Saga


Saga - 1972, Page 201

Saga - 1972, Page 201
RITFREGNIR 199 verk þrælanna. Hér vil ég ekki fullyrða neitt, en vek aðeins athygli á þessum atriðum, sem nauðsynlegt er að kanna, áður en hægt er að gjöra nokkra viðhlítandi grein fyrir atburðum kristnitöku og aðdrag- anda hennar. Hér vantar nákvæma rannsókn á írskum og skozkum heimildum, sem e. t. v. gætu varpað nýju ljósi yfir þessa sögu. Mig langar aðeins til þess að nefna eitt atriði. Dr. Frank Knight hefur ritað um kristniboð á Skotlandi og á skozku eyjunum. Hann bendir á þá staðreynd, að nafnið „papa" sé nafn prestsins, sem Kentigern, sem var einn af þekktustu kristniboðunum þarna á þessum tíma, hafi sett yfir klaustur þau, er hann stofnaði. Og það er eftirtektarvert, að Kelt- arnir í kirkju Columba gátu ekki borið fram orðið „papa“. I stað þess notuðu þeir austræna orðið „ab“ sem heiti á yfirmanni klaustursins. Nafnið papar bendir því á kristniboð pikta á Islandi. Heyrt hef ég því haldið fram, að paparnir hafi alls ekki verið „contemplativir" munkar, sem leituðu einveru til ihugunar, heldur þvert á móti trúboðar. Ég nefni aðeins þessi fáu atriði til þess að sýna fram á, hve margt er hér ókannað eða lítt kannað, án þess að ég vilji gjöra of mikið úr þvi. III. Höfundur gjörir síðan nokkra grein fyrir trúboðinu á Islandi. Þar gengur hann út frá því, að trúboðið hafi aðeins staðið þessi níu ár í tveimur lotum, sem flestar sagnir herma. Það fellur vel inn í þá heild- armynd af trúarástandi hér á landi við kristnitökuna, sem hann virðist gjöra sér, að heiðnin hafi verið sterk og lifandi, en kristin trú mjög veik og lítilsmegandi. Hér verð ég að setja stórt spurningarmerki. Ef þessi frásögn er rétt, er nánast um að ræða algjört einsdæmi í allri Kristniboðssögunni. Þá hafa þessir trúboðar: Þorvaldur víðförli og Friðrik, Stefnir og Þang- brandur unnið meira þrekvirki í kristniboði sinu en flestallir aðrir trúboðar, sem sagan greinir frá, þótt höfundur vilji gjöra sem minnst úr styrk kristinna manna. Benda ekki allar líkur til þess, að hér sé margt vansagt, svo að ekki sé meira sagt? Helzta heimild um kristnitökuna er Islendingabók Ara fróða. Ég fæ ekki varizt þeirri hugsun, að frásögn hans sé ofmetin. Frásögn hans er sýnilega bundin við nokkuð þrönga sagngeymd einnar ættar, hans sjálfs og konu hans. Samkvæmt frásögn Ara koma þar helzt til sögu Gissur, Hjalti og Hallur. Annarra virðist gæta þar næsta lítið. Hvað Ulh alla hina, t. d. þá, sem komust til kristni fyrir starf og áhrif Þor- Valds og Friðriks? Hvar gætir þeirra við atburði á alþingi árið 1000? IV. Höfundur rekur hliðstæður um svipaðar aðferðir og svipuð viðbrögð heiðinna manna hér úti á Islandi og annars staðar í Evrópu á sama tírna. Það er gagnlegur samanburður. Þá er ég sammála honum í því,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.