Saga - 1972, Blaðsíða 73
MANNANÖFN I ÖRNEFNUM
rauðr, skalli, skarfr, svartr og þrasi.39 Ekkert virðist því
til fyrirstöðu, að bæir hafi verið nefndir eftir mönnum
með þesskonar og þvílík viðurnefni á landnámsöld og síðar,
hvort sem menn nefndu bæina sjálfir eftir sér eða menn
gerðu það eftir daga þeirra.40
Að sjálfsögðu geta sum þessara viðurnefna venð upp
komin eftir bæjanöfnum, menn verið kenndir við bæ, sem
þeir bjuggu á eða komu frá. En slík víxlverkan hefur trú-
lega verið til frá fornu fari. Þannig hefur vafalaust verið
um einhverja þá landnámsmenn, sem komu úr Noregi, að
þeir hafa verið kenndir við ákveðna staði þar, en bær
þeirra síðan heitið eftir því kenningarnafni á landi hér.41
V.
Gerð hefur verið nokkur athugun í elztu fornbrefum a
^annanöfnum og örnefnum með sömu orðum (nöfnum)
að forlið.42 Þannig þarf að reyna að gera sér grein fynr,
hvaða nöfn voru í raun og veru til eða miklar líkur eru,
að notuð hafi verið, á fyrstu öldum byggðar. Fornbrefm
ei'u lögð til grundvallar til að girða fyrir þau tilbúin nofn,
sem kunna að vera í fornritum. Auðvitað gefur fornbrefa-
eínið ekki neina heildarmynd af mannanöfnum í örnefn-
um, en úrtakið ætti að vera gott og gilt.
Við val á örnefnum hefur sú regla ráðið, að tekin voru
þau örnefni, sem með nokkrum rétti gátu talizt hafa
^nannsnafn að forlið. Þó var sleppt örnefnum, þar sem
engin leið var að skera úr, hvort forliður væri samheiti
eða sérnafn, og mismunandi orð gátu legið að baki hvoru
um sig, t. d. Gils-örnefnum, þar sem forliður getur veri
39 Bæjanöfn á íslandi, nafnaskrá. - Islenzkt bæjatal. Kmh. 1885.
40 Hans Kuhn: Upphaf íslenzkra örnefna og bæjanafna. Sam í og
saga V. Rvk. 1951, 193—94. .
41 Hermann Pálsson: Rabb um örnefni. Sérprentun ur ]o a
Brjálsrar þjóðar 1958, 4.
42 Áðurnefnd útgáfa Stefáns Karlssonar, nafnaskrá.