
miklu fjártjóni, 1866 og 1867. Sést á töflu III, að mikil
fækkun hefur orðið á sauðfé frá 1865 til 1870.
Árin eftir 1870 voru yfirleitt hörð, 1872 var t. d. mikið
neyðarástand í Þingeyjarsýslu, einkum þó í hinni syðri.45
Árið 1875 var hins vegar með bezta móti, en næstu ár
fram til 1880 voru yfirleitt heldur erfið, 1877 fennti t. d.
20 kindur af 60 til dauðs á Hávarðsstöðum.46 Árið 1880
var hins vegar mjög gott.
Þrátt fyrir heldur erfitt árferði 1870—80, fór engin
jörð í Þistilfirði í eyði að fullu, frá því er byggð lagðist
niður á Lækjamóti 1868 til þess, er Nýstaðir fóru í eyði
1876. Kunna Nýstaðir að hafa lagzt í eyði vegna fráfalls
bóndans þar 12. marz það ár, og þeir byggðust ekki upp
aftur.
Árið 1878 fór Ás í eyði, og sýnist engin skýring á því
eðlilegri en sú, að þeir, sem þar bjuggu, hafi flosnað upp
frá búskap, en þeir fóru að Ytra-Álandi (S 1878—79).
Á árabilinu 1880—85 fjölgaði byggðum jörðum um eina,
því að 1882 byggðust upp að nýju Kollavíkursel og óttars-
staðir, sem báðar höfðu farið í eyði alllöngu áður. Hins
vegar fór Heiðarmúli í eyði 1881, og fóru ábúendurnir
að Halldórsstöðum á Strönd (M, P). Þessi fjölgun byggðra
jarða er því undarlegri sem á þessu skeiði gengu yfir ein-
hver mestu harðindaár aldarinnar, 1881 og 1882, hvort
45 ÞTHÁrferBi, 290—92.
46 Norðanfari 14. des. 1877.