Saga - 1972, Blaðsíða 201
RITFREGNIR
199
verk þrælanna. Hér vil ég ekki fullyrða neitt, en vek aðeins athygli
á þessum atriðum, sem nauðsynlegt er að kanna, áður en hægt er að
gjöra nokkra viðhlítandi grein fyrir atburðum kristnitöku og aðdrag-
anda hennar. Hér vantar nákvæma rannsókn á írskum og skozkum
heimildum, sem e. t. v. gætu varpað nýju ljósi yfir þessa sögu. Mig
langar aðeins til þess að nefna eitt atriði. Dr. Frank Knight hefur
ritað um kristniboð á Skotlandi og á skozku eyjunum. Hann bendir á
þá staðreynd, að nafnið „papa" sé nafn prestsins, sem Kentigern, sem
var einn af þekktustu kristniboðunum þarna á þessum tíma, hafi sett
yfir klaustur þau, er hann stofnaði. Og það er eftirtektarvert, að Kelt-
arnir í kirkju Columba gátu ekki borið fram orðið „papa“. I stað þess
notuðu þeir austræna orðið „ab“ sem heiti á yfirmanni klaustursins.
Nafnið papar bendir því á kristniboð pikta á Islandi. Heyrt hef ég því
haldið fram, að paparnir hafi alls ekki verið „contemplativir" munkar,
sem leituðu einveru til ihugunar, heldur þvert á móti trúboðar.
Ég nefni aðeins þessi fáu atriði til þess að sýna fram á, hve margt er
hér ókannað eða lítt kannað, án þess að ég vilji gjöra of mikið úr þvi.
III.
Höfundur gjörir síðan nokkra grein fyrir trúboðinu á Islandi. Þar
gengur hann út frá því, að trúboðið hafi aðeins staðið þessi níu ár í
tveimur lotum, sem flestar sagnir herma. Það fellur vel inn í þá heild-
armynd af trúarástandi hér á landi við kristnitökuna, sem hann virðist
gjöra sér, að heiðnin hafi verið sterk og lifandi, en kristin trú mjög
veik og lítilsmegandi.
Hér verð ég að setja stórt spurningarmerki. Ef þessi frásögn er rétt,
er nánast um að ræða algjört einsdæmi í allri Kristniboðssögunni. Þá
hafa þessir trúboðar: Þorvaldur víðförli og Friðrik, Stefnir og Þang-
brandur unnið meira þrekvirki í kristniboði sinu en flestallir aðrir
trúboðar, sem sagan greinir frá, þótt höfundur vilji gjöra sem minnst
úr styrk kristinna manna.
Benda ekki allar líkur til þess, að hér sé margt vansagt, svo að
ekki sé meira sagt?
Helzta heimild um kristnitökuna er Islendingabók Ara fróða. Ég fæ
ekki varizt þeirri hugsun, að frásögn hans sé ofmetin. Frásögn hans er
sýnilega bundin við nokkuð þrönga sagngeymd einnar ættar, hans
sjálfs og konu hans. Samkvæmt frásögn Ara koma þar helzt til sögu
Gissur, Hjalti og Hallur. Annarra virðist gæta þar næsta lítið. Hvað
Ulh alla hina, t. d. þá, sem komust til kristni fyrir starf og áhrif Þor-
Valds og Friðriks? Hvar gætir þeirra við atburði á alþingi árið 1000?
IV.
Höfundur rekur hliðstæður um svipaðar aðferðir og svipuð viðbrögð
heiðinna manna hér úti á Islandi og annars staðar í Evrópu á sama
tírna. Það er gagnlegur samanburður. Þá er ég sammála honum í því,