Saga - 1988, Page 15
UPPELDI OG SAMFÉLAG Á ÍSLANDI Á UPPLÝSINGARÖLD 13
ganga úr skugga um þetta atriði - og leiða í ljós „þjóðleg" sérkenni
þegar svo ber undir - þarf að koma til athugun á menningarhefðum
og samfélagsháttum á íslandi á umræddu tímabili.
c) Um hvorttveggja, samfélag og menningu, gildir að bágt er að átta
sig á eðli þeirra og einkennum nema leitað sé samanburðar við annað
samfélag, aðra menningu.1 Vitaskuld má afla, óháð öllum saman-
burði, margvíslegra fróðlegra upplýsinga um t.d. stöðu „ungdóms-
ins" í íslensku þjóðfélagi á 18. öld; en hætt er við að slíkar upplýsing-
ar verði merkingarlitlar nema því aðeins að þær séu metnar með hlið-
sjón af sambærilegum upplýsingum um annað (helst ekki mjög ólíkt)
þjóðfélag: þá fyrst er hægt að leiða í ljós hvað kann að hafa verið sér-
stætt við ungdómsflokkinn á íslandi og álykta um mikilvægi þess
ama fyrir íslenska samfélagsgerð.2 Þetta á enn frekar við jafn óáþreif-
anlegt fyrirbæri og menning er. Menning - sem sameiginlegur hug-
myndaheimur, þekking, gildi og viðhorf tiltekins samfélags - verður
naumast höndluð nema „in contradistinction to another culture."3
Sama máli gegnir um menningu sem upplifaða reynslu: „framand-
leiki" hins sjálfgefna í eigin menningu rennur einatt ekki upp fyrir
okkur fyrr en við kynnumst „hinum", menningu annars samfélags.4
Að framan hef ég gert grein fyrir nokkmm kenningarlegum sjónar-
miðum sem liggja rannsóknum mínum til grundvallar. Hér á eftir
mun ég gera grein fyrir hvernig rannsóknarsviðið „Uppeldi og sam-
félag á Islandi á upplýsingaröld" afmarkast nánar, m.a. miðað við
fyrri rannsóknir mínar í uppeldissögu; í framhaldi af því mun ég
greina frá helstu viðfangsefnum og niðurstöðum ásamt ýmsum að-
ferðafræðilegum vanda sem þeim tengjast.
Viðfangsefni og niðurstöður
Segja má að í framangreindum ritsmíðum I-VIII séu tekin sérstaklega
til meðferðar nokkur innbyrðis tengd viðfangsefni sem ég hafði áður
komist í kast við og reifað misjafnlega ítarlega í fyrri ritum mínum án
1 Sjá aftanmálsgr. 1.
2 Sjá Bernska, 112-27; VII, 13-24.
3 James A. Boon: Other tribes, other scribes. Symbolic anthropology in the comparative study
of cultures, histories, religions and texts (Cambridge 1982), IX.
4 Bernska, 11; 7, 74-75.