Saga - 1988, Page 19
UPPELDI OG SAMFÉLAG Á ÍSLANDI Á UPPLÝSINGARÖLD 17
að en dauður bókstafur. Annað markvert dæmi um árangursríka
framkvæmd laga er sá vitnisburður sem sálnaregistur gefa um þróun
lestrarkunnáttu um svipað leyti.1 Aftur ber að leggja áherslu á að
ályktanir sem verða dregnar af tölulegum niðurstöðum um útbreiðslu
læsis eru háðar í senn ríkjandi skilningi samtímamanna á hugtakinu
og þeim hugmyndum sem athugandinn sjálfur getur gert sér - með
hliðsjón af opinberum markmiðum og ríkjandi menningarumhverfi -
um félagslegt hlutverk læsisins.2
Samanborið við formlega þætti uppeldismála, sem kveðið var
skýlaust á um í lögum eða öðrum forskriftum, er ólíkt vandasamara
að afla áreiðanlegrar vitneskju um óformlega uppeldisþætti sem
styðjast aðallega við venjur og viðhorf. Hér er átt við t.d. barneldis-
hætti, meðhöndlun ungbarna og venjubundnar uppeldisaðferðir yfir-
leitt. Eins og ástatt er um samtímaheimildir um þetta efni, er einkum
um að ræða frásagnir af ýmsu tagi. Þessar heimildir eiga flestar sam-
merkt í því að þær eru afsprengi þeirrar nýju vitundar sem upplýs-
mgin bar með sér, umbótavilja hennar og framfarahyggju.3 í spegli
upplýsingarinnar birtast þannig ýmis einkenni íslenskra uppeldis-
hátta í fyrsta skipti á ótvíráðan hátt. Þetta á t.d. við um jafn afdrifaríkt
atriði og afrækt brjóstagjafar.4 Ekki fer hjá því að þetta tvíeðli upplýs-
mgarinnar sem hugmyndalegrar hreyfingar annars vegar og sem
sagnfræðilegs upplýsingagjafa hins vegar skapar ákveðinn aðferða-
fræðilegan vanda. Um leið og talsmenn hennar gagnrýna ríkjandi
uppeldismenningu og mæla fyrir breytingum, skilja þeir sjálfa sig
sem boðbera skynseminnar andspænis fordómum og hjátrú alþýðu:
pá den ene side findes elitegrupper som stár pá ,fremskridtets'
side, og pá den anden ,folket', som umiddelbart forbindes med sam-
fundets konservative kræfter. "5 í túlkun hinna fyrrnefndu á alþýðu-
uienningu er þannig innbyggð hlutdrægni sem á sér rætur í sjálfs-
þótta hins „upplýsta" gagnvart „fávísri" alþýðu.6
Af þessum sökum er full ástæða að varast að ganga sjálfskilningi
f -/Læsefærdighed", einkum 156-59.
2 Sama rit, 166-67; Bernska, 78-80; III, 13-14; IV, 35-38.
3 sjá „Bamaeldi", 138-42; Bernska, 199-202; VI, 6-7.
4 „Bamaeldi", 138-140; I, 79.
5 I, 78.
6 Sama rit, 79.
2