Saga - 1972, Blaðsíða 98
96
EIRÍKUR ÞORMÓÐSSON
leigukúgilda, áhöfn jarða, fóðrun, útbeit, galla og kosti,
er aðeins skráð samkvæmt frásögn bændanna sjálfra, án
þess að höfundarnir hefðu nokkuð kannað það sjálfir.
Sá hluti bókarinnar, sem fjallar um Þingeyjarsýslu, var
gerður árið 1712.
Þær jarðabækur, sem til eru um jarðir í Þistilfirði á
18. öld auk jarðabókar 1712 og ég hef notað, eru í fyrsta
lagi jarðabók Hólastóls 1741, varðveitt í Þjóðskjalasafni,
Bps. B VIII, 11, þar sem getið er landskuldar og fjölda
leigukúgilda, og í afriti af henni í Landsbókasafni, Lbs.
55, fol., er auk þess getið fjölda ábúenda. I öðru lagi tók
Skúli Magnússon saman jarðabók 1760-69, en hún er þó
miðuð við árið 1760. Hún er að mestu unnin upp úr öðr-
um jarðabókum, og um sjálfstætt jarðamat var ekki að
ræða. Þó notaði Skúli ýmsar skýrslur sýslumanna, m. a.
frá 1759—60, í Þingeyjarsýslu frá 1759, varðandi skatt,
sem skyldi greiða vegna stofnunar tugthúss. Þá er til
jarðabók Hólastóls 1765, varðveitt í Þjóðskjalasafni, Bps.
B VIII, 19, og er þar getið landskulda og fjölda leigukú-
gilda. Loks er til jarðabók stólanna, kirkju og konungs frá
1781, að vísu aðeins í afriti, JS 329, 8V0. Þar eru jarðirnar
aðeins taldar upp, en engar aðrar upplýsingar veittar,
nema hvað greindur er leigukúgildafjöldi með kirkna-
jörðum.
Þriggja annarra heimilda frá 18. öld er rétt að geta.
I fyrsta lagi er til bændatal og skuldaskrár, sem tekið var
á árunum 1720—65, og var bændatalið tekið árið 1735 í
Svalbarðshreppi, eins og raunar víðast annars staðar. Eru
þar nefndir ábúendur jarðanna. í öðru lagi má sjá í sókn-
armannatali 1748, hverjar jarðir voru þá byggðar í Þistil-
firði. Þar er og greindur heildarmannfjöldinn í hreppnum.
I þriðja lagi er jarða- og bændatal 1752—67, og var það
tekið árið 1754 í Þistilfirði. Þar er að finna skýrslur sýslu-
manna frá þessum árum úr öllum sýslum landsins, og eru
þar nefndir ábúendur jarða og getið eigenda þeirra.
Á árunum 1801—5 fór fram fyrsta sjálfstæða jarðamat-