Saga - 1972, Blaðsíða 217
RITFREGNIR 215
svo þjóðsögum, en lítum á vísindarit Peters um efnið, til saklauss mót-
vægis við Kongens ære.
Við vandasamar aðstæður var það mun ríkari siðferðisskylda hins
krýnda „skugga" en harðstjórnarkonungsins að leggja völdin í hendur
færari erfingja að ríkinu. Ef til stóð á miðöldum að steypa einhverjum
konungi, var sú aðferðin bezt allra, ef tök væru á, að knýja hann til
að játa sig vanhæfan, „inutilem", og ganga í klaustur, ef ekki í varð-
hald. Peters fæst lítt við læknisvottorðin um slíka kónga; svið hans
er hinn „sekulariseraði" kirkjuréttur um afsetningarmöguleikana og
vitnisburðir samtíðarbókmennta ýmist í vil hinum niðurlægðu tignar-
persónum eða til hnjóðs og fyrirdæmingar. Þetta heilabrotaefni og
pólitískar íkveikjutilraunir í krafti þess hlutu að magnast í lok kross-
ferða og snertu eftir 1300 miklu fjölmennari þegnhópa en áður, sam-
fara því sem tækni konunga til að ríkja fór ört vaxandi. Yngsta tilfell-
ið, sem bókin snýst um, er frávikning Játvarðs II Englandskonungs
1327 og sakargiftir á hann bornar. Við það kemur inn i myndina nýr
þroski ensks parliaments. Að baki frávikningunni lá m. a. nýr skiln-
ingur, sem barónar Játvarðs höfðu strax lýst yfir 1308, að sér bæri
eingöngu að sýna Englandskrúnu trúnað og fulla hlýðni, en ekki „per-
sónunni", sem hverju sinni ríkti (eða þættist ríkja). Eitt af því, sem
lestur ritsins sýnir manni um 12.—14. öld, er þetta: Gerum skrá yfir
höfðingja, sem týndu ríki sínu fyrir þá tegund óhæfni að vera „inu-
tilis", og eitthvað fjölmennari skrá yfir þá, sem í ritum fá einkunnina
„justus". Á persónuleik og greind og dyggð þeirra 2 hópa sýnist litill
munur, nema hina fyrrnefndu skorti lag til að geðjast réttum páfa
eða réttum aðalsklíkum, og þá er sekur sá einn, er tapar.
B. S.
Frá tíð Canossagangna og Rómferla í leit að bishupsvígslu
Fyrir aldarfjórðungi gerði Charles Joys eitt hið nytsamasta rit, sem
til er um keppni milli Noregskonunga og erkibiskupa: Biskop og konge.
Bispevalg i Norge 1000—1350. Osló 1948. Staðfesting erkibiskups á
hjöri íslenzkra biskupa fram á daga Guðmundar Arasonar og Magnúss
Gizurarsonar á 13. öld og réttur kórsbræðra i Niðarósi síðan til að
ráða vali biskupsefna Skálholts og Hóla féllu þar alveg saman við
vesturevrópska þróun kirkjuréttar og hákirkjulegs veitingarvalds.
Nokkrar af þeim athugasemdum, sem fyrri fræðimenn höfðu gert um
einstaklingsbundnari og dægurpólitískari úrskurði, sem þættu hafa
ráðið veitingu, verðféllu þannig 1948. Um stund var þó minna vitnað
t Joys um þetta en mátt hefði (dæmi um vandræðasambræðslu eldri
°g yngri hugmynda: J. Jóh., Isl.s. I 254—56). Nú þykir Sögu rétt að
benda á yfirlitsrannsókn á kanónískum rétti og konungarétti um val
á biskupum og erkibiskupum i Vestur-Evrópu á þessum öldum, eftir
Robert L. Benson, Kosna biskupsefnið, The bishop-elect. A study in
medieval ecclesiastical office. Princeton University Press 1968.
Pyrir ónorrænan réttarsögumann væri betra að lesa Benson fyrst,
en Joys á eftir til að sjá hina þurru Bologna- og Parísarlögspeki fram-