Saga - 1972, Blaðsíða 145
UM RANNSÓKNIR Á ISLENZKRI BYGGÐARSÖGU 143
bærinn á Þórarinsstöðum aðeins byggður einu sinni; síðar
fannst í rústunum þar bronsnæla frá 10. öld.18
Inn af Bárðardal hafa fundizt minjar um byggð, og forn-
leifafundir þar benda ákveðið til 10. aldar. Sennilega hef-
ur verið um 5—6 býli að ræða. Óvíst er, hversu lengi byggð-
in hefur staðið, en að öllum líkindum var hún í auðn kom-
in um 1380.19
Af þessu öllu þykir líklegt, að mjög margt sjáanlegra
1-ústa geymi á svipaðan hátt menjar um mjög skammvinna
og oft afar forna byggð (sjá bls. 172—3).
Varðandi íslenzka húsaskipun virðist Kristján Eldjárn
telja, að þróunin frá langhúsum (þ. e. með stóran skála
sem aðalhús, sbr. Stöng í Þjórsárdal) í átt að gangabæ hafi
aðallega orðið eftir lok 13. aldar, og elzti gangabær, sem
grafinn hefur verið upp, er frá 15. öld. Erlend áhrif á
þessa þróun byggingarlagsins sjást ekki, íslenzkar aðstæð-
ur hafa, að áliti Kristjáns Eldjárns, ráðið öllu.20 Þessi
niðurstaða um endalok langhúsanna kann að benda til þess,
að loftslag hafi kólnað á 13.—14. öld, en eyðing skóga og
uppblástur gætu þó hafa átt þátt í því, að svona fór.
V. Loftslag — náttúrufræðilegar rannsóknir.
Líklegt er, að breytingar á loftslagi og öðrum ytri að-
stseðum geti orðið einna afdrifaríkastar þar, sem land er
torbýlt og náttúruskilyrði á ýmsan hátt tvísýn frá upphafi,
eins og víða er á Islandi.
Það var skoðun Ólafs Lárussonar, að naumast væri á-
stæða til að ætla, að loftslag hefði versnað verulega síðan
18 Sjá Kristján Eldjárn í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1943—48, bls.
1—9 og 31; og 1949—50, bls. 132.
19 Matthías Þórðarson: Merkur fornmenjafundur. Fundið fornt
gangsilfur. Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1909, bls. 24—31; Ólafur
Jónsson: Ódáðahraun III. Akureyri 1945, bls. 138—43; Kristján
Eldjárn: Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Islandi. Akureyri
1956, bls. 157, 270, 279 og 314—17.
20 Kristján Eldjárn: Gárd, Island. KLNM V, d. 632—5.