Saga - 1988, Page 17
UPPELDI OG SAMFÉLAG Á ÍSLANDI Á UPPLÝSINGARÖLD 15
A. Heimildir og aðferðafræði
Það liggur fjarri því í augum uppi hvar draga skuli mörk upplýsingar-
aldar í íslenskri uppeldissögu.1 í almennri sagnritun er nokkur hefð
fyrir því að telja upplýsinguna hefjast kringum 17702 en um þetta
leyti verða ekki nein þáttaskil í uppeldismálum, a.m.k. ekki hvað
lagasetningu áhrærir. Sú uppeldislöggjöf sem gilti hér allt tímabilið
og upplýsingarmenn störfuðu eftir var sett á fimmta tug aldarinnar, í
anda píetismans. Þetta vekur þá spurningu hvernig skilja beri tengsl
píetisma og upplýsingar í hugmynda- og stjómmálasögulegu sam-
hengi. Þrátt fyrir þann auðsæilega mun sem er á sjálfu trúarviðhorfi
þessara hreyfinga, álít ég - með hliðsjón af afstöðu íslenskra upplýs-
ingarmanna til hinnar píetísku löggjafar sem og til alþýðumenningar
- að einlægast sé að skilja píetismann sem beint forspil að upplýsing-
unni.3 Báðum var það sameiginlegt keppikefli að koma foreldrum og
öðmm uppalendum í skilning um gildi hins heimilisföðurlega húsaga
og gera alla framkvæmd hans skilvirkari. Og samfara áherslu beggja
þessara hreyfinga á endurbættan húsaga4 birtist annað mikilvægt
samkenni, þ.e. gagnrýni á uppeldismenningu alþýðu. í umfjöllun
minni kemur því píetisminn fram sem hluti af sjálfri upplýsingunni.
Samfara hinni píetísku löggjöf verða raunveruleg þáttaskil í hug-
myndasögu uppeldis á íslandi.
Þessi þáttaskil birtast ekki hvað síst í því að sett var á laggirnar
viðamikið stjórnsýslu- og eftirlitskerfi til þess að framfylgja bókstaf
laganna; að mínum dómi er ekki ofsagt að starfræksla þess marki
upphaf nútímalegs regluveldis í kirkju- og uppeldismálum á íslandi.5
ítarlegar reglur voru settar um starfsemi hins kirkjulega heima-
fræðslukerfis í heild, allt frá hinu lægsta þrepi þess til þess hæsta.
Hvað heimildakost varðar, olli þessi stjórnsýslubylting því að við eig-
um nú aðgang að tiltölulega mjög ríkulegum upplýsingum um upp-
eldisstarfsemi í landinu frá miðbiki 18. aldar að telja; í samanburði við
1 Um vanda þessarar tímabilsákvörðunar fjallar Ingi Sigurðsson: „Upplýsingin og
áhrif hennar á íslandi", í Upplýsingin og ísland (í prentun).
2 Sját.d. Þorkell Jóhannesson: Sagaíslendinga, 7. Tímabilið 1770-1830. Upplýsingaröld.
(Rv. 1950).
3 Bernska, 202-3; IV, 11-14; VI, 15-22.
4 Sjá Bernska, 76-80; „Læsefærdighed", 152-54.
5 11, 47-48; „Læsefærdighed", 124, 156.