Saga - 1988, Page 20
18
LOFTUR GUTTORMSSON
upplýsingarinnar á hönd skilmálalaust þegar leitað er skýringa á hátt-
erni almennings, t.d. hvers vegna það tíðkaðist að ala kornabörn á
kúamjólk fremur en að gefa þeim brjóst. Þegar allt kemur til alls vísar
slíkt hátterni til ákveðinna gilda og viðhorfa sem kunna að hafa verið
samtímamönnum meira eða minna ómeðvituð. Hér getur því verið
gagnlegt að gera greinarmun á hugmyndafræði og hugarfari (menta-
litet): „Idet man skelner mellem de to omtalte begreber, bor man ...
ved mentalitet hovedsagelig forstá ikke bevidste, kollektive fore-
stillinger og holdninger, hvorimod ideologi opfattes som et kompleks
af mere eller mindre klart formulerede idéer...".1 Þessi aðgreining
leiðir m.a. athygli að því að tengsl svonefndrar yfirstéttarmennningar
(eða lærdómsmenningar) og alþýðumenningar eru háð breytingum í
tímans rás.2 Gott dæmi um slíkar breytingar á uppeldissviðinu er ein-
mitt áróður upplýsingarmanna fyrir því að brjóstagjöf skyldi tekin
upp í stað kúamjólkurgjafar. Hér var sett fram nýtt hegðunarviðmið
sem stangaðist, að því er virðist, á við ríkjandi venju og hugarfar frá
fyrri tíð.3 Fastheldni almennings við þessa venju varð upplýsingar-
mönnum svo aftur enn ein vísbending um „fáfræði" hans og
„hjátrú".4 Hið sama gildir um dúsugjöf og reifun ungbarna5 sem og
um viðbrögð almennings við „upplýstri" læknisfræði.6 Þegar hér var
komið sögu, á síðari helmingi 18. aldar, höfðu lærðir menn þannig
hafið sig hátt yfir hugarfar alþýðu í krafti „vísindalegrar" hugmynda-
fræði sinnar. Bilið milli hugmyndaheims lærðra manna og alþýðu
hafði breikkað áberandi frá því á 17. öld þegar báðir hóparnir stóðu
sameinaðir í trú á galdra og fjölkynngi.7
Af þessum sökum m.a. er skylt að taka með fyrirvara vitnisburði
lærðra manna á 18. öld um það hvers konar viðhorf og kenndir lágu
að baki almenningsvenjum. Þær rannsóknarniðurstöður í hugarfars-
sögu sem byggja mest á slíkum heimildum hafa líka sætt vaxandi
1 Sama rit, 77.
2 Sjá Peter Burke: „Popular Culture between History and Ethnology". Etlmologia
Europeae 14 (1, 1984), 6-11.
3 Sjá aftanmálsgr. 2.
4 1, 79, 90; VI, 23-24.
5 Bernska, 141-44; VI, 24-25.
6 VI, 33-36.
7 Samstaða manna af ólíkum stigum um galdratrú gildir ekki aðeins um ísland held-
ur lönd í Evrópu norðvestanverðri yfirleitt, sjá Burke: Tilv. gr, 11.