Saga - 1972, Blaðsíða 49
GOÐAR OG BÆNDUR
47
haustið 1255. Finnbjörn var þá í fylgd með höfðingjunum
Þorgilsi skarða og Þorvarði Þórarinssyni, félausum eins
°S áður er lýst, og bannfærðum af biskupi. Finnbjörn bar
UPP á biskup, að hann hefði dregið taum brennumanna á
Flugumýri, Eyjólfs og Hrana, og sagði:145
Er þat nú ljóst fyrir allra manna augum, at þá gull-
hálsana, sem hér hafa geisat yfir sveitir með ránum ok
i’efsingum, hafið þér látit þá standa hjá yðr hjá altari
i heilagri kirkju ok lagt á þá alla virkt, ok er þat lygi-
laust, ok þeir hafa marga menn brennt inni ok marga
uienn fátæka saklausa inni kæft í reyk.
Finnbjörn hefur að vísu sjálfur upphaflega verið gull-
háls, en hann var þarna í bandalagi við menn, sem kölluðu
til valda í krafti ætternis, en ekki auðs.
I þessu Ijósi séð, segir Svínfellinga saga frá einkar
^erkilegum atburðum.146 Höfðingi Svínfellinga, Ormur
Jónsson, lézt á miðjum aldri árið 1241 og sonur hans Sæ-
^uundur tók við mannaforráðum mjög ungur. ögmundur
^ielgason í Kirkjubæ, bróðir Finnbjarnar, var mægður
vínfellingum og mjög auðugur maður. Það vill svo til, að
sagan greinir frá bústofni Ögmundar, og er hann með
ólíkindum mikill.147 „Þat fannst brátt á [segir sagan],
örmr var andaðr, at Ögmundr helt sér vel fram um
lei'aðsstjórn, ok gerðust margar greinir með þeim Sæ-
mundi.“] 46 Eðli þessa ágreinings kemur vel í ljós í um-
Kiælum Þórðar kakala við Ögmund:146
Þórðr kvað Ögmundi sjálfrátt í hvern stað at láta
hlut sinn fyrir Sæmundi, — „því at þú hefir fjárkost
uieira. Þú ert ok vinsælli af bóndum. Þótt þú hafir eigi
goðorð, þá heyri ek ok, at bændr vili þér eigi verr en
Sæmundi.“
■^agnaðist nú fjandskapur mikill og tortryggni, og lauk
®v°, að ögmundur lét taka Sæmund af lífi og bróður hans
öuðmund.